Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1929, Side 5

Fálkinn - 13.04.1929, Side 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „Og engilljnn svaraði og sagði við hana: Heilagur andi mun koma gfir fig og kraftur hins hœsta mun yfir- shyggja þig og fgrir því mun einnig það, sem fœðast mun, kallast heilagt, sonur Guðs. Lúk. 1, 35. Hver getur rannsakað dýpt al- visku Guðs? Öldum saman hafa menn verið að leitast við að leysa ráðgátur tilverunnar, en þrátt fyrir alla mannlega þekk- hig og framfarir í hverskonar visindum, hefir þeim ekki mið- að á veginum til þess, að ráða þær gátur, sem vita að Guði og almætti hans. Þar verður trúin að ráða en ekki þekkingiu. Háð og spott guðleysingja í garð trúaðra manna liefir aldrei vant- að, efa og vantrú ekki heldur. En þrátt fyrir alt þetta mark- ar koma Jesú í heiminn hin merkilegustu tímamót í verald- arsögunni. Hann er sterkasti maðurinn sem komið hefir fram í heiminum og áhrifum hans hefir engum tekist að hrinda. Hann er maður hins yfirnáttúr- lega, og dauði hans á krossinum hefir frelsað miljónir frá eilif- mn dauða. Síðan syndin kom inn í heim- inn hefir ávalt ríkt neyð og hungur eftir frelsun. Hún heyr- ist í andvarpi allrar sköpunar- innar, hún finst í sögunni um glataða soninn, hún kemuv fram ' spurningum unga mannsins rika til Jesú, er hann spurði hvað hann ætti að gera ti! þess að öðlast eilift líf. Þrátt fyrir allar viðjar syndarinnar er í mannhjartanu djiip þrá eftir Kristi, þrá um hetra líf, lausn frá syndinni og frelsun. Ef mennirnir gæti veitt sjer þessa lausn sjálfir, mundu þeir gera það, því allir vilja vera sjálfum sjer nógir. En sálarfrið getur enginn iitvegað sjer sjálfur — ekki. einu sinni fyrir peninga. Sálarfrið getur hann einn veitt, sem sendi son sinn í heiminn, ekki til að dæma mennina held- ur til þess að frelsa þá. Það er sálarneyð vor og frelsunarþorsti, sem Guð er að hæta úr er hann lætur engil sinn segja: „Þú munt fæða son, og kalla hann Jesús, því að hann mun frelsa fólk sitt frá sjmdum þess“. Viðjar syndarinnar, sem mann- kynið var reyrt i, varð að slíta og ný lifsorka að koma í þeirra stað. Hið nýja líf varð að eiga rætur í Guði sjálfum. Þess- vegna varð orðið hold og bjó með oss. Þannig talar Guðs orð, þannig mælir andans fyrirskip- an, jafnvel þó dauðlegir menn *ái ekki skilið það. Kristur — Guðs sonur — sem gerðist maður vor vegna og gaf líf sitl í dauðann syndugum mönnum til sáluhjálpar, hann ('i' sá frelsari sem vjer þörfn- ostum. Hann hefir veit hrjáð- l,m mönnuin og hjálparvana þá gjöfina, sem dýrmætust er allra gjafa eilíft sælulíf á himn- um. — ,,KARLMAÐURINN“ SKM VAR KVENMAÐUR. ,, VlCTOR BaRICER ÓFURSTl“, Nýlega hefir gerst i Englandi at- burður, scin vakið hefir eigi minni at- hygli en ])ó forsætisráðherrann hefði dottið og hálsbrotnað. Það hefir sem sje orðið uppvíst, að kona cin sem heitir Valerie Smitli, hefir látist vera karlmaður i siðustu i ár og meira að segjá gifst konu, sem ekki þykist hafa haft lnígmynd um annað, en hún væri gift karlmanni. Skilji liver sem gctur. um Ástraliuhcrmanni og cignaðist tvö börn með lionum, en hjónabandið var ófarsælt og þau skildu líka. Og Val- erie komst að þeirri niðurstöðu, að ef liún ætti að geta alið önn fyrir börn- unum yrði hún að taka upp karl- mannsgerfi. Nokkrum dögum síðar hvarf frúin, cn samtimis kom spánýr karlmaður á sjónarsviðið í Brigliton, er nefndist Vietor Barker. Og Victor Barlter giftist skömmu seinn.e stúlku, sem hjet Emma Howard. Kemur þeim báðum saman uin, að hjónabandið liafi verið liið farsælasta, og Victor Barker varð nú faðir barnanna, sem hún eða hann liafði alið sjálf Eftir brúðkaupið dvöldu þessi ein- kcnnilcgu hjón i smábænum Andover og siðan gerðist Victor Barker um- ferðaleikari og ljck vitanlega karl- mannshlutverk. Hann sagði konu sinni og öðrum frá þvf, að hann liefði ver- ið í stríðinu og sýndi á sjer ör undan sprengju, sem nær hafði orðið honum að bana. Hann hafði ýmsa lieiðurs- peninga úr stríðinu, og beitti sjer fyr- ir fjelagsstofnun meðal fyrverandi hcrmanna i Andover og var formaður Konan sem gift var ofurstanum. sjálfur. Victor Barker söng í kirkj- unni í Andover á hverjum sunnudegi. Svo flutti hann með konu sína og börn til London og gekk þar undir ofurstaheiti. Hann fjekk stöðu sem móttökuþjónn á einu gistiliúsi borg- arinnar og þar líkaði öllum mjög vel við „ofurstann". En einn góðan veð- urdag kom liann ckki. Lögreglan bafði tekið liann fastan fyrir einhverja smá- muni og var farið með hann f tugt- húsið. Og samkvæmt venju var „of- urstinn“ tekinn og afklæddur eins og aðrir fangar, þrátt fyrir grátbænir hans. — Þá koinst alt upp. „Victor Barker ofursti“ háfði aldrei verið karlmaður nje ofursti heldur kven- maður. Hún var samstundis flutt í kvennafangelsið og nú verður höfð gát á, að hún lialdi trútt við kven- kyniö það sem eftir er æfi sinnar. Iíarlmannshlutverk sitt liafði hún leikið aðdáanlega. Vinnukonan færði henni lieitt vatn að raka sig úr á hverjum morgni; hún iðkaði mikið hnefaleik og reykti sterka vindla og drakk whisky. Englendingar eru eltki lítið liissa á öllu þessu. En þó er engin eins hissa og Emma Howard, sem var gift -— „ofurstanum" í sjö ár. Irtgibjörg Steinsdóttir leikkona í frjettum utan af landi sjest stundum getið um, að ný leik- rit liafi verið sýnd á Akurcyri og ísafirði. Og þar er jafnan eins leikandans getið mjög lof- samlega: frú Ingihjargar Steins- dóttur. Bráðum gefst Regkvík- ingum kostur á <ið sjá hana, í hlutverki Agnesar, í „Dauði Na- tans Ketilssonar“. Er þetta eitt af síðustu hlutverkunum sem hún liefir leikið. Frú Ingibjörg er mjög áhuga- söm um leildist og hefir mikinn hug á, að framast erlendis i list- inni. Iltin hefir þega r leikið fjölda hlutverka i ýmsum leik- ritum, og jafnan tekist að hrífa hugi áhorfcndu sinna. Hjer birtast nokkrar mgndir af frúnni. Efst er Disa i Galdra- Lofii, en þá kcmur mgnd af Agnesi í „Danða Nathans“ og neðst i „Augu ástarinnar“. „Victor Barker ofursti“. Valerie Smitli hefir gifst þrisvar, tveimur karlmönnum og einum kven- manni. Fyrstu manninn sinn hitti liún 1918, það var ástralskur hermaður og þau giftust eftir stutta viðkynning en skyldu eftir aðeins 6 vikna lijóna- hand. Skömmu síðar giftist hún öðr- Ofursinn hefir verið l'ÆRÐUR í KVENMANNSFÖT.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.