Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1929, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.04.1929, Blaðsíða 10
 10 FÁLKINN Fvrir kvenfólkið eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á melt- ingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólínpillur hjálpa við vanlíðan er stafar af óreglu- legum hægðum og hægðaleysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25 — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. : Nýkomið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ mikið úrval af dömuveskjum, seðlaveskjum, peningabudd- um, samkvæmistöskum, naglaáhöldum, burstasettum, kjólaspennum, kragablómum, ilmvötnum, kreme og púðri, hálsfestum, eyrnalokkum, greiðum, hárspennum, nagla- klippum, rakvjelum, rak- kústum og raksápum. Ódýrast í bænum. *2íersl Sioéafoss Laugaveg 5. Sími 436. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Nýjustu kvenhattarnir. ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ PE5EC0-tannkrem verndar tennurnar best. Sturlaugur Jónsson & Co. ?000000000€J00t3E3(30í300e30000 Veggfóður 1 og § Linoleum I o er best að kaupa hjá P. J. Þorleifsson, I Vatnsst. 3. Sími 1406. oooooooooo o o o ooooooooooo ^Notið þjer teikniblýantinn* „ÓÐINN“? Fyrstu vor og sumarhattarnir fyrir kvcnfólk eru komnir frá Parísarborg, heimkynni tískunnar. Þeir eru ofur- lítið stærri en hattarnir, sem kven- fólkið notaði mest í fyrra, eru dálítið öðruvisi sniðnir og falla dálitið á ská niður yfir iiægri kinnina, gagn- stætt höttunum í fyrra, sem allir fjellu frekar niður yfir vinstri kinn kvenfólksins. Og frábrugðnir eru þeir líka að því leyti að nú er farið að hlaða á J>á ýmsu skruti, bæði ]>urk- CléfíúsBálRur. MAYONSAISE. Ein eggjarauða, salt, pipar, sykur, sítrónusafi eða estra- gonedik og svo mikið af matarolíu (salatolíu) sem liægt er að hræra sam- an við rauðuna án þess að nokkuð fljóti ofan á. Losa eggjarauðuna vel frá hvítunni og hella rauðunni niður i skál og hrær hana vel, með trjeskeið, sainan við dálítið af pipar, sykri og örlitlu af sinnepi. Þessu er hrært vel saman fyrst. Siðan er bætt á svolitlu af salatoliu, sem bætt er á i dropalali fyrst og síðast svo sem teskeið i einu, þangað til að sjest, að rauðan getur ekki samlagað sig meiru af olíunni. Síðan er ofurlitlu af rjómafroðu bætt og J>á bætt við nokkrum dropum af sítrönusafa eða ediki, til J>ess að skerpa bragðið. Er svo hrært vel í, áð- ur en maður skilur við jafninginn. Mayonnaise er ómissandi með ýmsum fiskrjettum, ckki sist laxi. ÍTALSKT SALAT. Hjer kemur upp- skrift að itölsku salati, sem hvarvetna Jjykir prýða livcrt matborð: Gulrætur, tómatar, góð tegund af grænum baun- um, kapers og mayonnaise. Jafnmikið af hverri tegund af áðurnefndu græn- meti er skorið smátt og lirært saman við kapers og smáskorna ansjósu. Þetta er alt iirært saman i jafning og skálin sem l>að er i, dubbuð upp með harðsoðnum eggjum, sem skorin eru í sneiðar og lögð ofan á. AFGANGA-SALAT.. Allar leifar af kjöti, scllcri, epli og tunga eru til bragðbætis i salati því, sem hjer er uðum hlómum og skrauti úr silki, en þó af sama lit og liattarnir eru sjálfir. Mest verður notaður grár litur og tískan segir að hattarnir eigi að vera úr strái eða flóka. Og sumir hattar verða skreyttir með fjöðrum. Annars verður gerðin ekki sú sama, en hjer birtum vjer myndir af þeim liöttum, sem að öllum líkindum verða mest notaðir. Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkiö. Líftryggið yður í stærsta líftryggingarfjelagi á Norðurlöndum: « i 1 Stokkhólmi. Við árslok 1927 líftryggingar í gildi fyrir yfir kr. 658,500,000. Af ársarði 1927 fá hinir líftrygðu endurgreitt kr. 3,634,048,00, en hluthafar aðeins kr. 30,000 og fá aldrei meira. Aðalumboðsm. fyrir ísland: A. V. Tulinius, Sími 254. sagt frá á eftir: Tak jafnan þunga af skornu kálfskjöti, saltaðri nauta- tungu, sneiddum kartöflum, sneiddum eplum, sneiddum agúrkum og brytjuðu selleríi, deciliter of hverju — á móti tveimur tómötum. 4 ansjósum, 2 eggjarauðum, 6 inatskeiðum af salat- olíu og tveimur af ediki og hálfri te- skeið af worchestersósu, ásamt salti, pipar og sinnepi eftir þvi sem bragð- ið segir til. — Kjötið, kartöflurnar, eplin, agurkurnar og tómatarnir er alt brytjað í smátt og síðan bætt i það brytjuðum ansjósunum, sem verða að vera vdl hreinsaðar. Eggjarauðurnar eru hrærðar og salti bætt í þangað til þær eru orðnar þykkar og hinu krydd- inu síöan. Loks er salatoliunni bætt við i dropum og alt það brytjaða svo sett saman við og lirært vel í. Salatið verður að standa að minsta kosti klukkustund á eftir, þangað til það er notað. Smokingfötin eru að hverfa úr sögunni. Það er ótrúlegt, en þó salt. í Lon- don, heimkynni karlatiskunnar, eru smokingfötin að hverfa úr sögunni. — f leikhúsum, bíóum, i danssölum, þar sem hver karlmaður ineð virð- ingu fyrir sjálfum sjer mætti æfinlega áður í smoking, mæta menn nú í venjulegum svörtum eða dökkbláum jakkafötum. Jafnvel bresku konungs- synirnir láta smokinginn sinn nú hanga i klæðaskápnum og fara hvert sem þeim dettur í liug í jakkafötum. Að ná burt blettum. Feiti, smjör og matarolia. Þeim blettum er hægast að ná úr fötum með venjulegu blettavatni eða blettasápu og köldu vatni. Blettavatn, sem fæst i flestum sápubúðum, má nota á silki, ull, leður, flóka, pappír, gerfisilki og baðmull. Ef leðrið er litað verður að fara varlega með blettavatn- ið, því sumir litir þola það elcki. Mjólk. Mjólkurblettum er hægast að ná úr fötum með venjulegu sápuvatni eða quillaya-vatni. Öl og hvílvin. Það næst úr með volgu vatni. Blóð. Gamlir blóðblettir nást úr með sápu og köldu sódavatni. Ef blóðið ekki er þornað, notar maður volgt vatn ein- göngu. Ávaxtasafi. Þeim blettum er hægast að ná úr hvítum dúkum með venjulegu blý- vatni, sem siðan er þvcgið úr köldu vatni. Joð. Joðblettir hverfa undireins ef mað- ur vætir þá úr fikser-saltnpplausn, sem hægt er fá hjá hverjum ljósmynd- ara. Kalk. Þá bletti þvær maður undireins úr ediki og skolar síðan fötin vel úr köldu vatni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.