Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1928, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.06.1928, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Kanpslcfriiihúsin. Þar cr aðalsýningin halriin. m. a. Belgia, Estland, Frakk- land, Grikkland, Danmörk. Lett- land, Litaúen, Luxemþurg, Nor- egur, Austurríki, Pólland, Portú- gal, Rússland, Svíþjóð, Sviss og Spánn. Hafa þessi lönd og ýms l'leiri sjersýningar. En vitanlega hafa Þjóðverjar sjálfir lagt inest til sýningarinnar. Þeir hafa t. d. sjeð um almennu sýninguna að öllu levti, en hún er talin sýna einkar vel vöxt. og frainfarir allar i blaðaútgáfu frá upphafi til vorra daga. í sambandi við hana eru póst- og síma-sýning- ar. A öðrutn stað er sýnt hvernig stórblað mitimans verður til hvernig frjettanna er aflað og hvaða leið þær koma i blaðið, hvernig skógarnir verða að prentpappír og hvernig hinar márgbrotnu vjelar prentsmiðj- anna vinna. Enska sýningin er mjög fullkomin enda lögðu Bretar l'ram of fjár til hennar. Sum stórblöðin laka og sjálf- stæðan þátt i sýningunni, t. d. New York Times, Chicago Tri- bune og Christian Sciencc Moni- tor. Jupan og Kína hafa einnig tekið þátt í sýningunni og hafa sýningar þessára landa vakið af- ar mkila athygli. Stjórnir jieirra landa, sem laka þátt í sýningunni, hafa all- ar lagt fram fje til þátttökunn- ar og tilnefnt menn til þess að sjá um undirbúninginn. — Af sjersýningunuin þykir einna mest koma til þeirra sænsku. Sýningin í Köln er talin merk- asta sýning, sem haldin hefir verið síðan ófriðnum lauk, og er búist við að miljónir manna komi til þess að sjá hana. Hanatnrninn, einn af fornu borgarhliðunitm i Köln. Kvenfóíkið i Paris er farið að bera hatta úr trje. Þær rikustu bera út- skorna hatta. Gott er að kunna að skera út ]>ar! Þýskur barón, rtiehard v. Zinof, hefir stefnt ameriska miljónamær- ingnuin Júlíusi Oppenheim — af þvi dóttir hans hryggbraut baróninn. Hann krefst 100,000 dollara í skaða- liætur. Zinof kyntist stúlkunni á t'erð i Egyftalandi — og þau skrifuðust á, eftir að hún var komin heim til Cbicago aftur. f einu brjefanna þótt- ist Zinof skilja að hún væri að gefa sjer undir fótinn. Hann tók sig þegar upp, fór til Chicago —- og fjekk lirygg- brot, sem honum varð svona mikið u m. í Chicaga er verið að byggja nýtt fangelsi, sem fullbúið mun kosta um 30 miljónir króna. Miðstöðvarhiti í öllu húsinu, heitt og kalt vatn eftir vild í hverjum fangaklefa og raf- magnsbjöllur, til þess að kalla á þjónana, er fangarnir þarfnast ein- Rio-kaffi best og ódýrast í heildsölu hjá Ólafi Gíslasyni & Co Sími 137. — Símnefni: Net. Reykjavik. hvers. Með öðruin orðum, öll nútím- ans þægindi. í Bergen er ráðgert að reisa minn- ismerki yfir Olaf Kyrra. En liann er talinn að hafa stofnað bæinn. Tveir stúdentar hafa verið reknir úr háskólanum í Osló. Þeir höfðu haft svik í frammi við próf. Lögrcglan i Vinarborg náði um dag- inn i hættulcgan náunga. Hann liafði gert það að atvinnu sinni að selja kokain og hafði eyðilagt margra manna líf. Hann var orðinn vellauðug- ur, en fær litla gleði af aurunum sín- um, því hann var dæmdur í 10 ára fangelsi. Erlend blöð segja að Nobile og bans merm á „Ítalía," sjeu líftrygðir fyrir 2,500,000 lirum. Norðmenn fluttu i fyrra út ber fyrir 400,000 krónur. Mikið af þvi var blá- ber. Eiríkur Danaprins, Valdemarsson, gekk að eiga vellauðuga ameríska stúlku fyrir nokkrum árum. Þau hjón- in hafa siðan búið i Kaliforniu og rekið griðarstórt liænsnabú. Nú liefir Eirikur selt búið og ætlar að flytjast heim til Danmerkur. í Bretlandi er um þessar mundir mikið ritað um hvað menn geti gert til þess að gera kossa hætlulausa. Einn greinarhöfunda stingur upp á þvi að fólkið smyrji joði á var- irnar, annar að fólkið beri nokkurs- konar „varagrímu". Ef menn cndilega vilja smyrja varirnar með einhverju, skrifar bann, þá er „trichlorophenyl methyliod — osalisyl" miklu betra. Sú blöndun, heldur áfram, er livorki „hámostatisk, endomatisk, keroplastisk, anthitermisk eða angalesisk". Einhverntima,þegar við höfum næg- an tíma, skulum við fletta upp þess- um orðum i orðabókinni okkar. f brúðkaupi í Finnlandi lentu boðs- gestirnir, um 100 talsins, i barsmiðum. Var barist með vopnum og liareflum, svo að um tuttugu særðust hættulcga. Kvenfólkið var ákafast í bardaganum. Innanríkisráðherrann i Ungverja- landi hefir ásett sjer að bæta siðferð- isástandið í landinu. Meðal annars hefir hann bannað kvenfólki yngra en fertugu að vera þjónustustúlkur á veit- ingahúsum og engin kona undir fer- tugu hefir leyfi til að koma á veit- ingahús án þess að karlmaður sje með henni. Á skrifstofum má engin stúlka vera undir fertugu. Líklega verður Ungverjaland eina landið i heiminum, sem kvenfólkið hjer eftir segist vera eldra en það í raun og veru er. En eldra en fertugt verða þœr auðvitað aldrei. Ríkasti maður í ítaliu, Signor Tarantini, gekk nýlega að eiga unga bláfátæka stúlku, sem vann i verk- smiðju hans. Það þykir tiðindum sæta meðal heldra fólks í ítaliu. PALCO besti farfi sem hægt er að fá á járn, trje og stein. Ver ryði betur en nokkur annar farfi. Sparar menju. Einkasalar á Isiandi: „MÁLARINN", Reykjavík. ooooooooooooooooooooooooe o o o o Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13 hefir á v a 11 fyrirliggjandi vönduð og smekkleg hús- gögn. Spyrjist fyrir um verð. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem óskað er. Virðingarfylst Krisiján Siggeirsson. AUMINGJA SVÍINN. Sænsltur stórkaupmaður var nýlcf!11 í heimsókn i Kaupmannaliöfn. H°n um likaði veran þar svo vel, að haöi* 1 kom á síðasta augnabliki i leitina, cfl hann ætlaði heim aftur. Honum lan' aðist þó að komást inn í klefaná. rjett er lestin lagði á stað. En koff ortið! — Þjónninn kom hlaupandi 1,1(1 það á eftir honum — og ætlaði flt rjetta Svíanum það inn um gluggab1’' Á sama augnabliki fór lestin af sta og þegar Svíinn ætlaði að innbyr®0 koffortið, kom í ljós, að það koæs* eltki inn um gluggann. Og með koff' ortið dringlandi fyrir utan lestii'a' varð hann að halda á því alla lcið ti> Helsingjaeyjar. Hann var alveg að gc'i' ast upp er lestin kom fram.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.