Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 J™ mm 1 Veðdeildarbrjef. | ~ Bankavaxtarbrjef (veð- S deildarbrjef) 8. flokks veð- deildar Landsbankans fást S keypt í Landsbankanum S og útbúum hans. o* M S Vextir af bankavaxta- S brjefum þessa flokks eru 5°/o, er greiðast í tvennu 5 lagi, 2. janúar og 1. júlí S ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 3 500 kr., 1000 kr. og S 5000 kr. 5 na * s 1 Landsbanki ÍslandsI ■59 ÍlllilllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllS Hreinar léreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. (/> ■^l aP" Reykið einungis 0 > E CÖ > Phön ix 3 c/i’ 0 o w CL 3S vindilinn danska. ininf ~ 3ÉE Hver, sem notar ^ i CELOTEX > \ 09 í * ASFALTFILT ^ í hús sín, fær hlýjar og p rakalausar íbúðir. þ ^ Einkasalar: ^ < Verslunin Brynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ íOl ----- REYKJAVÍK ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. . iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii Holmblaðs spil eru þau, sem allir vilja helst. Lang- skemtilegustu spilin. Notuð mest — endast best. — Höfum einnig jólakerti, súkkulaði o. fl. ( Járn Stál Eir Kopar. Einar 0. Malmberg. Vesturgötu 2. — Sími 1820. fiABRIEKBMERM súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. Ávalt fjðlbreyttar birgðir af HÖNSKUM fvrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. RÆÐILEG MGRADVO Li Eftir PHILIPPS OPPENHEIM. Daniel var niðursokkinn i • einkennilegar llUgsanir þögar hann fór nt úr sjúkrahús- iiiu, og sannleikurinn var lika sá, að hann Siafði nægileg umhugsunarefni. Einhvers- staðar — sennilega á næstu grösum —- var vitfirti djöfullinn laus, og ef til vill að úthugsa ennþá hræðilegri glæpi, og híða eftir tækifæri til að leika á manninn, sem var uð reyna að laka hann fastan. Daniel var í hætlli hvar sem hann fór, á hverju stMetishorfti og hverjum afskektum stað, nreðan maður þessi væri í lifenda tölu. Æs- kigin, sem þessu fylgdi reyndi á taugarnar .... Daniel fór i huga sínurn að uppmála skelfingu mannsins, sem varð vitfirrtur af því að beita stöðugt hnífnum — þótt í líknar skyni væri — á hóp limlestra sjúklinga .... Hræðileg var hugsunin um vitfirringuna, sem á'gerðist, andvökunæturnar, ofsjónirnar og skynsemina, sem eins og læddist burt, hægt og hægt .... sála mannsins tortímdist og hann var altekinn hryllilegum ástríðum .... Og jafnframt þessum hryllilegu hugs- ununi læddist inn í huga Daniels einkenni- legur söknuður, — en hann stafaði frá skálinni með fjólunum í og hinni drýginda- legu gleði sjúklingsins yfir blómunum. V. MAÐURINN í VITANUM. Sir Francis Worton ofursti ■— stundum kallaður Q 20, eftir stjórnardeildinni, sem hann hafði komið á fót, með svo góðum ár- angri — teygbi úr sjer i hægindástól í skrif- stofu Daniels Rocke og bryddi uppá efni, sem hefði getað komið þeim manni í vand- ræði, sem ininna sjálfstrausti var gæddur en Daniel. En Worton var altaf dálítið hátíðleg- ur í tali, þótt hann væri allra besti náungi í daglegri umgengni. — Daniel, sagði hann i trúnaðarróm, — jeg er bálskotinn í skrifstofustúlkunni þinni. — Það máttu andskotann ekki, svaraði Daniel, og gleymdi í svipinn yfirborðsró sinni. — Mjer líkar vel framkoma hennar, hjelt Sir Francis áfram, — sömuleiðis útlit henn- ar, sömuleiðis smekkur hennar fyrir klæðn- aði, og jeg dáist að því, hvernig hún setur upp hárið. — Er þetta þannig að skilja, að þú sjert að trúa mjer fyrir öllu þessu? spurði Daniel um leið og hann tók af sjer gleraugun og fór að þurka þau, — og ætlir að biðja mig um hönd súlkunnar og giftast henni svo? — Láttu nú ekld eins og asni, svaraði hinn snöggt. í fyrsta lagi: Ef jeg vildi gift- ast henni, myndi jeg spyrja hana, en ekki þig. Og í öðru lagi, er jeg — eins og þú veist — forhertur piparkarl. En jeg var að hugsa um að bjóða henni uppá hádegisverð. — Því ekki það? Windergate var ekki með svona óþarfa kurteisi. Hann var vanur að hjóða henni út, án þess að nefna það við mig einu orði. Sir Francis þótti þetta sýnilega miður. Windergate hafði verið undirmaður hans árum saman, svo þetta varð hálf óviðkunn- anlegt. Hann gretti sig. — Jæja, sagði hann, — pilturinn er ekki óálitlegur og hefir góðar tekjur og alt það. En hversvegna giftist hún honum þá ekki? Daniel rjetti hendina að bjöllunni. — Yið skulum kalla á hana og spyrja hana að því sjálfa, sagði hann. — Láttu ekki eins og fífl, svaraði hinn. Daniel komst í betra skap. Hann hafði gaman að þessari gremju yfirmannsins við undirmanninn. Ef satt skal segja, sagði hann, — þá held jeg að hvorki Windergate nje neinn annar sje í náðinni, rjett sem stendur. Jeg man, að jeg sagði þjer einhvern- tíma sögu stúlkunnar. Hún er dóttir manns- ins, sem Londe gerði fyrst út af við, það er að segja þess fyrsta, sem vitað er um. Hún er ekkert hrifin af því, að engum okkar hefir tekist að hafa hendur í hári hans enn. Og hún fór úr Utanríkisráðuneytinu og kom hingað, beint til þess að fá að taka þátt í eltingaleiknum sjálf. Sir Francis kinkaði lcolli. — Jeg er ekk- ert viss um, að jeg lái henni þótt hún sje vonsvikin, sagði hann háðslega. Þú hefir króað náungann þrisvar og alt af slept hon- um. Windergate hefði aldrei átt að þurfa að láta hann sleppa, þegar hann hitti hann í húsinu á Salisburysljetlunni. Það var auð- vitað ekki þjer að kenna, því þú ert ekki leynilögreglumaður. Það er ætlast til að þú leggir til vitið, en látir rjetta hlutaðeigend- ur leggja til hendurnar. En Windergate virðist hafa farið að eins og sveitamaðurinn í álögum. Daniel brosti. — Þú hefir víst aldrei fengist við vitfirring sjálfur? spurði hann. —• Vitfirring? endurtók Sir Francis. — Það finnst mjer aðeins gera málið einfald- ara. — Þú hefir auðsjáanlega ekki krufið glæpafræðina vel til mergjar, sagði Daniel þurlega. — Gáfaður maður, sem er vitfirtur á einu sviði aðeins en heilbrigður á öllum hinum, er allra manna erviðastur viðureign- ar. Jeg þori að fullyrða, að á öllum sviðum nema þessu eina stendur hann bæði mjer og þjer fyllilega á sporði. — Ekki er jeg nú frá því, að jeg þyrði að mæta honum, ef í það færi, sagði Sir Francis, með lirosi, sem var ekki laust við borginmensku. — Þá geturðu mætt honum, hvenær, sem þú vilt, svaraði hinn rólega. — Eins og þú veist, vill lögreglan ná i hann í tilefni af nokkrum morðum, og vitfirringalæknarnir vilja líka ná í hann. Sem stendur, dvelur hann í Magnificent - gis t i h ú s i n u í Shore- borough. Stutt þögn. Worton fyigdist ekki almenni- lega með. — Hvern djöfulinn meinar þú? sagði hann. — Nákvæmlega það, sem jeg sagði. Nú kom að Daniel að brosa háðslega. — — En fyrst þú veist, að hann er þarna, hversvegna hefurðu þá ekki hafist handa? Við höfum hafist handa hingað til, í hvert skifti, sem við höfum frjett af honum, en samt hefir liann alt af sloppið. Þessvegna verðum við að taka upp nýja veiðiaðferð, og fara varlegar að en áður. Jeg er sannfærð- ur um, að hann er i Magnificent, „eftir fengnum upplýsingum", eins og Windergate myndi orða það. En það er eins vist og að við sitjum. hjerna að ef jeg eða ungfrú Lancester eða Windergate sýndu sig þar, myndi hann vera horfinn áður en við vær- um húin að skrifa nafnið okkár í gesta- bókina. —- Hvernig fjekstu þessar upplýsingar?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.