Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1928, Side 7

Fálkinn - 15.09.1928, Side 7
F Á L K I N N 7 F 1C Verðlaunastúlkan. Mr. Robert Henderson — íinynd tískumannsins — kom slagandi niður þrepin fyrir utan Imperiai Hotel i Portsea-on- Sand og horfði ánægjulega yfir mannfjöldann, sem leið hægt og letilega fram og aftur um skemtistígana ineðfram sjónum. Hann staðnæmdist og setti sig í Valentino-stellingar fyrir • fram- an hljómleikapallinn, tók upp vindlingahylki úr gulli, náði sjer í vindling og kveikti i. Bljes l)lá- um reyk lit um nasirnar, hjelt áfram göngunni og sveiflaði Malaccastafnum sínum með gull- hnúðnum á endanum eftir tón- falli lagsins, sem verið var að spila. - Lífið var fagurt! Rjett hjá ísrjóma-sölustrokkn- um stóð dálítill bekkur og var ágætt útsýni þaðan út á sjóinn. Og á bekknum sat ung stúlka. Ung stúlka! Hm! Alein! Mr. Henderson gekk l'ram hjá henni. Og Mr. Henderson gekk fimtíu skref áfram. Svo sneri hann við og gekk aftur fram hjá bekknum. Og ungu stúlkunni. -—- Ja, hvert í heitasta! Mr. Henderson staðnæmdist meðan hann var að kveikja í nýjum vindlingi. — Þetta væri nú stúlka handa mjer! Hann rólaði upp að girðing- unni og kikti um öxl sjer — á furðuverkið. Aldrei hafði hann sjeð annað eins. Nei, það var ó- hætt um það. Hún sat alein á bekknum. 1 híjalínskjól. Og með segulmagn- andi rauðan hatt. — Augun stór og djúp og fjólublá, hugsaði Mr. Henderson með sjer og setti Panamahattinn sinn á skakk og strauk felling- arnar úr vestinu. Munnurinn er eins og óskakkur Amorsbogi, tennurnar eins og perlur og hár- ið eins og á — Gloriu Swanson. Reyndar hafði hann aldrei sjeð hárið á Gloriu. En það var nú sama. Mr. Henderson tók nú á sínu tígulegasta göngulagi og skálm- aið frain stíginn á ný. Nú fór hann rjett hjá bekknum. Hann leyfði sjer að senda henni inni- legt og ástsamlegt skeyti úr hægra hornauganu um leið og hann fór fram hjá. En hún starði einhvernvegin utan við hann, og augnaráð hennar var eins og það kæini heint úr íshúsinu. Hún starði á skotska fjölskyldu, sem þaut eins og köttur undan hundi, þegar eftirlitsmaðurinn sem innheimti aurana, sem greiða skyldi fyrir afnot af bekkjunum í fjörunni, kom og ætlaði að fara að krefja unr aurana. — Hún þykist vera köld eins og is, hugsaði Mr. Henderson og staðnæmdist svo sem 100 metra áíengdar. Skyldi luin eltki kæra sig um að kynnast ungum og skemtilegum pilti, sem heitir Roberl Henderson. Hm! Ætli okki það? Og svo góndi hann út a sjóinn. -— Því skyldi hún hafa stung- ið þessu blaði undir kjólbeltið sitt? Jú, nú datt honum nokkuð í hug. — Æ, nú skil jeg. Það er sama blaðið sem jeg sá í morgun. Ja-á! Blaðasöludrengur var fljótur að skilja bendingu frá honum. — Weekh] Record, þökk. Hvað kostar það. Tvo pence. Gerið svo vel. Þakka fyrir. Mr. Henderson fór svo lítið bar á bak við stóra vörubifreið. Þar fletti hann blaðinu og fann það sem hann leitaði að. — Datt mjer ekki í hug, dæsti hann. Á blaðsíðu 4 stóð: 5 slerlingspund og 5 shillings i verölaun! Föstudaginn 27. júlí verður fimm verðlaunum, hverjum að upphæð 1 — ein — guinea, út- býtt í Portsea-on-Sands, af um- boðsmanni okkar þar. Kaup- endur blaðs vors á þéssum kunna baðstað verða að bera eintak af blaðinu á sjer, þannig að nafnið Wéekly Record, sjá- ist greinilega. Kaupið eintak yðar i dag! Þjer getið unnið eina guineu á því! Mr. Henderson Ijet blaðið detta ofan í ruslakörfu. í dag var einmitt föstudagur, 27. júli. Það var svo sem hægt að jesa orðið „Weekly Record“ þarna á blaðinu, sem unga stúlkan hafði stungið undir lielti sjer. Ja, hvort það var! — Mjer finst ein guinea vera hundódýrt! tautaði hann Og Mr. Henderson gekk eða öllu heldur dansaði að bekknum þar sem stúlkan sat, og hneigði sig. — Góðan daginn! mælti hann og röddin var glaðleg og hreim- þýð- Stúlkan leit upp og horfði kuldalega á hann. — Má jeg leyfa mjer að kynna inig? spurði Mr. Hender- son með hattinn i hendinni. Jeg er fulltrúi blaðsins Weeklg Record. Mjer er það sannarlegt gleðiefni, að sjá að þjer lesið blaðið. Hann horfði inn í fjólubláu augun hennar og nærri því umlaði af ást. Nú brosti unga stúlkan. Það komu spjekoppar í báðar kinn- arnar á henni. — Mjer þykir mjög vænt um, hvernig þjer berið Wecklg Rc- cord á yður, hjelt Mr. Hender- son áfram með hrifningu. Það er skylda mín, ljúf slcylda min, að verðlauna yður með einni guineu, verðlaunum þeim, sem við höfum auglýst í blaðinu. Og með miklum brettum og beygingum rjetti hann henni eitt pund og einn shilling. — Ó, sagði stúlkan. En hvað það var gaman! — Jeg vona, mælti Hender- son alvarlegur, að þjer haldið ávalt áfram að lesa blaðið okk- ar. Það er blað sem öllum líkar. Eins og ritstjórinn sagði við mig þegar liann sendi mig hingað .... — Mjer finst blaðið alveg á- gætt, sagið stúlkan um leið og hún stakk peningunum á sig. Jeg skal altaf lesa það. Jeg full- vissa yður um það. — Gleður mig að heyra, svar- aði Henderson og reyndi að sýnast þakklátur. Gleður mig afar mikið. Finst yður veðrið ekki vera yndislegt? — Ætlið þjer að dvelja hjer lengi? — Nei, ekki lengi. — Nú, ekki það. Hvað jeg vildi sagl hafa. . .. Yður mundi ekki langa til að ganga hjerna svolitinn spöl meðfram strönd- inni? Mjer mundi þykja það virðing ef jeg mætti .... — Jeg er önnum kafin fyrri hluta dagsins, svaraði stúlkan og horfði út á sjóinn. -— Mjer þykir mjög leitt .... — En seinna i dag? — Því miður hefi jeg svo mikið að gera þá, líka, svaraði stúlkan. — Já, það hafið þjer vitan- lega, eins og jeg skilji það ekki. En mætti jeg ekki bjóða yður upp á svolítinn miðdegisverð, .... í kvöld og við kæmum svo á fjölleikahúsið á eftir. Má jeg treysta því, að þier gerið mjer þá ánægju? Unga stúlkan horl'ði grand- gæfilega á hann. — Jeg er aldrei vön að gefa mig að ókunnugum karlmönn- um, svaraði hún. En af því að jeg heyri, að þjer eruð starfs- maður lijá stóru og merku blaði .... — Já, einmitt, svaraði Hend- erson. Við erum orðin kunnug, upp á vissan máta. Eigum við þá að borða á „Imperial Hótel“? Unga stúlkan fór alt í einu að hrosa. — Þjer eruð svo ákafur, svaraði hún. En það skal vera eins og þjer viljið. Viljið þjer koma og sækja mig í bifreið í College Road 34, klukkan 7 í kvöld? — Þjer eruð yndisleg, mælti Henderson í sjöunda himni. Þjer skuluð vera viss um, að jeg skal koma og vera stundvís. Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í sjö kom Henderson út úr dyrunum á Imperial Hotel. Hann var skrautlega búinn. Rendi augunum ánægjulega nið- ur yfir strætið. Lífið var fagurt! Dyravörðurinn náði í bifreið handa honum. Mr. Henderson jós í hann vikafje og settist brosandi inn í vagninn, lokaði hurðinni, hneigði sig eins og konungur, hagræddi sjer i sætinu og tók vindling upp úr gullhylkinu. Bifreiðin rann áfram. Henderson heyrði klukkuna slá sjö og í sama bili liægði bif- reiðin á sjer og staðnæmdist. Henderson steig út. Hann var staddur fyrir utan svolilla fisk- sölubúð. Jeg kemst ekki alveg að nr. 34, sagði ekillinn. Hjer er fult af bifreiðum eftir endi- löngu strætinu. Mr. Hendenson lcit yfir göt- una og varð elcki um sel. Þarna var fult af bifreiðum og engin þeirra hreyl'ði sig úr sporunum. — Jeg get gengið þennan spotta, sagði hann vandræða- lega. Og hann gekk. Hann taldi 30 bifreiðar þangað lil hann komst á móts við þá fremstu. Hann stóð fyrri utan nr. 34. En á hús- inu því var spjald og á þvi stóð L Ö G It E G L U S T Ö Ð . Hópur af samkvæmisklædd- um mönnum stóð við dyrnar. Þeir voru reiðir og böhmðu mikið. —— Mig varðar ekkert um þennan kvenmann, sem biður eftir ykkur. Hún er í öllu falli ekki hjer. En jeg líð ekki að þið teppið umferðina hjerna. Þið verðið að halda áfram! Mr. Henderson borgaði bif- reiðina og fór að vakka þarna fram og aftur. Tuggugu og níu bifreiðar óku burt og 29 vel- klæddir menn lónuðu í College Road. Og allir litu þeir með heift hver á annan og á klukk- una. Klukkan rjett fyrir sjö greiddi fulltrúi blaðsins Weeklg Record síðustu verðlaunin sín. Það var gömul kona sem fjekk þau; hún hafði fest blaðið á hattinn sinn. Þegar eimlestin blístraði sett- ist fulltrúinn inn í klefa á fyrsta farrými — og varp önd- inni ánægjulega. — Það er óhóf að aka á fyrsta farrými, en jeg hefi ráð á því úr því að jeg hefi grætt 30 guineur á ókunnugum velgerða- mönnum. Og fulltrúi blaðsins Weeklg Record leit á sig i speglinum og sá rauða hattinn, bláu augun, perluhvítu tennurnar og rjóðu varirnar, sem voru líkastar Am- orsboga. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Verslið ooaaoaoaaooaoooaoocfoaaaaa 1 i o o o o o o § § o o o o o o Edinborg. j 1 I 0000000000000000000000000 otmooootitiQQaoooQGoooooaQO £3 £3 g AS. Halby & Schjelderup’s Eftf, g Kaupmannahöfn. S I L K I . Fjölbreytt sýnishornasafn hjá TAGE MÖLLER. Sími 2300 (heimasími 350). OOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOO

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.