Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 1

Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 1
16 síður I aura. FRÁ TJEKKOSLÖVAKIU Símskeyti sögdu frá fmí á dögunum, nd Slovakar geri kröfn lil þess að segjast úr lögum við Tjekka og stofna sjálfstætt ríki, undir verndarvæng alþjóðasambandsins. Fregn þessi er sennilega gripin úr lausu lofti, því Tjekkoslóvakía er það ríki, sem búið liefir við öruggasta stjórn undanfarin tíu ár, allra þeirra ríkja, sem fengu sjálfstæði sitt upp úr ófriðnum mikla. Eru nær sjö miljónir manna í Bæheimi en í Slóvakíu þrjár miljónir, en alls eru landsbúar um Vi miljónir, þó landið sje eigi nema rúmum þriðjungi slærra en Island. Tæpum mánuði fgrir vopnahljeð lýstu Tjelckoslóvakar yfir sjálfstæði sínu, :///. oktöber lítiH, og rjettum mánuði síðar kom þjóðþing saman í Pralia og kaus sjer stjórn og kjöri Thomas Masaryk fyrir forseta. Hefir landinu vegnað hið besta síðan og að mestu sloppið við krepputíma þá, sem lamað hafa framkvæmdir svo margra antiara þjóða á þessu tímabili. 1 haust mintist þjóðin tíu ára afmælis fullveldisins, með samkomum um land alt. Hátíðardaginn var afhjúpað í Prag líkneski franska sagnfræðingins Ernest Denis, en hann var manna fróðastur um sögu Tjekkoslóvaka og barðist lengi ótrauður fyrir frelsi þjóðarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.