Fálkinn - 13.04.1929, Síða 13
F A L X I N N
13
Málninga-
vörur
Veggfóður
Landsins stærsta úrval.
m^mmmmummmmmmmm^m
VINDLAR:
PHONIX, danski vindillinn, sem
allir þekkja, Cervantes — Amistad
— Perfeccion — Lopez — Don ]uan
— Dessert og margar fleiri tegundir
hefir í heildsölu
SIGURGEIR EINARSSON
Reykfavík — Sími 205.
jvpfiniwr
Reykjavík.
FramköIIun. Kopiering.
Stækkanir
Carl Ólafsson.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Hver, sem notar
C E L O T E X
og
ASFALTFILT
í hús sín, fær hlýjar og
rakalausar íbúðir.
Einkasalar:
Verslunin Brynja,
Laugaveg 24, Reykjavík.
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
50 aura
O£3öö£3£3£3C3C3€3C3£3C3£3£3£3£3£3Q£3C30£3£3£3
£3 Q
Q
8
Q
O
i gjaldmælisbifreiðar I
§ hefir |
o Nýja bifreiðastöðin E
til leigu.
Afgreiðslusímar 1216 & 1870. Q
Q
QOQQOQQQQQQQQQQQQOQQQQQQQ
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
tpj. tífSmmam er viSlesnasta blaðið.
ULfl inn er besta heimilisblaðið.
Eftir
PHILIPPS OPPENHEIM.
Sir Francis Worton ofursti var að halda
flálítið skilnaðsamsæti í matsöluhúsi Mario’s
i London, en ekki voru þar aðrir gestir en
Laniel Rocke og Ann. Vínið var gott og mat-
Urinn ágætur, og þau voru öll kát og glöð, —
€ða ljetu svo, að minsta kosti. Það var ver-
að ryðja salinn og átti að fara að dansa. —
— Svo við eigum þá að missa yður um
stundarsakir, Sir Francis, sagði Ann.
Hann kinkaði kolli, skuggalegur á svip. —
Læknirinn heimtar það, sagði hann, — ekki
€r það af því, að mig langi að fara. Og ef
satt skal segja, vildi jeg heldur verða kyrr í
Englandi.
— Það get jeg ekki skilið, sagði hún og
<tálítill hrollur fór um hana. — Munið þjer
«ftir regninu og súldinni úti. Og svo þrír
skammdegismánuðir fyrir hendi.
'— Jeg gæti sagt yður mína ástæðu, sagði
hann lágt og hallaði sjer í áttina til hennar.
— Hvert ætlið þjer annars að fara? spurði
hún snögglega.
— Til Gibraltar, svaraði hinn. — Frændi
niinn er landstjóri þar. Hjá honum ætla jeg
vera einn eða tvo daga, og síðan eina tvo
^nánuði í Algeciras .... Munið þjer hver
Þetta er?
^ Ann leit á lítinn hóp, sem var að koma inn.
hTemst í hópnum var maður mjög vel búinn
ng laglegur, en talsvert mikillátnr í fram-
h°niu. Það var Milton höfuðsmaður, yfirlög-
regluþjónn frá Shorborough. Hann gelck til
Þeirra jafnskjótt og samferðafólk hans hafði
fengið sæti, og heilsaði.
' Jæja, svona fór það, að kraftaverkið
skeði, sagði Sir Francis fremur þurlega.
Aldrei heyrðist neitt uin vjelbátinn, sem slapp
frá okkur.
Ekki kannast jeg við, að neitt krafta-
verk hafi skeð, svaraði hinn. -r- Jeg sagði,
að manninum með konnnni væri ómögulegt
a® sleppa, þar eð allar liugsanlegar hafnir og
endingarstaðir voru lokaðir þeim. Hiusvegar
Var ekkert því til fyristöðu, að þau færi út á
opið Atlantshafið og dæju úr hungri og
þorsta, eða druknuðu.
— Svo þjer haldið þá, að það hafi orðið?
spurði Daniel.
— Á því getur enginn minnsti vafi leik-
ið, svaraði hinn, öruggur. Öll sú strand-
lengja, sem báturinn hefði getað hugsast að
ná, var rannsökuð — alt nema sjálfuv sjáv-
arbotninn, auðvitað — þangað stakk jeg
aldrei upp á að fara að leita þeirra, — það
er fyrir utan mitt umdæmi.
— Jeg sá þau bæði, heilbrigð og lifandi,
fyrir nokkrum mánuðum, sagði Ann.
— Þjer eruð viss um, að það hafi verið
þau sjálf??
— Þó það væri nú. Jeg var í kvöldboði
heima hjá þeim.
— Þjer hafið vonandi reynt að hafast eitt-
hvað að? spurði hann.
— Jeg gerði hvað jeg gat, svaraði hún. —
En jeg er komin að þeirri niðurstöðu, að
vitfirringar sjeu of klókir til þess, að okk-
ur vanalegum mannverum þýði nokkuð við
þá að eiga.
— Eigið þjer við, að þau slyppu enn einu
sinni?
—- Já, því miður, svaraði hún.
— Hann hlýtur að hafa níu lif, karlinn
sá, sagði Milton. —- Jeg hefi aldrei sjeð
neinn mann fá aðra eins byltu og hann
fjekk, þegar hann datt niður fyrir klettinn,
— og standa svo upp og fara leiðar sinnar,
eins og ekkert væri. — En jeg verð að fara
til fólksins, sem með mjer er.
Hann hneigði sig fyrir þeim í kveðju skyni
og labbaði burt. Þá varð stutt þögn.
— Það er orðið býsna langt, sagði Ann,
hugsandi, — síðan við höfum fengið nokkr-
ar frjettir af þeiin. Mjer þætti gaman að vita,
hvort þau eru enn i Evrópu.
— Þá eru þau aðgerðarlaus, ef svo er,
svaraði Sir Francis. — Það hefir ekkert ver-
ið um morð eða mannahvörf uppá síðkast-
ið — hjer i landinu, að minsta kosti.
Daníel stóð upp úr sæti sínu, til þess að
tala við einhverja kunningja sína hinumeg-
in í salnum. Ann og ofurstinn voru óvenju
lengi þögul. Alt í einu sneri hann sjer að
henni.
— Ungfrú Lancaster, sagði hann. — Jeg
held, að þjer getið getið yður til, hvað jeg
ætla að segja við yður.
— Það er jeg líka hrædd um, svaraði hiTn.
— Þá hefi jeg þegar fengið svarið, sagði
hann og stundi. — Jeg veit, að jeg er of
gamall handa yður, og frá yðar sjónarmiði
hljóta að vera margir þröskuldar á veginum,
en jeg býst við, að þjer vitið hvernig mjer
hefir verið innanbrjóst, uppá síðkastið. Mjer
þykir vænna um yður en nokkuð annað í
heiminum. Viljið þjer verða konan min?
Hún hristi höfuðið. Þetta var það, sem hún
hafði verið hrædd um, lengi, og hafði gert
sitt til að afstýra. — Mjer þykir það mjög
leitt, svaraði hún. Þetta er mjög göfugmann-
legt boð frá yðar hálfu, en .... sjáið þjer
til .... jeg á dálítið leyndarmál. Það er
annar ....
— Svo þjer eruð trúlofuð? spurði hann
snöggt.
Hún hristi aftur höfuðið. — Jeg er ekki
trúlofuð, svaraði hún, — af því að maður-
inn, sem mjer þykir vænt um, hefir aldrei
beðið mín, og jeg er hrædd um, að hann
komi sjer aldrei til þess, nema jcg gefi
honuin einhverja bendingu. En, hvað sem
öllu öðru liður, hefi jeg svarið — og þann
eið ætla jeg mjer að halda — að jeg skuli
aldrei giftast, meðan Joseph Londe gengur
lifandi og laus.
— Er það ekki dálítið heimskulegt lof-
orð? spurði hann. — Jeg á við frá yðar eig-
in sjónarmiði. Þjer getið orðið af mörgum
sæluárum — þeim sömu, sem jeg er hrædd-
ur um, að jeg hafi orðið af, bætti hann við,
dapurlega.
— Jeg stend við loforð mín, svaraði hún.
— Auk þess, sem sagt, veit maðurinn, sem
jeg ætla að giftast, ekki af því ennþá. Og jeg
er ekki einu sinni viss um, að hann beri
nokkurn þessháttar hug til mín.
— Hans sjálfs vegna, vil jeg vona, að
hann híði ekki þangað til það er orðið um
seinan, svaraði Worton, daufur í bragði ....
— Eigum við að dansa?
Viku seinna, er Daníel rjetti henni eftir-
farandi símskeyti frá Gibraltar, sem hann
var nýlniinn að fá, vissi hún, að sjer myndi
verða að trú sinni. Skeytið hljóðaði svo:
„Komdu hingað með föstudagsskip-
inu frá Tilbury. Láttu það ekki bregð-
ast. Hefi gert merlca uppgötvun, en
get þurft hjálpar þinnar við fyrir því“.
Sir Francis kom á inóti þeim í gufuhát
landsstjórans, og gekk um borð, jai'nskjótt