Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1928, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.08.1928, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 ÚTI LEGA. í sumar hitti jeg skáta frá Arac- riku, sem sagði mjer margt skemti- iegt af lifi skátanna þar. En engu hafði jeg eins gaman af eins og sög- unum af þvi þegar skátarnir liggja úti. Reyndar er það ekki alveg rjett að segja, að þeir iiggi úti, því skát- arnir kunna manna best að búa sig út i ferðir og dvalir upp til fjalla eða út um sveitir, og þessvegna hafa þeir altaf tjöld með sjer. En „úti- lega“ er það nú kallað samt, þegar menn hafast við fjarri mannabygðum á ferðalagi. Á fyrstu myndinni eru skátatjöld í fallegu umhverfi, en víst er um það, að viða er hægl að fá eins fallegan stað fyrir tjaldið sitt lijer á landi. í Ameríku er sumarfriið í skólun- nm íremur langt og sumarið afar beitt. Einkum finnur maður til hitans inni i borgunum og þykir næstum þvi ólift þar stundum. Er þetta meðal annars ástæða til þess, hve Ameríku- menn ferðast mikið til annara landa á sumrum. En vitanlega hafa fæstir drengir i Ameríku efni á því, að ferð- ast til annara landa á dýrum skipum. En þeir gera annað, drengirnir, þeir slá sjer saman i hópa og fara burt úr borginni. Stundum þurfa þeir ekki að fara nema stutt — þeir finna ef fil viil yndisiegan dvalarstað rjett fyr- ]r utan borgina, og þegar búið er að akveða hann, er ekki lengi verið að reisa Ijaldið. hess er nú fyrst að gæta, að opið a tjaidinu snúi ekki upp í veðrið. inngangurinn verður að vera undan vindinum, eins og sjest á annari mynd (1). Eigi er hægt að kalla tjald- staðinn góðan nema því aðeins að gott drykkjarvatn sje nálægt (2) og nægilegt til allra búsþarfa, í matinn og til þvotta. Til þess að verða ekki fyrir óþæg- indum af rigningu er vissast að grafa svolítinn skurð kringum tjaldið, eins og sjest á myndinni (3), þvi annars er ekki að vita nema að rennblautt verði inni í tjaldinu. Nú er að búa til hlóðir. 'Iil þess þarf maður fjóra steina. Best er að hal'a með sjer stóra járnþynnu og leggja hana ofan á steinana og láta eldinn leika um liana að neðan. Með Jjessu móti fær maður miklu jafnari hita undir pottinn eða ketilinn en ef maður lætur hann yfir sjálfan eldinn en ekki á plötuna (4). Til þess að hafa eitthvað til að liggja á hefir maður með sjer nokkra poka. Svo fær maður sjer hey eða hálm á næsta bæ og setur það í pokana og skátinn full- yrðir, að maður sofi betur á svona heypoka í tjaldi en á bestu dúnsæng heima lijá sjer. En likast til kemur það af þvi, að drengirnir sem eru að ferðast úti á víðavangi i góða loftinu, eru orðnir þreyttari um háttartíma, en þeir eru vanir heiman að frá sjer. Svona lýsir skáttinn útbúningnum og margt af því sem hann segir gæti átt við hjer. Þó er óvíða hægt að ferðast hjer á landi án þess að hafa með sjer suðuvjel til þess að hita Sími 249. Reykjavík. Okkar viðurkendu niðursuðuvörur: Kjöt.........í 1 kg. xh kg. dóum Kæfa........- 1 — xh — — Fiskabollur . - 1 — xh — — L a x........- xh — — fást í flestum verslunum. Kaupið þessar íslertsku vörur, með því gætið þjer eigin- og alþjóðar- hagsnruna. sjer teið eða kaffið og sjóða matinn, sem maður liefir með sjer. Því hjerna er óviða hægt að tína samna kvisti og sprek til þess að brenna undir katlinum. í útilegum verðið þið þess- vegna að hafa með ykkur litla suðu- vjel og olíu, ef þið viljið fá eitthvað volgt ofan i ykkur. Skemtilegast er, þegar farið er i svona útilegur, að nokkrir kunningj- ar, liclst á likum aldri, slái sjer sam- an og útvegi sjer í sameiningu tjald- ið og allan útbúnað, sem til ferðar- innar þarf. Svo skiftið þið með ykkur verkum, svoleiðis að liver um sig hafi sitt ákveðna starf þann og þann dag- inn. Þegar gott er veður farið þið í stuttar „landkönnunarferðir" og safn- ið skrítnum steinum, blómum eða öðru, seni þið eruð ekki vanir að sjá þar sem þið eigið licima og rcynið að þekkja það. Ef þið þekkið það ekki þá verðið þið að spyrja um livað það sje, þcgar þið komið heim. Þið getið haft nóg að gera allan daginn. En þegar vont er veður? Ja, þá er bcst að lialda sig heima í tjaldi. Og ykkur þarf ekki að leiðast það, ef þið farið rjett að. Þið getið sagt hver öðr- um sögur, látið hvern annan geta gát- ur eða reikna flókin dæmi og ef til vill liafið þið liaft með ykkur ein- hverja skemtilega bók, sem þið getið lesið hátt í. Vitanlega eigið þið ekki að flytja með ykkur kynstrin öll af liinu og öðru, til þess að gera ykkur lífið þægilegra. Um að gera að taka engan óþarfa með sjer. Mest ríður á að tjaldið sje gott og vel vatnshelt. Svo er gott að liver ykkar liafi gott ull- arteppi þykt, og eitthvað til að sjóða í. Fötin ykkar þurfa að vera hlý, og um að gera að muna eftir að skórnir sjeu sterkir og sólarnir þykkir, svo að þið gangið elcki niður úr þeim. Þegar þið hafið cinu sinni reynt hvað gaman er að liggja úti, þá getur vel verið að þið hugsið svo mikið um Líkast smjöri! mm MJ0RLIKI 0®®®®ía®«®í2!£a«œœíSíSía®®S!íSi®ffiíSiö Silkisokkar allar mögulegar tegundir, fallegir litir frá 1,15—6,85 parið. Verslnn Torfa Póröarsonar, Laugaveg. <3 að komast betur út búnir af stað næsta sumar, að þið eyðið cngum eyri í „gott“ en safnið öllu saman sem þið eignist af aurum til þess að kaupa ykkur verulega góð „útilegu- mannatæki“ fyrir næstu ferð. Þau fást i búðunum en kosta nokkuð mikið, svo að það er best fyrir ykk- ur að fara að safna strax. Tóta sysiir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.