Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1928, Side 7

Fálkinn - 18.08.1928, Side 7
F A L K I N N 7 Hálsbandið hennar frú Copieux. Þegar jeg kom inn í anddyri gistihússins duldist mjer ekki að eitthvað óvenjulegt hefði borið við. Gestirnir stóðu i hnðppum hjer og hvar og pískruðu sani- an í ákafa, Gistihússtjórinn og aðal-dyravörðurinn voru sjáan- lega mjög órólegir. 1 sama bili kom frú Copieux lit úr skrif- stofunni. Hún var föl, og henni virtist vera mjög mikið niðri fyrir. Jeg flýtti mjer til hennar. — Hvað er að, frú Copieux? Hún fór með mig út á sval- irnar. Það var hið yndislegasta litsýni yfir fjöruna og sjóinn í Biarritz. •— Hálsbandinu mínu hefir verið stolið, inœlti hún með kökk í hálsinum. — Afar fal- legt hálsband úr 88 perlnm og minst 250.000 franka virði .... Gjöf frá fráskilda manninum mínum .... Það er voðalegt! — Eruð þjer vissar um, að því hafi verið stolið? — Já, það er jeg handviss um .... Jeg lagði það á arin- hylluna í nótt, þegar jeg kom heim úr spilabankanum .... Þar lá það líka í morgun uin klukkan níu, þegar jeg vaknaði. Þegar jeg fór niður á hár- greiðslustofuna aflæsti jeg hurð- inni að herberginu mínu og stakk lyklinum á mig. Jeg kom upp aftur klukkan ellefu og þá var hálsbandið horfið . . . . ! —- Gistihúsþjófur? Eða ein- hver af starfsfólkinu? —- Annaðhvort hlýtur það að vera .... Jeg hefi sagt forstjór- anuin 'af þessu og hann er bú- inn að tilkynna lögreglunni það. — Hafið þjer talað við þern- una? — Hún fullyrðir að hún hafi ekki komið inn í herbergið frá því að hún kom inn með morg- unkaffið og þangað til jeg hringdi til hennar, eftir að jeg hafði uppgötvað þjófnaðinn . . . Mikil ógæfa að þetta skyldi koma fyrir! Mjer þótti vænna um þetta hálsband en alla hina skartgripina mína til samans. .... Og það einkennilegasta er, að á náttborðinu minu voru tveir hringir og þrjú armbönd, sem eru að minsta kosti eins mikils virði og perlubandið. En Hálsbandið er horfið .... hitt liggur óhreyft. — Það er mjög einkennilegt! — Þjófurinn hefði ekki þurft tíu sekúndur til þess að hirða það um leið .... Það er afar einkennilegt. Mjer þótti málið skrítið. Jeg hefi altaf haft mikla unun af einkennilegum viðburðum af þessu tagi. Og væri jeg eklci bankastjóri mundi jeg ekki skoða huga minn um að vera leynilögreglumaður. '•— Kæra frú Copieux, sagði jeg ,— það var rjett af yður að láta gistihússtjórann vita urn I>jófnaðinu, en liitt finst mjer 'i'll mikið hráðræði, að fara að kalla lögregluna til aðstoðar • • . . A'iljið þjef leyfa mjér að bjálpa lil í þessu máli? Ein- göngu af áhuga mínum á svona viðburðum. — Er það alvara yðar að vilja hjálpa mjer. — Jeg er einmana hjer í Biarritz og þjer getið nærri, að það væri mjer mikils virði ef þjer vilduð liðsinna mjer. — Gerið þjer það sem þjer getið, til þess qð finna aftur hálsbandið mitt .... Mjer er grunur á, að það sje kven- maður, sem hefir stolið því .... Mjer finst það einhvernveginn á mjer. Þegar kaffið var komið á borðið .... við frú Copieux höfðum snætt dögurð saman — stóð jeg u]ip frá borðinu og sagði: —■ Afsakið mig........Jeg ætla að skreppa ii]ip á loft. Og jeg fór. Mjer gekk greiðlega að finna herbergisþernuna. Hún fór með mjer inn í herbergi frú Copieux, og eftir að jeg hafði stungið að henni seðli sagði jeg: — Ungfrú! Getið þjer gefið mjer upplýsingar um, hvaða fólk býr í herbergjunum hjerna í kring? — Hver býr hjerna til vinstri? — Ameríkuinaður, herra Daní- els held jeg hann heiti. — Hefir hann verið hjerna lengi? — Nei, hann kom hingað rjett fyrir tennis-mótið. Hann er mjög snyrtilegur maður og iðkar sjálfsagt mikið íþróttir — eftir öllum leikfimisáhöldunum á herbergi hans að dæma. — Og hver býr í herberginu lil hægri? — Herra Letillac og frú hans, frá París. — Vitið þjer ekki neitt um þau? Hvað getið þjer sagt mjer um þau? -— Þeim þykir ósköp vænt hvoru um annað. í hvert skifti sem jeg kem inn í herbergið eru þau að kyssast. — Hvort munduð þjer frem- ur gruna um þjófnaðinn, Ame- ríkumanninn eða hjónin frá París ? Þérnan varð steinhissa. — Mjer dettur hvorugt í hug að gruna .... Hali einhver hjer á gistihúsinu stolið hálsbandinu, þá er jiað einhver annar en þau. Jeg þakkaði henni lyrir upp- lýsingarnar og fór síðan í leið- angur til allra gimsteinasalanna í Biarritz. Jeg spurði þá ákveð- inn spurningar, sem að mínu áliti stóð i sambandi við háls- bandið. Jeg var ánægður með svörin sem þeir gáfu, og hjelt heim á gistihúsið aftur. Þar hjelt jeg njósnum ínínum áfram, og yfir miðdegisverðinum sagði jeg við frú Copieux: — Jeg leyfi mjer að koma fram með skrítna málaleitun .... Viljið þjer gera svo vel að hafa herbergjaskifti við mig í nótt? Þjer fáið herbergið mitt á þriðju hæð og jeg fæ yðar, á annari. Frú Cojiieux varð mjög for- viða. En hún fjelst á þetta og sagði svo í hálfum hl jóðum: Grunið þjer einhvern? — Já og nei. En hvað sem því líður, langar mig til að gera svolitla tilraun. Ivlukkan níu um kvöldið fór jeg upp í herbergið á annari hæð, en frú Copieux fjekk mitt. Hún var full eftirvæntingar. En áður hafði hún farið út lir gistihúsinu svo að inikið bar á, ldædd i viðhafnarklæði. Tilætl- un mín var sú, að gestirnir sæi hana og hjeldu að hún væri að fara í spilabankann. En stund- arfjórðungi síðar kom hún aft- ur — inn um balcdyrnar. Jeg beið lengi. Jeg sat í djúp- um hægindastó! í hálfdimmu herberginu og taldi mínúturnar og stundirnar. Loksins, klukkan undir tvö heyrði jeg þrusk við dyrnar. IJað marraði ofurlítið í lásnum, hurðin opnaðist í hálfa gátl og maður einn læddist inn. — Upp með hendurnar! hróp- aði jeg og miðaði á hann skammbyssunni, með fingurinn á gikknuin, og með vinstri heridinni kveikti jeg á rafljós- inu. Maðurinn hrökk í kuðung, svo mjög brá honum við, og rjetti samstundis upp báðar hend- urnar. — Herra minn! sagði hann. Jeg grátbæni yður .... gerið ekki veður út af þessu. Jeg kom til þess að bæta fyrir brot mitt .... Þjer trúið mjer ekki? Sjáið þjer, jeg held uppi hönd- unum .... Stingið hendinni í vinstri frakkavasa minn og takið perluhálsbandið, sem jeg .... sem jeg fjekk lánað í morgun .... Jeg stakk höndinni riiður í vasa hans og tók upp perlu- hálsband frú Copieux. — Þjer eruð herra Letillac? spurði jeg. — Já, og þjer .... leyni- lögreglumaður .... vitanlega? Hlustið á mig áður en þjer tak- ið mig fastan .... Jeg grát- bæni yður um það .... Ef þjer eigið nokkra mannúð til í sálu yðar .... þá munuð þjer hafa meðaumkvun með mjer og skilja ástæður mínar. Jeg skal vera stuttorður .... Jeg er gift- ur. Jeg hefi tapað öllum heim- anmund konunnar minnar á fyrirtæki, sein mishepnaðist. Nú voru horfur á, að jeg gæti náð í góða stöðu hjerna .... Konan mín og jeg áttum í dag að borða árdegisverð með mönnum, sem ætla að ganga í fjelagsskap við mig. En það var nauðsynlegt að láta þá halda, að við værum bet- ur stödd efnalega en við erum .... Reyna að sýna á sjer gyll- inguna. Þjer skiljið það? Ivon- an mín hafði stungið upp á, að við reyndum að fá lánað perlu- hálsband hjá einhverjum gim- steinasalanum hjerna í Biarritz .... Þú skilur, að það vekur til- trú, ef jeg kem með perluháls- band svo sem 100.000 franka, um hálsinn .... En gimsteina- salarnir sögðu allir, að ekki væri nærri því komandi .... Jeg hat’ði tekið eftir hinu íorkunnar fagra perluhálsbandi frú Cop- ieux og einsetti mjer að grípa til þess að láni .... Ivonan mín var með það uni hálsinn í morgun. Alt fjell í ljúfa löð með mjer og kaupsýslumönn- unum .... Og' einmitt í sama augnabliki, sem jeg keni' til þess að skila aftur perlunum, sem hafa hjálpað mjer út úr vand- ræðunum, komið þjer og takið mig fastari fyrir þjófnað. Jeg bið yður, herra minn, að hafa meðaumkvun með mjer! Letillac grjet. Jeg gat ekki annað en hrærst yfir örvænt- ing hans. Hann horl'ði á mig með augnaráði manns, sem er kominn að druknun og mænir til lífgjafa síns, sem bjargaði honum frá voðanum. Hann ætlaði að fleygja sjer á knje fyrir fætur mjer. En jeg afstýrði því og sagði: — Herra Iætillac, við höfum aldrei sjest fyr og munum al- drei sjást framar .... Nú skul- uð þjer fara út og loka hurð- inni hljóðlega á eftir yður, og þegar konan yðar kemur heim úr spilabankanum, þá skuluð þjer segja henni, að liún skuli ekki gera sjer neina rellu lit af þessu. — Hvernig get jeg þakkað yður eins og vert er? — Og jeg segi frú Copieux, sem er eigandi hálsbandsins . . og hefir haft óþægindi af grunnhygni yðar, að jeg hafi i'undið hálsbandið á gólfinu fyr- ir framan hægindastólimi undir gólfábreiðunni. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. ooooooorioaoooooooooocuaoc o Verslið Edinborg. 0000000000000000000000005 • r»v • v •'> r • ' r •> r i' r»' fiArÍArV'riA® t OSRAM! ] PERUR i (• v (• hvergi ódýrari o (. en hjá | f H. P. Duus. > C‘..... . •)

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.