Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1929, Qupperneq 5

Fálkinn - 02.02.1929, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „Auk l>ú oss trú!“ Lúkas 17, 5. Trúin er meira en þekking. Þa6 eru margir sem hafa þekk- ingima og vitneskjuna um synd- ina og þann sem friðþægði fyrir syndirnar. Margir sem þekkja laun syndarinnar. En samt lifa þeir í synd. Sá sem lifir í trú hættir lifi sinu fyrir það sem hann trúir. En þetta er ekki nægilegt til þess, að himnarnir opnisl fyrir honum þegar hann ber að dyr- um. Margir segja aðeins: Jeg vil snúa við frá villu míns veg- ar, en ekki í dag heldur síðar. Þeir trúa því að þetta sje hægt og hætta lífi sínu fyrir þá trú, en enda með því að ganga veg glötunarinnar til æfiloka. Ýxnsir segja, að Guð sje svo góður og svo mikið langlundargeð hans, að hann láti engan glatast en finni ávalt ráð til þess að bjarga. Og menn hætta lífi sínu fyrir þessa trú. Surnir þykjast liafa þekking- una og segja: Guðs orði, eins og það er í ritningunni, er ekki treystandi. Menn verða að gagn- í-ýna það, lesa það með visinda- legri nákvæmni, hafna sumu og trúa því sem manni þykir trú- legast. Þeir hætla lífi sínu fyrir jxessa trú. Þeir hætta velferð sál- ar sinnar. Sá sem lifir lífi sínu í trú á Jesú, mun lifa þótt hann deyi. Sú eina trú gefur fyiirheit um eilíft líf. Jesús heyrði margt tal- að um trii á hjervistardögum sínum, en sú trú var ekki í hug og sál, heldur var hún fólgin i helgisiðum og ytri Guðsdýrkun. Hann heyrir margt og sjer um trú og triimáí nú á dögum. Og ef til vill er það ekki svo ósvipað því, sem hann heyrði hjá Farí- seunum á hjervistardögunum. Jesús sjer alt og alla. Og við þekkjum það frá lífssögu hans, að ekkert var honum jafn geð- felt að sjá eins og heita og sterka trú. Hann fór ekki að mannvirð- ingum — hann fór eftir trúnni. Þegar hann hitti þá sem trúðu — oftast nær sjúka og sorg- mædda menn — þá sagði hann: Trú þín hefir frelsað þig. Og þessi frelsandi trú var eigi að- eins trú íi mátt hans og náð, heldur og einlæg sannfæring urn, að án þess mættu þessir menn sjer einskis, án hans væiá þeir hjargþrota. Og trúin var eigi að- eins sannfæring um mátt hans heldur einnig óbifanleg vissa um, að þeir mundu verða bænheyrð- ir. Og það var jiessi trú, sem hjálpaði þeim seni til hans leit- uðu. Og þegar þeir höfðu dirfst að leita fundar Jesú og bera fram fyrir vandamál sín, og höfðu sjeð að hann var reiðu- húinn til að hjálpa, þá varð kærleikur þeirra til hans svo sterkur, að þeir síðar voru boðn- ir og búnir til að fórna lífi sínu fyrir hann. Þeir Iærðu að finna til þess, að Jesús er alt í öllu, að hann er líka nálægur í daglega lífinu, að hann sjer jafnvel hið smæsta. Og þeir lærðu að yfir- vinna sinn innri mann og fram- kvæma þau hoð, sem andinn hljes þeim í brjóst. Hvað er það sem Jesús lítur á þegar hann vitjar mannanna? Hið sama sem hann leit á með- an hann var hjer á jörðu: trúna. Finnur hann trúna hjá þjer, ef hann kémur til þin í dag? Hina lifandi trú, sem opnar þjer hliðin til eilífa lífsins! Trú vor er sá lykill, sem get- ur opnað svo margar lokaðar dyr. Trúin færir frið og hvíld. Trú vor er það sigurafl, sem yfirvinnur heiminn. U M V í Ð A VERÖLD. Ohepni lögregluþjónninn. I>að er ómögulegt a'ð segja annað, en að George Wandling sje óheppinn. Því fallegasti lögregluhjónninn i New York ætti sannarlega að lifa i far- sælu hjónabandi, en j>ví fer fjarri, að George liafi gert j>að. Fyrir strið var Georgc bifreiðar-; stjóri hjá miijónamæring og hefði ef- laust komist i hærri stöðu hjá lion- um, ef striðið hefði ekki komið. Ge- orge var kvaddur í herinn, vann mörg frægðarverk og fjekk heiðurspeninga fyrir iireysti. Þegar heim kom gerðist liann bifreiðarstjóri á ný lijá auð- manninum Candler. Átti liann góða daga þar og margar fristundir, sein liann notaði oftast tii að leika tennis. Francis Ingram. Kinu sinni kom Francis Iiigram, ung og fögur stúlka, á tennisvöllinn. Hún stóð lengi og iiorfði á leikinn og varð bálskotinn i George undir eins. Ung- frú Ingram var leikkona. Eftir þetta var liún öllum stundum með bif- reiðarstjóranum og loks giflust ]>au. I>au settust að i Chicago og lifðu eins og blóm í eggi þangað iil frúin komst að raun um, að þetta var fölsk ást. Hún bauð honum j>á að lána lion- um 400.000 dollara til þess að setja upp bifreiðarstöð, svo að hann liefði eitthvað að hugsa um eftir að liún væri farin. Hann þáði það eklci — og liún fór samt. George var eins og vængbrotinn æð- ur, cn ekki lengi sem betur fór. Han gerðist lögregluþjónn og fjekk nóg að iiugsa um. En svo liitti liann Claire Suggs, miljóiiamæringsdóttur frá liuffaio. Og segir ekki af því fyr cn þau voru gefin saman. En George vildi ekki lifa á eignum konunnar og hjelt áfram i lögregluþjónsstöðunni. Hjónahandið gekk litlu lielur en það fyrra. Frú Claire var skemtana- sjúk , tiskudrós og fór hrátt að liafa umgengni við fyrri kunningja sína. Var hún með þeim ölluin stundum, þegar George var hundinn við störf sin. Og bráðum.komst George að öllu saman og hcimtaði lijónaskilnað. Nú hugsaði George sjer að alt skyldi fara á annan veg i þriðja hjónabandinu. Hann ætlaði að giftast stúlku af lágum stigum og fór þegar Claire Suggs. að lita í kringum sig. En j>að versta er, að hann fær aldrei tóm til þess. Því tvær fagrar stúlkur heimsækja hann á vixl og sitja fyrir honum öll- um stundum; önnur er fræg ieikkona, en hin auðmannsdóttir frá Buffalo. Þær iðrast báðar af öllu hjarta. Og nú brjóta New Yorlcbúar heilann um spurninguna: Hvorri þeirra giftist hann? TRÚLOFUNARREIKNINGUR. Amerikumenn eru hagsýnir inenn og hafa lag á að gera sjer peninga úr fleiru en þvi, sem i daglegu tali er kallað verðmæti. Þetta fjekk ung- ur auðmaður i New York að reyna nýlega. Hann framdi fyrir nokkruin mánuðum ]>á glópsliu að segja unn- ustunni sinni upp. Og afleiðingin af ]>essu varð reikningur, sem mála- færslumaður stúlkunnar kom með til hans. Þar voru ýmsir skritnir póstar, t. d.: Leit að unnustanum eftir að hann hvarf 2000 dollarar, klæðnaður ýmiskonar og trúlofunarhringur 8000 dollarar, ýmisleg útgjöld á trúlofun- artimanum 4500 dollarar, sorg og tár 100000 dollarar og ýmislegt smávegis fleira. Alls nam reikningurinn 125.- 500 dollurum. Allar liorfur eru á, að maðurinn verði dæmdur til að borga þcssa upp- hæð, en liann tckur þessu með ró cigi að siður. Þetta kemur sem sje alls ekki við budduna hahs, þvi að liann hefir verið svo forsjáll að vátryggja sig gegn svona skaðabótum, ef þær kynnu að koma fyrir. Og það verður vátryggingarfjelagið sem borgar brús- ann I FÁ TÆICUR KONUNG UR. Boris konungur i Búigaríu er allra konuuga „ódýrastur í rekstri". Þing- ið hefir nýlega veitt hoiium 50% kaupliækkun, svo að nú licfir hann um 100.000 kr. árslaun. Er þetta i 3. sinn á tiu árum, sem hann fær iauna- hækkun. Nýi konungurinn i Albaníu fær 6 sinnum hærri laun og 6 vetra konungurinn i Rúmeníu tiu sinnum hærri. Boris gefur helming launa sinna til fátækra en sjálfur er hann bláfátækur og er sagt að það sje vegna fátœktar að liann hefir ekki gifsl ennþá. En nú er sagt að iiann sjc kominn á biðilsbuxurnar og fari bráðlega til Ítalíu til þess. að hiðja Giovönnu prinsessu. SMÁKORN. Þegar ]>ú gerir þjer far um að sýna, hvað þú ert gáfaður, þá varastu að koma upp um heimsku þina. Ilið sanna hugrekki er mitt á milli ragmeiisku og fijótfærni. ----o----- Engin góð bók er lesin fyr en hún er tvílesin. Það eru til tvenskonar konur, sagði heimspekingurinn..... Þær, sem alt- af eru sítalandi .... og þær, sem við hlustuin á. ----o--- Að aðhafast ekkert er vísasti veg- urinn til þess að verða ekkert. ----o--- Þessi maður hefir konuríki, minn kæri Watson, sagði Slierlock Holmes .... Það er ljósrautt veggfóður í lier- berginu lians. ----o---

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.