Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1929, Síða 14

Fálkinn - 23.02.1929, Síða 14
14 F A L K I N N Primus- ofninn brennir sfeinolíu fyrir 3 aura hverja klukkustund. Ómissandi á hverju heimili. Gefur mik- inn og þægilegan hita, lyktarlaust og án há- vaða. — Ofn þessi er búinn til af hinum heimsfrægu sænsku „Primus" verksmiðj- um. — Verð 35 kr. Sendum gegn póst- kröfu um alt land. VIÐSKIFTAFJELAGIÐ Box 597. — Reykjavík. &fiáR~6œmi nr. 11. Eftir Hannes Hafstein. r------------- Saumavielar mr V/ESTA ódýrar og góðar útvegar Heildv. Garðars Gíslasonar, Reykjavík. Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nilfisk. Aðalumboð hjá RafiælíjaYerslnii Jón SíprDsson. Austurstr. 7. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. lykilinn. En munið að hraða ykkur að hús- inu. Hann læddist burt, en Daníel sagði Sir Francis hvernig komið var. Hinir vagnarnir hjeldu á eftir Ford-vagninum i hæí'ilegri fjar- lægð.....Brátt beygðu þeir út af aðalvegin- inum og nokkru seinna aftur til hægri. Nú voru þeir á stíg, sem ekki varð um sagt, hvert lá. — Það stendur heima, þarna er húsið, tautaði Daníel og henti á milli trjánna. Hlið- ið hlýtur að vera rjett hinumcgin við heygj- una. Ann hallaði sjer fram. — Varið yður, sagði hún, og benti vagninum, sem á eftir var, — Fordvagninn er stansaður. Daníel steig á hemilinn. Vagnarnir Jæddust fyrir hornið og stöðvuðust fyrir aftan Ford- vagninn. Griggs hafði stigið út og hallaði sjer upp að hliðstólpanum. Enni hans var vott af svita, augun blóðhlaupin og yfirlitur- inn náhvítur. Hann var rjett eins og maður, sem horfðist í augu við dauðann í einhverri hræðilegri mynd og uppgötvar, að hann er heigull. — Jeg get elcki gert það, herra, stundi hann, er hann sá Daníel. — Jeg er enginn engill, en jeg get það ekki. Jeg er tvöfaldur svikari, skiljið þjer það? -— Jeg skil, sagði Daníel. — Áfram! — Farið ekki inn um þetta hlið, bað mað- urinn, með ógreinilegri rödd, — hvorki þjer nje hinn vagninn. Takið eftir því. Skiljið þjer vagnana eftir hjer og gangið eftir göt- unni gegn um runninn. Það er næstum eins fljótt. Og skiljið ungu stúlkuna .... Ó, jeg vildi jeg hefði aldrei sjeð hann. Griggs brölti ófiinlega upp i vagn sinn, rjett eins og drukkinn maður. Enginn vafi gat á því leikið, að hann var dauðhræddur. — Hversvegna eigum við að skilja vagn- ana eftir hjerna? spurði Daníel tortryggnis- lega. Fyrir fám mínútum vikluð þjer, að við þeystum upp að húsinu. — í guðs nafni, spyrjið mig ekki neins, stundi maðurinn. Jeg var orðinn tvöfaldur svikari en nú er úr því bætt, sagði hann. — En látið ekki ungu stúlkuna fara. Hann ók vagni sínum af stað, og munaði ekki neina nokkrum þumlungum, að hann ylti út í skurðinn. Hin höfðu öll farið lit úr vögnunum og stóðu nú á veginum. — Komið þá, við skulum reyna gangstíginn, sagði Daníel. Það er örlitlu lengra. Ungfrú Lan- caster, viljið þjer ganga síðastar. Windergate, sem hafði stýrt lögreglu- vagninum, stökk upp í ökusætið. — Jeg ætla ekki að eiga neitt á hættu, sagði hann grimmilega. — Þessi náungi getur hafa farið til að vara Londe við. Þið skuluð koma gegn um runnana. Jeg ætla að þjóta að húsinu, annars getuin við allir farið á mis við hann. Daníel opnaði munninn til andmæla, en Jokaði honum aftur, Þegar öllu var á botn- inn hvolft, hafði Windergate líklega á rjettu að standa, því það var greinilegt, að Griggs var viti sínu fjær af hræðslu, og ekkert var líklegra en, að gamla hræðslan við Londe hefði gripið hann aftur. Auk þess var Wind- ergate karlmenni mikið og ágæt skytla, og gat þar staðið í Londe, jafnvel einn saman. Vagninn hjelt því áfram en Daníel lagði inn á gangstíginn, gegiium runninn. Undarleg síðdegiskyrð virtist ríkja alstaðar — óvið- kunnanleg kyrð, sem gat verið fyrirboði stórtíðinda. Daníel — og ef til vill hin líka — þótlust skynja einhverja yfirvofandi hættu. — Vagninn á undan hafði tekið síð- ustu beygjuna og þau voru slcammt á eftir. Þá klauf geysimikill hvellur loftið og jörð- in titraði og skalf undir fótum þeirra. Daní- el, sem var á undan fórnaði upp höndunum og reikaði, honum fanst sem jörðin fyrir framan hann risi upp og rækist í höku hans, og hann fjell eins og skotin kanína. Hin, sem á eftir voru, sáu ýmislegt, sem hann sá ekki, svo sem trje, sem rifnuðu upp með rótum og þutu í loft upp, rykský og drífu af smá- steinum, sem komu dynjandi eins og hagl ofan úr trjánum, og undarlegan hvítan glampa, sem hvarf jafnskjótt og hann sást, en gerði það að verkum, um Ieið og hann leiftraði, að landið, sem liafði verið baðað í sólskini, virtist snöggvast sem í röklcurhjúpi. Daníel tókst að lirölta á fætur um leið og hin komu til hans, agndofa, en þó ómeidd- ur, að undanteknum skurði á enninu. Eng- inn sagði, neitt, en öll þutu áfram. Daníel var fyrstur fyrir beygjuna. Þar sneri hann sjer við, fórnaði upp höndum og æpti til Wortons:—• í Guðs hænum, láttu ekki ung- frú Lancaster fara lengra. Ann var það hægðarleikur að komast framhjá útrjettri hönd Wortons. Hún sagði ekki neitt, en var einbeitt á svip. Þau sáu öll hvað skeð hafði: vagninn var hrúga af snúnu og skældu járn, Windergate var enn- þá hroðalegar útleikinn — og óþekkjanlegur nema af klæðnaðinum — stór hola i vegin- um, sem tylft manna hefði mátt jarða í, samanflæktur vír og óviðkunnanlegur þefur. Þegar þau höfðu litið snöggvast á þetta, þutu þau áfram, eins og ekkert væri þarna um að vera. Þau stefndu öll á hvíta, eyði- lega húsið, með þögulu gluggunum, eins og þau væru óð. Daníel, sem hafði verið góð- ur hlaupari á háskólaárum sínum, þaut á undan og bar í hendi sjer skammbyssuna, án þess að gera tiiraun til að leyna hcnni. Hann var ekki í neinum efa um, hvað gera skyldi. Hann ætlaði að skjóta Londe jafn- skjótt og hann sæi hann ......... Þau komu að húsinu. Þar var engin þörf að hringja dyrabjöllunni. Griggs hafði staðið við orð sín og dyrnar stóðu galopn- ar. Þau komu inn í hvíta forstofu með steinveggjum, næstum kringlóttar, þar sem ein ræfilsleg motta var breidd yfir nokkurn hlula gólfsins. Á henni miðri lá maður, upp í ioft ineð útrjetta handleggi, steindauður með lílið kúlufar í enninu. Daníel leit óró- lega í kring um sig og breiddi svo vasaklút yfir andlit hans — Griggs, — tautaði hann. —- Þetta hlýtur að hafa gengið fljótt. Svo Londe hlýtur að hafa verið hjer, ekki alls fyrir löngu. Áfram! Þau rannsökuðu húsið frá hanabjálkalofti til kjaliara, og enginn hópur af óðum villi- dýrum hefir nokkru sinni verið jafn altekinn morðfýsi sem þessir fjórir menn, með byss- urnar í höndunum. Enginn sagði orð, enginn þeirra hugsaði um annað en manndráp. Eftir þvi, sem sekúndurnar iiðu greip þá alla þög- ult örvæntingaræði. Alsstaðar sáust. þess merki, að nýlega hafði fólk verið þar, en hvergi heyrðist hljóð eða neitt, sem benti á, að það væri þar enn. Fordvagninn stóð að húsabalti með vjelina í gangi. Eldurinn í eld- húsinu var að sloklcna, sökum þess, að eng- inn hirti um hann, matur var í búrinu en enginn til að sjóða hann. Uppi á loftinu var eitt rúm, sem sofið hafði verið í og föt sá- ust þar; karlmannsföt í einu herbergi, en kvenfatnaður úr silki og öðrum dýrindis efnum, ilmandi af ilmvatni, í öðru. En fötin voru líka alt og sumt, sem eftir var. Enn einu sinni virtist Londe hafa orðið uppniim- inn. VIII. HEPPNI VÍTFIRRINGSINS. Ungur maður, nýkominn til Monte Carlo, reikaði gegn um liogagöngin í áttina til mat- söluhúss Ciros um kl. hálfeitt á fögrum febrúardegi, og ætlaði að fá sjer borð fyrir hádegisverðinn. Hann hafði ekki fyrr skift nokkrum orðum við þjóninn, en hann stans- aði snögglega og horfði ákaft á mann og konu sem sátu við borð, langt í burtu, þar sem lítið bar á. — Segið mjer, sagði hann við þjóninn, — þekkið þjer manninn og konuna, sem sitja þarna ? Þjónninn skotraði augunum í áttina, sem bent var í. — Jeg veit ekki hvað þau heita, svaraði hann, — en þau eru mjög rausnar- legir gestir. Þau koma snemma til hádegis- verðar á hverjum degi, og velja sjer alt af afskekt borð.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.