Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1928, Page 14

Fálkinn - 09.06.1928, Page 14
14 F Á L K I N N — reykjavík —- ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Höfum á boðstðlum: Noregssaltpjetur og annan til- búinn áburð, gaddavír, girðinga- net, girðingastólpa úr járni, sáð- hafra, grasfræ, þakjárn,gluggagler. — Leitið upplýsinga um verð. — Best að versla við okkur. --------------------- VEGGFÓÐUR^ Yfir 200 teg. aö velja úr. — Veröið sjerlega lágt og gæðin viðurkend. — M Á L N I N G allar tegundir, ódýr. Sendi gegn póstkröfu um alt land. Sigurður Kjartansson. Laugaveg 20 B. Sími 830. J □*.____________________-□ Hreinar Iéreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. THE INSTRUMENT OE QUALITY ono CLEAP AS A &ELL GRAMMOFONAR eru óviðjafnanlegir, bæði að ytra útliti og hljómfegurð. Ferðagrammofónar fyrirliggjandi. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFJELAGA. Miðstöðvar- tæki af ýmsum gerðum. J. Þorláksson & Norðmann. Ef þjer þurfið geymir, þá | gleymið ekki: p Willard eru þeir bestu, sem búnir eru til. Fást hjá EIRÍKI HIARTARSYNI Laugaveg 20 D. Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. fram í hálfum hljóðum var þó því líkast og hann hvæsti, þegar hann mælti síðustu orðin. Latours-nafnið átti augsýnilega að hafa sín áhrif á unga manninn. En þar skjátlaðist Rigault. — Latour, endurtók ungi maðurinn í af- káralegu fötunum og brá sjer ekki í neinu, en hjelt áfrain að handleika teningana í vasa sínum: Hvaða bófi er það? — Fjandi getið þjer verið rólyndur, mælti Rigault góðlátlega og hló við .... eftir að hafa gert svona skissu. En jeg kann vel við svona menn. — Yður er nú samt best að hætta öllum þessum loddaraskap. Vitið þjer ekki, að lögreglan hefir sett 500 franka til höfuðs yður? — Það hefi jeg ekki hugmynd um. Og mjer kemur það ekkert við. Því jeg hefi al- drei heitið Latour og hefi aldrei kynst honum. Nú komu illilegar hrukkur i rauða and- litið á Rigault. — Þjer megið ekki misbrúka þoíinmæði mína, mælti hann ógnandi .... Hver eruð þjer, ef þjer eruð ekki Latour? — Jeg hefi sagt yður það. Vegabrjef mitl sýnir og sannar að jeg heiti Jakob Harvis. Og ef einhver hneixlast á klæðaburði min- um þá er því til að svara, að mjer liggur við að hneyxlast á honum sjáli'ur.. — Það skil jeg vel, muldraði Rigault. Þjer kjósið þá fremur, að jeg láti sækja lögregluþjón. Jeg heí'i þó 5000 franka upp úr því, hvað sem öðru liður. Og þá eru dagar morðræningjans og falsspi'arans Charles Latour taldir. — Hvern hefir þessi Latour þá drepið? -— Það vitið þjer betur en jeg. Þjer voruð farþegi á „HoIIandia“ og lifðuð þar sem glæsimenni. Nú er enginn orðinn í vafa um, að þjer vörpuðuð Jakob Harvis fyrir borð einhversstaðar milli Vigo og Ushant — eftir að hafa rænt hann. Þetta er meiri sagan, sem þjer segið. En þjer sjáið sjálfur að sök Latours verður minni, þegar það upplýsist, að Jakob Harvis, sem hann á að hafa drepið, er bráðlifandi hjer i París og situr að brennivínsdrykkju með einum argasta þorparanum, sem til er í allri Parísarborg. Rigault stóð upp og brá ósjálfrátt hend- inni aftur fyrir sig, eins og hann væri að leita bakvasans. En hann tók sig fljótt á. -—■ Þjer eruð sauðþráasti maðurinn, sem jeg hefi nokkurn tíma fyrir hitt, mælli hann og reyndi að láta sem minst bera á því að hann hefði reiðst. — Þjer treystið mjer auð- sjáanlega ekki? — Nei, því fer fjarri sagði ungi maðurinn, Þegar jeg snæddi miðdegisverð við sama borðið og þjer í Bonapartestræti tók jeg eft- ir, að jafnvel kötturinn forðaðist yður. Það er ills viti. Þjer talið um einhvern Latour og kallið hann ræningja, morðingja og spila- þjóf. En hvernig sein því er varið hlýtur hann að vera sannur engill í samanburði við yður — lubbamennið og afhrakið. Snáfið þjer út og sækið lögregluþjóninn yðar og lát- ið hann handtaka mig. Nú, svo þjer hikið við það, hrappurinn. Þá ætla jeg að kveðja yður! .... I sömu svipan sá Rigault sjer til mikillar undrunar manninn, sein hann hafði haldið vera Charles Latour hverfa út úr dyrunum og í mannfjöldann á strætinu. Gestgjafinn, sem úr fjarlægð hafði haft auga á gestunum tveimur, flýtti sjer til fornsalans, sem sat kyr með argasta fýlusvip. Svipurinn var einskonar sambland af ráðaleysi, reiði og vonbrigðum. — Er nokkuð að? spurði gestgjafinn. Rigault svaraði með urri. — Fór hann kanske án þess að borga? Fornsalinn stóð ujip og fleygði fimm frönkum á borðið. — Já, það var einmitt það sem hann gerði. Hann borgaði ckki. En hann skal fá að borgá, ]>að megið þjer sveia yður upp á. Og í sama bili greip Rigault þann hattinn sem næstur honum var og þaut út. Gestgjafinn glápti á peningana og síðan a skuggann, sem fór eins og elding fyrii' gluggann. — Hann gat ekki beðið eftir að fá til baka, muldaði hann. Sá þurfti að flýta sér. En hann mun ná sjer niðri á hinum aftur. Það stóð skammbyssuhlaup upp úr vasa hans. Jeg vona að hinn sleppi. Annars verða Hklega fleiri morðin í Boulogneskóginum. En gestgjafasauðnum skjátlaðist. Eftir fá- einar mínútur kom Rigault aftur og krafð- ist að fá tilbaka al' fimmfrankaseðlinum. Og er gestgjafinn dró þetta dálítið á langinn þa jós hinn yfir hann skömmunum, svo að gest' gjafagarmurinn þorði ekki annað en telja fram aurana, og þakkaði sínum sæla fyrir að sá feili iniðaði ekki skammbyssunni á hann- 15. Kapítuli. — Hver hefir stolið húfunni minni' hróp- aði Rigault. Gestgjafinn kom hlaupandi. — Það veit jeg ekki, mælti hann. En við berum ekki ábyrgð á fatnaði. Þarna er hatt- ur það mun ekki vera yðar? Það var eins og kringótti svínshausinn a fornsalanum yrði aflangur í laginu. Og augnaráðið varð svo fádæma kvikindislegt- Hann tók svarta barðastóra brennivínshatt' inn niður af snaganum og sá að hann vai' nærri því nýr. Á svitaskinninu stóð prentað með gyltu letri nafn verslunar einnar 1 Rouen. Nú ýar Rigault öllum lokið. Hann sagð’ ekki orð en þrýsti þessum stóra hatti niðxu' á enni og gekk út á strætið; hann fór hægai' í þetta sinn. Tveir lögregluþjónar stóðu nið' ur við hornið á Malakoffsgötu, en Rigault virtist ekki eiga neitt erindi við þá. Þvert a móti: hann ljet sem minst á sjer bera og hretti hattbarðinu niður sem hest hann gat- Frh.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.