Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.01.1929, Blaðsíða 11
> F Á L K I N N 11 SINDBAD SÆFARI Hafið þið heyrt söguna af lionum Sindbad sœfara? Einn dag þegar hann sat í fallega húsinu sínu i Bagdad heyrði hann fátækan ökumann liti á strætinu segja stynjandi: „Hjer í ver- öldinni fá menn ekki iaun eftir verð- leikum. Jeg vinn margfalt á við hann Sindbad, og hánn lifir i allsnægtum, en jeg i eymd og hágindum. Sindbad kallaði á manninn inn til sín og sagði við hann: „Littu á hrukk- urnar í andlitinu á mjer og hvítar hærurnar á kollinum á mjer. Jeg er orðinn eins og gamalmenni. Og þeg- ar þú heyrir, hvað jeg hefi haft mik- ið fyrir að eignast auðæfi mín, þá held jeg varla að þjer detti í hug að öfunda mig. Þegar jeg var unglingur var jeg í siglingunt og einu sinni fórst skipið sem jeg var á og mjer skilaði á land á gjörókunnum slóð- um. Það var suður undir miðjarðar- baug og nógur var Iiitinn. Jeg lagðist fyrir að sofa í skugganum af stór- um hnetti og vaknaði aftur við að risavaxinn fugl kom og settist ofan á hnöttinn og mig. Hann var nefrii- lega ekkert annað en eggið fuglsins og nú settist hann á eggið og mig. Daginn eftir, þegar fuglinn ætlaði að fljúga af egginu, vildi nokkuð skrítið til. Fötin min höfðu flækst í klærnar á fuglinum, svo að jeg hjekk i þeim og koinst í langa flugferð með fuglinum mikla. Við flugum langt út á sjó og síðan bárumst við inn yfir land og fórum yfir mikið fjalllendi. Þar l'ór fuglinn ofan í djúpan dal og þar settist hann og jeg losnaði við liann. Jeg var kominn i demantadal- inn. Þar var alstaðar fult af fágætum gimsteinum og jeg týndi þá alla fal- legustu og fylti vasa mína. En gleði mín yfir þessum l'ögru steinum breyttist fljótt i sorg og hræðslu. -Alt í kringum mig var fult af stórum höggormum og það var ekki að sjá, að nokkursstaðar væri liægt að komast upp hamrabeltin, sem luktu um dal- inn á alla vegu. Dagarnir liðu. Jeg varð að berjast við höggormana, sem ásóttu mig í sí- fellu. Einn daginn datt stórt kjöt- stykki til jaröar rjett hjá mjer og rjett á eftir kom stór örn fljúgandi og náði í stykkið og flaug hurt með það. Þá lieyrðist skot, og örninn fjell dauður til jarðar, uppi á klettabrún- inni. Nú sá jeg hvar menn koma fram á brúnina og fóru að skoða kjötstykkið. Nokkrir demantar höfðu loðað við það frá ]>ví að það datt nið- ur í dalinn. Jeg hafði heyrt, að menn- irnir notuðu þessa aðferð til þess að ná demöntunum neðan úr dalnum, og næsta skifti sem kjötstykki var fleygt niður batt jeg mig fastan við ]>að. Sköinmu siðar kom örn og flaug burt með bæði kjötið og mig. Þessi örn var lika skotinn og fjell liægt tit. jarðar niður á klettabrúnina. Nú var jeg sloppinn úr þessum dal, frá öll- um höggormunum. Jeg var hjá dem- antaleitarmönnunum áfram og ]>egar þeir höfðu fengið nægju sína af stein- um varð jeg þeim samferða lieim. Skipið kom við á eynni, sem jeg liafði komið í áður, það sem stóra eggið var. Samferðamennirnir voru forvitnir og vildu fara í land til þess að skoða eggið. En þegar við konmm þangað var fuglinn ekki við, og sam- ferðamennirnir brutu gat á eggið_, þrátt fyrir aðvaranir mínar. í saina bili heyrist ógurlegt hljóð úr skýjunum. Fuglinn mikli hafði sjeð okkur og kom nú á fleygiferð til Jiess að refsa okkur. Við flýðum í dauðans ofhoði niður að skipinu, en fuglinn kom á eftir fljúgandi með stóreflis bjarg í klónum, og þegar hann var kominn beint yfir okkur og skipið ljct hann klettinn falla. Braut hann skipið í spón. Jeg komst til lands á rekaldi, en þjáningar mínar voru ekki enn á cnda. Margsinnis lenti jeg í lífshætiu, og þegar jeg loksins komst heim var jeg orðinn farinn eins og gamalmenni. Finst þjer nú ekki, að jeg liafi unnið til auðæfanna minna, sem jeg liefi fengið fyrir að leggja mig í lífs- hættu, berjast við liöggorma, líða sult og aðrar hörmungar, spurði Sindbad fátæka manninn að lokum. Okumað- urinn kannaðist við það, og svo gaf maðurinn fór heim til sin og sætti Sindbad honum dýra gjöf. Og öku- sig vel við hlutskifti sitt eftir það. Myndin hjer að ofan sýnir hvern- ig vigvjelar voru útlits fyrir tvö hundruð árum. — Það var vagn með einskonar loftherbergi, , og hesturinn sem dró vagninn var látinn vera inn- an í honum til þess að hann yrði ekki drepinn, en uppi í vagninum voru skotmenn. Þjer er óhætt að veðja við livern seni vera skal um það, að þú getir bundið hann með 8 þumlunga löngu snæri, svo að liann geti ekki lijörg sjer veitt. Þú gerir lykkju á báða endana á snærisspottanum. Svo læturðu þann sem vill reyna leggjast á magann á gólfið, leggur liandleggina á bakið á honum og stingur sínum litla fingrin- um á honum i hvora lykkjuna. Er best að snærið sje sem styst. Síðan béygirðu upp fæturna á honum og stingur þeim inn undir liendurnar og nú getur hann ekki hreyft sig og ekki losnað úr fjötrunum livernig sem hann reynir. Getirðu rjett þá geturðu vitlaust, en getirðu vitlaust þá geturðu rjett. Iivað áttu að geta? Ottó frændi: Hversvegna ertu svona þögull, Pjesi litli? — Vegna þess að mamma lofaði mjer krónu, ef jeg mintist ekkert á skallann á þjer og brennivinsnefið. ----------- r Matar Kaffi - Súkkulaði Te Avaxta Þvotta Reyk Úrvalið mest. Verðið lægst. Verslun Jóns Þórðarsonar. ________________- FllfSÍ rakvjelablað er framleitt úr sænsku diamant stáli og er slípað hvelft, er því þunt og beygjanlegt, — bítur þess vegna vel. Florex verksmiðjan framleiðir þetta blað með það fyrir augum að selja það ódýrt og ná mikilli útbreiðslu. Kaupið því Florex rakvjelablað, ekki af því að það er ódýrt, heldur af því að það er gott og ódýrt. Fæst hjá flestum kaupmönnum á aðeins 15 aura. H.f. Efnagerð Reykjavíkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.