Fálkinn - 18.08.1928, Page 2
2
F A L K I N N
GAMLA BÍÓ
Seinasta æfintývið
Þýskur gamanleikur
í 8 þáttum.
A&alhlutverk leika:
Gustaf Fvölich
Vera Schmiterlöw
Carmen Boni.
Sýnd innan skams.
MALTOL
Bajerskt ÖL
PILSNER
Best. Ódýrast.
INNLENT
ölgerðin Egill Skallagrímsson.
>Ekkert rykið megnar mót oss
meðan notað getum PROTOS«.
PROTOS RYKSUGAN
Endurbætt.
ÁÖur góð, nú betri.
Fæst hjá
raftækja-
sölum.
m
LÁRUS G. LÚÐVIGSSON
ESí Skóverslun. Reykjavík.
□
Leyfir sjer aÖ minna heiðraðan almenning á að vjer sendum
O allskonar skófatnað
gegn póstkröfu til allra póststaða á landinu. Sendið pantanir strax.
N Ý J A BfÓ
Harry Langdon
í síðum buxum.
Gamanleikur í 6 þáttum leikinn af
skopleikaranum
Harry Langdon.
Betur og betur kemur það í Ijós í
myndum þeim er Harry Langdon
leikur !, að hann er að verða með
allra bestu skopleikurum. Mynd þessi
er og besta sönnun þess að svo er.
Aukamynd frá hátíðahöldunum í
Helsingör á 500 ára afmæli bæjarins.
Auglýsingar yðar ["“'IfU! S?„b»ri Fálkanum.
Amatörar!
Gleymið ekki að birgja ykkur
upp með filmur og plötur áður
en þið farið í sumarfríið. —
Munið að hjá okkur fáið þið hagkvæm-
ustu, ódýrustu og bestu kaupin á:
Ljósmyndavjelum — Filmum —
Plötum — Pappír og mörgu fleiru.
Framköllun og Kopieringu
á filmum ykkar, unnið með
fullkomnustu nýtísku áhöldum.
Vöruhús Ijósmyndara hf.
Thomsenshús(Hótel Heklu). Sími2152
Kvikmyndir.
HVERNIG ERU MYNDIR
GERÐAR LIFANDI?
Fáir lifa svo fjarri „siðmenning-
unni“, að þeir hafi ekki komið á
kvikmyndahús og sjeð kvikmyndir af
ýmsu tagi. En þó vita fæstir, á
hverju uppgötvunin sjálf, sem nú er
orðin mesta skemti- og fróðleikslind
manna um allan heim byggist. Kvik-
myndagesturinn er eins og farþeginn
á eimskipinu, sem ferðast langar leið-
ir án þess að hafa hugmynd um hvað
gufvél er.
Kvikmyndin er liálfgagnsæ „celloid"-
ræma, sem á eru teknar „dauðar“
smámyndir, um 2 sentimetrar á liæð
og 2% á breidd. Hver mynd er tekin
á örlitlu broti úr sekúndu og stendur
ræman kyr í vjelinni meðan myndin
er tekin, en þvi næst hleypur ræman
áfram þannig að rúm verður fyrir
næstu mynd. Meðan ræman hleypur til
lokast fyrir birtuna, þvi annars mundi
koma samanhangandi hreyfð mynd
á ræmuna. Þetta gerist með syo mikl-
um hraða, að á hverri sekúndu koma
15—20 myndir á ræmuna, eftir því
hvað hratt ,er snúið. Edison fann
fyrstur manna upp aðferð til að taka
kvikmyndir með þessum hætti. Var
það um 1890, en fyrir þann tima
höfðu ýmsir verið að reyna aðferðir
til að ná „lifandi myndum“, en eng-
in þeirra var notliæf. Þó er kvik-
myndavjelin eins og hún er nú, alls
ekki verk Edisons, svo mikið liefir
hún verið endurhætt siðan.
Kvikmyndaræman er framkölluð og
„copieruð" á aðra ræmu eins og venju-
ieg ljósmynd og sýnd á kvikmynda-
húsunum með vjelum, sem i mörgu
iíkjast myndatökuvjelunum. Tannhjól
draga ræmuna áfram og að haki henni
fellur á hana sterkt ljós og stækkunar-
glerið á vjelinni er afar stcrkt, enda
á það að stækka hina örlitlu mynd
svo, að hún þeki sýningarflötinn í
húsinu. Hver mynd stöðvast sem
snöggvast fyrir framan stækkunar-
glerið, myndin kastast á vegginn, en
svo lokast fj’rir ljósið meðan næsta
mynd er að komast á sinn stað fyrir
framan glerið. En þetta gerist svo
fljótt, að augað verður ekki vart við
að það lokist nokkurntima fyrir Ijós-
ið og myndirnar eru svo likar liver
annari, að maður verður ekki var við
að um þær sje skift. Þannig sýnist
manni á tjaldinu ein samanhangandi
lifandi mynd, nákvæm endurspeglun
þeirra hreifinga, sem Jjósmyndarinn
tók með vjel sinni. Ef ljóslokari væri
ekki á vjelinni mundi maður ekki sjá
annað en samanhangandi hreifingu á
myndræmunni, svo hraða, að enga
mynd væri hægt að greina þar.
Kvikmyndir eiga að sýnast scm næst
því jafnhratt og þær voru teknar þvi
þá verður sami hraði á myndinni í
kvikmyndahúsinu eins og á viðburð-
unum sem myndin sýnir. En oft er
myndin sýnd nokkru hraðar.
Með venjulegum myndatökuáhöldum
er ekki liægt að taka nema um 30
myndir á sekúndu. En fyrir nokkrum
árum tókst að smíða vjel, sem getur
tekið miklu fleiri myndir, alt að 250
á sekúndu. Þegar þessar myndir eru
sýndar á kvikmyndahúsum, með
venjulegum liraða, verða allar hreif-
ingar á myndinni margfalt hægari en
í veruleikanum. Þannig má sýna
hreifingar manna í iþróttum og öðru
svo hægt, að áhorfandinn geti ná-
kvæmlega fylgst með því hvernig
hreifingim er framkvæmd, en það er
oft ómögulegt að sjá í veruleikanum.
Myndir þessar cru mjög notaðar við
allskonar kcnslu; ekki síst liafa í-
þróttamenn getað iært ýmsar að-
ferðir af þessum myndum.
CARMEN HOXI og GUSTAV FROLICU i „Siðasta æfintýrið“.
IIARRY LANGDOX (i siðum bxum!)
Það eru skemtimyndir
sem bæði kvikinyndahús-
in sýna á næstunni, —
NÝ.IA BÍÓ mynd með
Harry Langdon, þegar
hann fær fyrstu siðu
buxurnar sínar og —
GAMLA BÍÓ sýnir mynd
af því sjaldgæfa fyrir-
brigði að ungur maður
verður ástfanginn — af
móðursystir eða ömmu-
systir konunnar sinnar.
Aðallilutverkin leika Car-
men Boni, Vera Schmiter-
löv og Gustav Frölicli.