Stúdentablaðið - 01.12.1994, Side 16
Bls. 16
STÚDENTAR
STBL. • Desember 1994
MDennann
Stúdentar JL beittu háði, vinarþeli ^ 5i /» « Á
og hótunum og börðust gegn
fjársvelti Háskólans
að vopni
Stúdentar sendu þing-
heimi 16000 póstkort.
Margir stúdentar
notuðu tækifærið og
sendu þingmanninum sínum
skammir eða frýjuorð. Bar-
áttuaðferðir stúdenta fyrir
bættum Háskóla eru margvís-
legar, allt frá nöpru háði til
neyðaróps, eins og glöggt
mátti sjá af kortunum. Stúd-
entablaðið tók sig til, stakk
sér á kaf ofan í póstkortastafl-
ann, las prívatpóstkort af full-
kominni óbilgirni og birtir
hér helstu niðurstöður þeirr-
ar rannsóknar.
Skilaboðum stúdenta er skipt
í fimm flokka: Neyðaróp, hótun
(don Corleone), napurt háð,
vinarþel og reiði maðurinn.
Skýringar á flokkunum má sjá
hér á síðunni.
Neyðarópið
Sumir stúdentar hafa
greinilega orðið illilega fyr-
ir barðinu á illræmdum nið-
urskurðarhnífnum svo ekki
þýðir minna en að reka upp
skaðræðisöskur í skrifum.
Hér eru nokkur dæmi.
Tveir stúdentar skrifa:
„Össur, hjálp!“
Þetta eru einföld skila-
boð sem ekki verða mis-
skilin. Hér er á ferðinni
greinileg örvænting ráð-
þrota manna sem sjá
enga leið aðra færa, en
að biðjast vægðar og
kalla á hjálp og nístandi
veinið sker merg og
bein. Annað ámóta er:
„í guðs bænum,
gerið eitthvað."
Hér er enn lengra gengið og
sjálft almættið dregið inn í nið-
urskurðarumræðuna. Til að
undirstrika alvöruþungann er
ekkert upphrópunarmerki notað
enda er ekki öskrað heldur er
höfðað til þingmannins með
lágstemmdum málrómi sann-
færingarinnar. Það er líka ein-
hver ógn í þessari setningu og
manni rennur næstum því kalt
vatn milli skinns og hörunds.
Annað neyðaróp úr Háskólan-
um er á persónulegu nótunum
til Áma Johnsen:
„Árni minn, hættu nú
að spila Undir bláhimni
því annars dey ég.“
Hér er merkileg tilvitnun á
ferðinni sem vekur upp margar
spumingar. Ritari fléttar saman
vingjarnlegu ávarpi og napurri
ádeilu á listsköpun Áma. Ritari
gengur hreinlega svo langt að
föllyrða að gítargutl Áma og
hás söngur verði honum að ald-
urtila og heimtar stopp. Tengsl-
in við niðurskurðinn í Háskól-
anum verða þó að teljast óljós,
svo hér notar stúdent tækifærið
til að pilla á Árna sínum prívat-
skoðunum og listmati. Það
gerðu raunar fleiri. Að lokum
er hér eitt hljóðlátt neyðaróp
(eins þversagnakennt og það
kann að hljóma) í áttina að O-
lafí G. Einarssyni:
„Kæri Ólafur, ég -
stunda nám við heim-
spekideild og á ekki fyr-
ir bo...“
Þetta er afar myndrænt, klass-
ískt. Fátæki og föli heim-
spekineminn situr við hrörlegt
skrifborð í kaldri kompu,
berklaveikur og illa til fara.
Hann ætlaði að skrifa meira en
hné niður á kalt timburgólfíð,
máttvana hetja í andarslitrunum
„Stattu upp í hárinu
á þeim!!“
að berjast fyrir rétti þeirra sem í
fótspor hans munu feta. Spurn-
ingin sem vaknar er náttúrulega
hvað þetta „bo“ átti að þýða?
Bor? Borðhníf? Boródúk? Á
ekki fyrir borðtennisborði?
Þessari spumingu verður aldrei
svarað.
Hótunin -
Don Corleone
Sumir stúdenta völdu þá að-
ferð að hafa beinlínis í hótunum
við þingmenn. Ekki var um
beinar hótanir að ræða, heldur
var ýmislegt gefíð í skyn og lát-
ið að liggja. Gott dæmi er orð-
sending til Jóns Baldvins þar
sem hnýtt er aftan í setninguna
um sumarmisseri:
„Nám er góður kostur
við atvinnubótavinnu. ..
. . -þú
gætir þurft á henni að -
halda.“
Skrifari læðir hér ótta inn í
ráðherrahjartað og minnir hann
óþyrmilega á, að hann og aðrir
kjósendur eru vinnuveitendur
þingmanna. Þetta er „ég borga
launin þín góurinn-stíllinn“ og
lesandi kemst ekki hjá því
að sjá Jón Baldvin fyrir sér
stúrinn á svip í vinnugalla
Reykjavíkurborgar að gjalda
fyrir að hafa ekki hækkað
framlagið til HÍ og ekki tek-
ið mark á póstkortinu í tíma.
Og tala um langa ganga og
hanga svangur úti á tanga. í
öðmm dæmum er ekkert
skafið utan af hlutunum og
vígtennumar sýndar. Þessi
hótun til Matthíasar
Bjamasonar segir allt:
„Ef þetta verður
ekki lagað, fáið þið
ekki mitt atkvæði í -
næstu
kosningum."
Þetta er bein hótun, Járnkarl-
inn hittir hér ofjarl sinn og fær
það óþvegið, kalda tusku beint
framan í veðurbarið Vestfjarða-
andlitið. Hann hefur ekkert
svarog jámið verður deigt, hann
getur ekkert sagt. Hann hrein-
lega verður að berjast fyrir
auknum fjárlögum til HI. Eða
hætta á þingi. Kannski hefði
einhver annar þingmaður átt að
fá þessa tusku? Eitt enn úr hót-
unarflokknum er frá málvemd-
unarníðingi sem skrifar til Öss-
urar:
„Time out?“
og ýjar að því að tími Össur-
ar á ráðherrastóli sé senn að
renna út. Sú staðreynd að grip-
ið er til enskunnar er líklega til
þess að gefa hótuninni aukið
vægi, þótt ekki sé loku fyrir það
skotið aó hér sé um venju-
bundna slettimennsku á mál-
vellinum að ræða. Össur hefur
sennilega vaknað upp við vond-
an draum þegar hann sá þetta. Á
hann getum við stólað, því ann-
ars. . . Kortið sagði honum
það.
Napurt háð
Stúdentar eru háðskir. Um
það er ekki að villast eftir lestur
kortanna því margir fara á kost-
um í hárfinu háði og napurri
heimsádeilu á valdahafa. Dæm-
in eru mýmörg og hér á eftir
fara nokkur þeirra. Steingrímur
J. Sigfússon fyrrverandi íþrótta-
fréttamaður og varaformaður
Alþýðubandalagsins fær lúmskt
skeyti í frýjuorðunum:
„Stattu upp í hárinu
á þeim!!“
Hér er Steingrími óþyrmilega
bent á það að hann er nær
nauðasköllóttur meðan aðrir
þingmenn skarta haddi, og sum-
ir fögrum slöngulokkum líkt og
forsætisráðherra og fyrrverandi
fjármálaráðherra. Þetta er al-
gerlega óþarfi og niðurskurði til
Háskólans gersamlega óvið-
komandi. Annað dæmi um
einkar napurt og lúmskt háð er
að fínna í póstkorti til Davíðs
Oddsonar,
þar sem
sagt er:
„Skál fyr-
ir þjóðar-
heill.“
Þetta
augljóst og
undir beltis-
stað. Áður
hefur jú kom-
ið fram í
Bermúdamál-
inu að Bjami
Fel. laumaðist
læðupokalega
með hljóðnema
upp að vitum
forsætisráð-
herra sem var á
pensilíni. Þetta
er, eins og hjá
Steingrími J.,
fullkominn
óþarfi og flokkast
undir dylgjur. En lær-
dómurinn er væntan-
lega sá að háskólanem-
| ar gleyma öngvu - og
eira engum. I næsta
f korti er bætt við upplýs-
ingar um að Háskólinn
sé langt undir hungur-
mörkum háskóla í Vest-
ur-Evrópu:
„. . .við erum -
kannski í Austur-
Evrópu?“
Þetta háð er kannski ekki
háð og flokkast fremur und-
ir landfræðilegar vangavelt-
ur og eru skemmtilegar sem
slíkar. Menn geta leikið sér að
því að finna Islandi stað, t.d. í
Svartahafinu, eða sem sjálf-
stæðu fjallríki í Búlgaríu.
Skemmtilegar vangaveltur þetta
og stílbrot í steingelda umræðu.
Vinarþel í riti
Sumir völdu þá aðferð að tala
til þingmannanna okkar á per-
sónulegu nótunum og ávarpa þá
„kæri“ og enda skilaboðin oftar
en ekki „þinn vinur“. Þetta er
skiljanlegt, ekki síst í ljósi auk-
innar einkavinavæðingar í ís-
lenskum stjórnmálum þar sem
hneykslanin yfir þeirri stefnu
sprettur oftast að þeim hvötum
að vera ekki væddur sem vinur.
Kort sem Davíð Oddson, besti
vinur vina sinna, fékk er dæmi
um þetta:
„Annars er allt gott að -
frétta, mamma biður að
heilsa, þinn vinur
Jón Jónsson.“
Þarna er móðir viðkomandi
dreginn inn
smjaðrið enda þau víst mál-
kunnug. Á fleiri stöðum drýpur
vinarþelið hreinlega af kortun-
um eins og t.d. í þessu til Árna
Johnsen:
„Með kveðju frá
eyjamönnum.“
Þeir standa allir saman strák-
amir í eyjunum, eyjapeyjamir,
ofveiðimennirnir sem sækja
björg í bú og afla gjaldeyris-
tekna og eyða í útlöndum. Fara
stoltir í golf til Florida með
fenginn. Hér fær Ámi vinar-
kveðju frá eyjapeyjum í Há-
skólanum sem nota tækifærið til
þess að senda sínum manni á
þingi kveðju. Gaman að því,
enda standa eyjamenn saman í
Reykjavík eins og Islendingar í
útlöndum. Eitt kort sem flokk-
ast undir vinarþel í meira lagi er
í „samtaka nú-stílnum“ og til
Davíðs Oddsonar:
„Getum við Sjálfstæðis-
menn verið þekktir fyrir
að leggja Háskólann
í rúst?“
Þama er sjálfstæðismaður að
tala við sjálfstæðismann í full-
um trúnaði en Stúdentablaðið
flettir ofan af þessu. Stúdentinn
sem þetta skrifar höfðar til sam-
stöðu í Sjálfstæðisflokknum og
er umhugað um ímynd hans.
Sennilega fremur en starfíð í
Háskólanum. Og þó. Menn
mega ekki vera þekktir fyrir að
leggja eitthvað í rúst. Vonandi
hefur Davíð lesið þetta. Hjálmar
H. Jónsson frá Sauðárkróki fær
vingjamleg skilaboð frá sveit-
ungi sínum sem sér leik á borði
til að senda kveðju norður:
„Þinn vinur og aðdá-
andi. P.s. Kær kveðja
til Geira og Mónu!“
Upphrópunarmerkið í lok pé
essins er athyglisvert. Senni-
lega hefur verið Qör og stuð
síðast þegar þau hittust; aðdá-
andinn, Hjálmar, Geiri og
Móna og er vísað til þess með
merkinu. Mann langar næstum
til þess að vera með, næst þegar
þau hittast. Eggert Haukdal fær
nokkur kort, enda ekki seinna
vænna. Skilaboðin eru í léttum
dúr og í raun vingjamleg stuðn-
ingsyfirlýsing við sjálfstæði
hans í Sjálfstæðisflokknum sem
er nýlunda á þeim bænum:
„Lifi
st jórnar andstaðan. “
Eggert hefur öruggleg hlýnað
um hjartarætumar við þessa
sendingu úr þeirri átt sem hann
átti síst von á. Vonandi launar
hann hlýhuginn með atkvæðis-
rétti sínum. Það er farið með