Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1928, Side 13

Fálkinn - 18.08.1928, Side 13
F A L K I N N 13 \ ................ ^ Veðdeildarbrjef. Bankavaxtabrjef (veðdeildar- brjef) 7. flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxtabrjefum þessa flokks eru 5 °/0, er greið- ast I tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. LaNDSBANKI IsLANDS Hreinar léreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. SVENSKA AMERIKA LINIEN Stærstu skip Norðurlanda. Beinar ferðir milli Gautaborgar og Ameríku. Aðalumboðsmaður á íslandi: Nic. Bjarnason, Rvík. Leðurreimar Strigareimar Reimalásar Einar 0. Malmberg. Vesturgötu 2. — Sími 1820. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ 4 4 4 4 4 4 4 Hver, sem notar C E L O T E X og ASFALTFILT í hús sín, fær hlýjar og rakalausar íbúðir. Einkasalar: Verslunin Drynja, Laugaveg 24, Reykjavík. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► rm u) o -*-> c (d > 0 O Reykið einungis Phön ix « > 3 (n' 0 Q. vindilinn danska. Avalt mestar og H bestar birgðir fyr- irliggjandi af allsk. karlmanna- og unglingafatnaði. VÖRUHÚSIÐ Reykjavík. LÍFTRYGGING er besta eign barnanna til I | fullorðinsáranna! — Hana : | má gera óglatanlega! :: „Andvaka“ — Sími 1250. :: HÚSMÆÐUR. Drjúgur er Mjallar-dropinn. Styðjið innlendan iðnað. o§o Fjárhættuspilarinn. Eptir ÖVRE RICHTER FRICH. -— Jeg gef yður æruorð mitt .... Rigault veifaði hendinni. Það var rjett eins og' kurteisin væri þurkuð af honum á sama vetfangi. —• Sannást að segja, sagði hann, — vildi jeg gjarna frá 100 pund fyrir upplýsingarnar. Jeg er nýbúinn að missa af nokkrum þúsundum — þarna inni. Meðan á þessu samtali stóð voru þeir komnir í „Kalverstraat", þar sem alt var enn á ferð og flugi. Þessi gata í Amsterdam svarar til Rue de la Paix í París, og ilmur- inn af frönsku iimvatni og ensku whisky blandaðist við næturþokuna frá silcjunum. Baróninn stansaði snöggvast á götuhorni. — Ef til vill eru það forlögin, sem hafa stefnt okkur saman, sagði hann. En það mun bráðlega koma í ljós. Bifreiðin mín stendur hjer rjett hjá. Hvað seg'ið þjer um eitt glas af whisky og sódavatni eða kampavíni niðri ú skrifstofu minni á „Dam“? Og hvað snert- ir 100 pundin geta þau ef til vill margfald- 3st, ef okkur semur. Þjer eruð, herra Riga- lilt, auðsjáanlega maður eftir mínu skapi. Eorngripasalinn hugsaði sig augnablik um, meðan l'jelagi hans gaf merki stórum „Min- erva“-vagni, sem kom akandi fram úr myrkrinu. — Jeg vil ráða yður frá því að tæla mig í gildru, sagði liann, um leið og hann stje inn i bifreiðina. Það er alveg þýð- ingarlaust, og jeg er vel vopnaður. ■— Verið rólegur, svaraði hinn, og hló ó- 'viðkunnanlega, — við höfum auðsjáanlega sameiginleg áhugamál. Síðan ók stóra bifreiðin geg'n um horgina. Cöturnar urðu þrengri og síkin þefillari. Leir voru komnir í gömlu Amsterdam, þar Sem enn er við líði hin einkennilega fegurð Seytjándu aldarinnar. Litlu húsin með skrítnu hornunum og hogunuin, sem engir yiema hollenskir málarar geta málað, komu 1 ijós. Fram með hafnargötunúm voru raðir al linditrjám og álmi, og í gegn um þær §htt i hollensku renaissance-húsin með mJóu göflunum og gljáfægðu gluggunum. Lengst í burtu gnæfði gömul kirkja með eirþaki. En þá var hið skáldlega líka upp talið, því þefilla, gulgráa vatnið virtist vera sú undantekning, sem sannar regluna um hið heimsfræga hollenska hreinlæti. Bifreiðin beygði nú inn í „Dam“, sem er hjarta borgarinnar með allan sinn þef al' nýlenduvörum og gömlum skrifstofum, sem standa þar rykugar eins og leyfar frá ný- lendutimabilinu. Fyrir utan eitthvert skakkasta húsið stöðvaðist bifreiðin, og nokkrum mínútum síðar sátu báðir mennirnir við gamalt skrif- stofuborð í litlu herbergi, sem þefjaði af kryddvörum og elli. Kampavínsflaska var dregin upp og komið með stóra vindla. Síðan hölluðu franski forngripasalinn og' hollenski kryddvörumað- urinn frá einhverju austurlensku helvíti, höfðunum saman. Dúsdrykkjan fór fram með mildu glasaglamri og látum og skugga- legum ráðagerðum. Nafn Suzzi Lacombe var nefnt hvað eftir annað. Síðan var ávísana- hefti tekið upp og drukkið glas af eldgömlu Schiedamer. Það lcvað vera svo einstak- lega golt við gigt. Rigault reikaði upp og niður stiga þá nótt, eins og maður, sem þjáist mjög af þeim sjúkdómi. En skapið var í fyrirmyndar lagi. Og barón van Pjes hló og' hixtaði af vellíð- an og i'ramtíðarvonum, þegar bifreiðin þaut aftur upp að gistihiisunum i „Kalver- straat". Þegar þeir fóru fram hjá einu síkinu, fór Rigault alt í einu að kenna lasleika. — Hvað gengur að yður? spurði baróninn. — Mjer er illa við þessi síki, svaraði Rigault. Mjer fanst jeg sjá lík fljótandi þarna. — Það er vel mögulegt, svaraði baróninn. — Það er ekki óalgengt að eitthvað þesshátt- ar sje þar á floti. Menn hafa oft notað sík- in til að ljúka ýmsum viðskiftum sínum. Áður fyr var mjög hægt um hönd að láta „slys“ koma fyrir á þann hátt. Hrollur fór um Rigault. — Svei, svei, sagði hann í hálfum hljóðum. —- Jeg hjelt ekki, að þjer væruð svona viðkvæmur, sagði baróninn. — Það er jeg heldur ekki. En mjer fanst jeg sjá mitt eigið Íík á floti þarna, með andlitið upp í loft. — Bull, tautaði baróninn og lokaði aug- unum. Mínútu seinna hraut hann. 29. Kapítuli. Alexis hinn rússneski gekk órólegur fram og' aftur í litla turnherberginu, sem var hvorttveggja í senn leikfimisalur og setu- stofa. í vinstri hendi sveiflaði hann snæri, svo ókunnugir hefðu getað haldið, að ungi maðurinn ætlaði að fara að hengja sig. Þó var því ekki þannig Varið, og það enda þótt svipurinn á fríða andlitinu minti mest á sorgleikagyðjuna og bæri vott um miklra á- hyggjur. Um þetta leyti dagsins æfði Alexis sig í list sinni. Hann hlótaði ekki sorgleika- gyðjuna og nú hafði hann hoppað yfir hand í hálftíma, en það er einhver besta æfing fyrir dansara og hnefaleikamenn. En ungi maðurinn var ekki eins vel á sig kominn og hann átti að sjer. Hann var hugsandi, og það er ekki heppilegt þeim, sem leggur fvrir sig hina sálarlausustu allra lista. Öðru hvoru gaut hann hornauga til borðs- ins, en á því lá sendibrjef. Hann hafði feng- ið það um leið og morgunmatinn og likaði ekki það, sem í því stóð. Það var nafnlaust brjel', sem fór mörgum stórum orðum um samband Suzzi Lacombe og Jakobs Harvis. Tilgangur brjefritarans var greinilega sá að tendra bál afbrýðisseminnar í hjarta hans. En sú tilraun var algjörlega árangurslaus. Alexis var dansari, og alla ástríðu, sem hann hafði til að bera, lagði hann í dans sinn. Þar var ekkert eftir handa jarðneskri konu. Jú •— að visu átti hann ef til vill einhvern Volga-draum, en hann var of draumkendur og háleitur til að tilheyra jarðneslcu lífi. Þrátt fyrir það þótti honum innilega vænt um Suzzi Lacombe, því hún var honum góð og besti méðdansari, sem hægt var að hugsa sjer. A danspallinum var hann herra hennar, en þess utan hlýðinn og auðmjúkur þræll. Og nú vissi hann, að einhver vildi gera henni mein. Alveg ósjálfrátt gat hann þess til, hver maðurinn var. Það var feiti Hollendingur- inn með dýrslega augnaráðið, sem hafði reynt að vinna húsmóður hans fjárhagslegt tjón í Tuttugu kritapipna klúbbnum. Senni- lega var það hann, sem hafði komið af stað rjettarrannsókninni, sem nóttina sælu hafði

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.