Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1929, Page 4

Fálkinn - 16.03.1929, Page 4
4 F Á L K I N N Aðal strœtið, Rambla, með platanviðargöngunum. Barcelona er hin breiða Rambla, með trjágöngum úr platanviði á báða vegu. Gengur stræti þetta frá torginu Plaza del Paz, en á því miðju er minnismerki Christofers Columbus. íslending- um, sem sjá þetta minnismerlci verður ósjálfrátt á að hugleiða, hvenær Leifi heppna verði reist ekki óveglegra minnismerki í Reykjavík, — því hans er æran meiri. í Barcelona eru um 90 kirkj- ur. Fegurst og tilkomumest þeirra allra er dómkirkjan, sem er sannkallað listaverk bygg- inga kunnáttunnar. Er hún bygð á 13. og 14. öld. Af öðrum merkum byggingum í borginni má nefna höll Aragoníukonunga, sem nú hefir verið gerð að forn- menjasafni; ennfremur höll yf- irstjórnanda setuliðsins, sem er æfa gömul bygging, biskupshöll- in, hæstarjettarhúsið, ráðhúsið og kauphöllin — alt sjerstaklega fallegar byggingar. Og ekki má gleyma iðnaðar- höllinn frægu, því Barcelona er mesta iðnaðar- og verslunarhorg Spánar. Bómullariðnaðurinn er efstur á blaði, en næst honum kemur silki- og ullarvefnaður, má þar sjerstaklega minna á sjalavefnað og áklæði á húsgögn, sem Spánverjar eru meistarar í. En annars er margskonar iðn- aður í Barcelona, alt frá fall- byssum og verksmiðjuvjelum til húsgagna, sykurs og sætinda og títuprjóna. Hvað yisinda- og mentastofn- anir snertir stendur Barcelona framar öllum borgum á Spáni, nema Madrid. Má þar fyrst telja háskólann, sein stofnaður var af Filippusi II. árið 1596, og nú er í fjórum deildum með 54 pró- fessorum og um 2000 stúdent- um. Þá má nefna jurtasafns- garðinn, prestaskólann, sjó- mannaskólann, verslunarskólann og listaháskólann. í horginni eru ennfremur allskonar mentasöfn og söngleikahús eitt veglegt, auk leikhúsa. Fólkið í Barcelona þarf ekki að láta sjer leiðast. Og svo getur Barcelona stært sig af því, að vera með elstu bæjum á Spáni. Það voru vik- ingarnir frá Karthago sem stofn- uðu borgina. í þá daga hjet hún Barsino, en á 4. öld e. Kr. rek- ast menn i'yrst á nafnið Barce- lona. Meðan óróinn var sem mestur við Miðjarðarhaf, eftir að áhrif Rómverja fóru að þverra, var borgin undir stjórn Araba og Frakka á víxl. Og jafnvel á síðustu öld var hún í hers höndnm. Enn þann dag í dag má búast við óvæntum tíð- indum frá Barcelona, því borgin er höfuðborg Kataloniu og það fylki telur sig alls ekki hluta af Spáni. Einmitt síðan einvalds- stjórnin kom í landinu, hafa þess sjest glögg merki, að Kata- loníuinenn vilja að minsta kosti sumir hverjir, losna úr sam- bandinu við alríkið og stofna sjálfstætt riki. Barcelona aS nœturþeli. & m m m * m * m m m m m m m m * rtaírtftrító Piano fyrsta flokks fyrirliggjandi. Seljast með verksmiðjuverði að viðbættum flutnings- kostnaði. A. Obenhaupt. * m m m m m m m m m m m m m Árið 1914 voru „aðeins“ 7000 mii- jónamæringar í Bandarikjunum, en ár- ið sem leið voru ])eir taldið yfir 90.000. Meira en helmingur pessara manna hafa grætt auðæfi sín á gengis- braski á striðsárunum og kreppuárun- um eftir stríðið, en aðrir liafa grætt á hlutabrjefakaupum, því flest hluta- brjef hafa farið sihækkandi vestra í mörg ár. Farða-sjálfsalinn er nýjasta uppá- tækið í New York. Ef stúlkurnar vant- ar eitthvað til að „laga sig í framah“ taka þær 50 cent og stinga í sjálfsala- rifuna og fá það sem þær vilja: smyrsl, varalit, augnabrúnalit, and- litsduft eða „vellyktandi". Og svo fylgir með notkunarfyrirsögn. Vitan- lega er stór spegill á sjálfsölunum svo að stúlkurnar geti sjeð árangurinn. Sjálfsalar ])essir eru m. a. komnir á allar járnbrautarstöðvar i New York. „Ef læknirinn i Corming í Iowa not- ar ljósáhöldin á lækningastofu sinni milli kl. 6 og 11 á kvöldin, fær hann 100 dollara sekt eða til vara einfalt fangelsi og má ekki sjá súklinga sína i mánuð“. Svo hljóðar fyrirskipun, sem hæjarstjórnin í Corming hefir nýlega gefið út. Ástæðan er sú að gcislarnir hjá lækninum trufla útvarpið. Á landbúnaðarsýningu í Ziirieh var nýlega sýndur ostur, scm liafði verið tekinn árið 1778. Hann varð svo hræddur við allan mannfjöldann á sýningunna, að hann skreið út í horn og faldi sig. Enskur snikkari geklt nýlega í heil- agt hjónaband. Hann bað ungrar ckkju, sem hafði mist manninn fyrir tveimur árum. Hún tók honum og þau giftust. Sagðist ekkjan eiga tvö börn. Svo fóru þau í brúðkaupsferð en ]>eg- ar þau koinu aftur voru sjö hörn í stofum snikkarans — og konan varð að játa, að liún ætti þau öll. Snikltar- inn varð fokvondur og taldi þetta svik. Fór hann til dómstólanna og heimtaði skilnað, og kvaðst alls ekki hafa ætlað sjer að gerast „forstöðuinaður á barna- heimili“. Rjetturinn kvað upp svolát- andi Salómonsdóm: Snikkarinn skyldi sjá fyrir konunni og tveimur börnun- uin, en konan skyldi sjá fyrir hinum fimm. Leggið undir gólfdúka yðar. — Einangra mjög vel. Sjer- staklega þægilegar þar sem dúkar eru lagðir á steingólf. Fyrirliggjandi hjá J. Þorláksson át Norðmann. Bankasir.il. Símar: 103 & 1903. Líkast smjöri! Elsta hjónaskilnaðarplaggið, sem menn vita um í heiminum er 2000 ára gamalt og frá Egyftalandi. Það er ritað á papyrus, og svohljóðandi: Á ári Faraósins Tybis liefir Pto-Lemy, elsti sonur Pto-Lemys, sem á hcima i Amanepi fyrir austan Ne, tjáð Amenhotep og konu sinni Tahappy Pekkrúrsdóttur þetta: .Teg tel ]>ig ekki framar eiginkonu mína og leyfi ])jer að talca þjer annan maka. Jeg skal aldrei láta þig sjá mig, þar sem þú kemur. Frá og með deginuni i dag sleppi jeg tilkalli til allra húsbónda- rjettinda yfir þjer. Yfirgef ])ú hús mitt, undir eins og reiðilaust. Skrifað með hendi Tuts hins lögfróða". Vegna harðindanna sem gengið hafa um Evrópu í vetur hafa úlfar gerst óvenjulega nærgöngulir mannabústöð- um og viða gert spell. Hefir kveðið mikið að þessu í Spáni og Ítalíu og þar liafa úlfar komið inn i þorpin, drepið búfjenað og hrætt fólk. Yfir- völdin í Andalúsíu hafa tekið það ráð að eitra kjöt og skilja það eftir á viðavangi fyrir utan þorpin og hefir ]>að hætt nokkuð úr. í Lombardíi á ltaliu liafa úlfarnir drepið fólk.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.