Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1929, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.03.1929, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Solinpillur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á melt- ingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólínpillur hjálpa við vanlíðan er stafar af óreglu- legum hægðum og hægðaleysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25 — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. ♦♦♦♦♦♦« ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ! Nýkomið! ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ mikið úrval af dömuveskjum, seðlaveskjum, peningabudd- um, samkvæmistöskum, naglaáhöldum, burstasettum, kjólaspennum, kragablómum, ilmvötnum, kreme og púðri, hálsfestum, eyrnalokkum, greiðum, hárspennum, nagla- klippum, rakvjelum, rak- kústum og raksápum. Ódýrast í bænum. Laugaveg 5. Sími 436. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ^arsl. ^céafoss ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KONAN OG ÞJÓÐFJELAGIÐ. AlþjóSaráð kvenna Iiefir í mánaðar- riti sinu birt svör ýmsra mætra stjórn- málamanna um skipun á ]>vi, hvernig jafnrjetti kvenna við karlmenn í al- mennum málum hafi reynst. Meðal ]>eirra sem sent hafa svör eru Masaryk forseti Tjekkóslóvakíu, norski prófess- orinn Halvdan Kolit, Lindhagen horg- arstjóri i Stokkhóimi og margir fteiri. C. Th. Za h I e fyrrum forsætisráðherra Dana, svarar á l>essa leið: „Að mínu áliti er enginn vafi á ]>ví, að konur eiga að Jiafa sömu rjettindi og karlmenn til ]>ess að taka ]>átt í opinberum málum. liesta og rjettlát- asta manneskjan se>>> jeg hefi ]>ekt var kona. En með ]>vi að manni leyf- ist eigi að leiða rök frá einkareynslu sinni eingöngu, ]>á skal jeg benda al- ment á l>á reynslu sem Danir hafa af hinum góða árangri af ]>vi, að konur l'engu sömu stjórnmálarjettindi og karlmenn, með lögunum 1915. Af ]>eim lögurn leiddi, að konur fengu sömu launakjör í embættum og karl- inenn, sama rjett lil embætta, nema jnnan kirkjunnar (alveg eins og kven- fólkið geti ekki prjedikaðl), bjúkrun- arlöggjöfinni var breytt og maðurinn sviptur rjetti til að ráða einn um meðferð sameignar bjónanna. Yfirleitt hefir þátttaka konunnar í opinberu lifi orðið til ]>ess að efla og styrkja lijúskaparlífið, sem eigi er eingöngu bygt á ástinni milli manns og konu heldur einnig á þeirri virðingu sem |>au bera bvort fvrir ciðru, sem jafn- stæðir þjóðfjelagsborgarar, sem ávalt geta borið ráð sin saman í öllum þeim vandamálum, sem að höndum bera“. Fyrir kvenfólkið. WQ í\ MES TI K VENFOR K lJR NORÐURLANDA. bað er danska skáldkonan Thit Jen- sen, sem hlotið hefir þetta lieiti, — ef lil vill ekki af því, að liún háfi’ unnið meira fyrir kven]> jóðina en margar konur aðrar, lieldur vegna ]>ess að hún er bardagamanneskja með afbuigðum, svo að ávalt heyrist gnýr- inn langar leiðir ]>egar hún lætur til sín lieyra og stingur niður penna. Frægust hefir frú Thit Jensen orð- ið fyrir baráttu sína fyrir bættum kjörum mæðra, sem eru barnshafandi. Hún hefir sýnt fram á, og það með nægum rökum, að þungaðar konur verði að sæta miklu betri aðbúð en verið liefir hingað tii. „Bændurnir gefa kúnum sínum undir hurðinn, en niða konurnar sínar þangað til þær leggjast slituppgefnar á sængina", seg- ir hún. „Þær verða að standa á hausn- um í búsáhyggjum, fara á fætur fyrir allar aldir til þess að bita kaffið handa karlmönnunum og sitja fram á nætur við að stagla garma, eftir að aðrir eru sofnaðir". Frú Thit segir að önnur liver kona iiinna vinnandi stjetta ofgeri sjer með barneignum og alt líf þessara kvenna verði gleðisnauð þrælkunarvinna. Og því hefir liún tekist á hendur að vinna á móti barneignunum; hún vill nota lyf og læknishjálp til þess að forða kvenfólkinu frá að þungast og meira að segja vill hún láta ieyfa með lög- um, að kvenfólk megi láta lækna ej'ða þunga sínum, ef ]>ví sýnist svo. Þetta siðasta hefir mætt ákafri andúð flestra, en frúin lætur það ekkert á sig fá en brýnir raustina og livessir pennanm Er hún vel máli farin og af- bragðs vel ritfær, svo að orðum henn- ar er mikill gaumur gefiiin. Nýlega Iijelt stúdentafjelagið danska umræðufund um þetta mál og var Wieth-Knudsen, danskur prófessor í Trondhjem málshefjandi en frúin var boðin á fundinn til að taka ]>átt i um- ræðum. Wieth-Knudsen er hinn svæsn- asti andstæðingur frúarinnar, og prje- dikar óspart að mennirnir cigi að auk- ast, margfaldast og uppfylla jörðina, upp á gamla inóðinn; jafnvel eigi for- eldrar ekki að liika við að hlaða niður krökkum þó þau sje þess eigi megn- ug að sjá þeim fyrir uppeldi. Má nærri gela, að frúin ]>urfti að taka í lurginn á slíkum manni, enda gerði hún það eftirminnilega. En fundar- menn — stúdentarnir voru flestir á skoðun prófessorsins og hafði hann meðbyri á fundinum. Varð úr þessu ein inesta „skandala“-samkon>a, sein Hafnarbúar hafa upplifað, siðan forð- um er Cook pólfari kom til Kaup- mannahafiiar til að rjettlæta sig, eftir að árásirnar voru gerðar á liann fyrir hafa „stolið norðurpólnum". Fundur- inn lenti allur i uppnámi, og seinast beyrðist hvorki í frúnni nje prófcss- ornum; þau voru yfirgnæfð með flaut- um og Iirossabrestum. KOSSAR OG STJÓRNMÁL. Fólk kynni í fljótu bragði að lialda, að ]>etta tvent væri jafn óskylt eins og eldur og vatn, og að kossarnir sjeu aðeins tákn ástrikis. En þetta er mesti misskilningur. Kossarnir liafa viðtæk- ari þýðing en ]>á að ástarvottur hjóna, ættingja og vina. I alþjóðastjárnmál- ii m hafa kossarnir verið notaðir óspart eins og nú skal sýnt. I sumum löndum, t. d. í Kína og Japan þekkjast lcossarnir að vísu ells ekki. En í Evrópu eru þeir ekki að- eins ástarvottur lieldur og pólitiskt merki. Júdasarkossinn kannast allir við, en ]>að ]>arf ekki að fara svo langt aftur i timann til ]>ess að finna kossa, sem bafa sjerstaka merking. A miðöldunum var kossinn víða notaður sem einskonar staðfesting á gerðum samningum. Og enn þann dag i dag eru þjóðhöfðingjar flestra landa vanir að heilsast og kveðjast mcð kossi — ]>eir kyssa hvor annan á báð- ar kinnar — og á þetta að vera tákn þess að friður og eindrægni sje á milli rikja þeirra. Kaþólskur maður kyssir helga dóma, og það eru cinnig kirkju- völdin sem koinið hafa hefð á páska- kossinn, sem upprunalega var eins- konar merki ]>ess, að kirkjan og þeir sem kystu, væri í sáttum. Eklci er það ótítt að ýmsir meiri háttar stjórn- málamenn fari að dæmi þjóðhöfðingj- anna og kyssist þegar 'þeir liittast og og biskupar kyssi þjóðliöfðingjana, ráðherrar kvssi biskupana á hendina til ]>ess að sýna að samlyndi sje milli rikis og kirkju. Er ]>etta altítt i suð- urlöndum. Engleiulingar kyssa bibli- una er ]>eir vinna eið, pílagrimar kyssa fót páfans eða skikkjufald hans og konungar og keisarar fá oft koss á höndina lijá þegnum sínum, sem vott trúmensku og hollustu. Annars er ]>að að hverfa úr tísku að kyssa á hcndina. Þó er ]>að miklu tíð- ara í slavneskum löndum en í ger- mönskum og engilsaxneskum. í Pól- landi er ]>að t. d. altitt, að skrifstofu- stjóri kyssi kvenfólkið sein vinnur lijá honum á hendina þegar hann kemur á morgnana á skrifstofuna. Og á götun- um i Varsjá kemur ]>að varla fyrir, að verkamaðurinn í vinnufötunum láti hjá líða að kvssa konuna sína á hend- ina, ef hann mæfir lienni á götu þeg- ar hann er að koma frá vinnu sinni, oftast nær berfættri og með sjal á berðunum. RÚSSNESKAR HÚSMÆÐUR eiga ekki sjö dagana sæla, en af öllu böli þeirra, er húsnæðiseklan ]>ó verst, segir sænsk kona, sem nýlega er kom- in úr ferðalagi í Rússlandi. Flestar verkamannafjölskyldur verða að láta sjer nægja brot úr iluið, og einlileypt fólk liefir ekki ráð á, að leigja sjer herbergi úl af fyrir sig. Víða búa 2— II—4 í sama berbergi. Og búsmóðirin getur ekki haft eldhús út af fyrir sig. Oft verða 5—(> liúsmæður að matreiða í sama eldhúsinu. Og geti liúsmóðir ekki komist fyrir þar, verður hún að matreiða á olíuvjel inni i stofunni sinni. Eífsnauðsynjar eru dýrar, en ]>rátt fyrir alla dýrtíð og ]>rcngsli gera Rússar enn allmiklar kröfur til fæðis sins; ]>eir kunna að meta góðan mat og vel til búinn. Rússnesk gestrisni er enn sú sama og áður var, þrátt fyrir þau vand- kvæði sem viðast livar eru á þvi, að taka á móti gestum. Það er algengt að fátækt fólk liafi að kalla má dag- lega gesti til borðs með sjer og veiti þeim vel. Einkum er það vcrksmið jufólkið í borgunum, sem búsnæðisleysið kemur hart niður á. Bændurnir eru mun bet- ur settir, enda ]>ótt fæstir þeirra liafi efni á að byggja upp hálffallin býli sin. ooooaooæacíooofsemæejooejoöoo o o o o o o o o o o o c o o o o o o o Veggfóður 03 Linoleum er best að kaupa hjá P. J. Þorleifsson, Vatnsst. 3. Sími 1406. O o o o o o o o o o o o o OOOOOOOÖOO o o o ooooooooooo Vandlátar húsfreyjur kaupa Hjartaás- smjörlíkið. Þjer standið yður altaf við að biðja um „Sirius" súkku- laði og kakaoduft. Húsmæður! Gold Dust þvottaefni og Gold Dust skúringar-duft hreinsa best. Sturlaugur Jónsson & Co. ooaaooaoooooooooocHaooaoao Verslið i Edinborg. o o o o o g o o o o Ð 0000000000000000000000000 I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.