Fálkinn - 15.09.1928, Side 1
It ir (t n.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR HNGVERJA
„Stefánsdagurinn“ er þjódhálíöavdagur JJngverja kallaður, og er liann haldinn hátíðlegur 20. ágúsl ár hvert. Þann dag
fara fram skrúðgöngur í hverjum einasta bæ í Ungverjalandi, en tilkomumest er skrúðgangan í Búdapest, sem myndin er
af hjer að ofan. Er þar borið i skrúðgöngunni skrín hins lieilaga Stefáns, með jarðneskum leifum af annari hönd
lians. Stefán var hinn fyrsti konungur Magyara, eftir að þeir brutust til valda i Ungverjalandi, og var hann uppi nm líkt
leyti og kristni var löglekin hjer á landi. Hann tók kristna trú og gerðist konungur og á þeim áirum komst fast skipulag á
þjóðina, sem fram að þeim tíma hafði verið hálfgerð flökkuþjóð. Studdi konungur mjög kirkjuvaldið og kúgaði höfðingj-
ana, svo að hann var talinn heilagur maður. Hann dó Í038 en var tekinn i dýrðlinga tölu árið 1087.