Fálkinn - 13.04.1929, Síða 14
14
F Á L K I N N
Lár j ett.
1 klöp]), 5 stafur, 10 mikil á þver-
veginn, 11 stundir, 13 átti heima, 14
persóna í norrænni goðafræöi, 16 for-
setning, 17 flik, 19 mora, 20 rugga, 22
tónn, 23 stigi, 26 flytir, 27 matmál,
30 fugl, 31, ganga, 32 hljóð, 34 flan,
36 liolt, 37 gengur mörgum úr greip-
um, 39 hreyfing, 40 líkamshluti, 41
mælieining, 44 sár, 46 sem stendur, 48
vera vel að sjer í, 50 deila, 52 störf,
53 forsctning, 54 er fóðrað fat, 57
lielgi, 58 flas, 60 á nautgripum, 61 á-
nægð, 62 spana, 63 farartálmi, 65
standa lijá í kuldum, 67 fálmar, 68
óvild (Þgf.).
Ef
Þjer
copierið
sjálfur
þá notið
Mercur tonafix
Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins4au.
á mynd. St. 9X6. Car/ Poulseti fit Sönner,
Köbenhavti V.
KROSSGÁTA ur. 9.
$ Auglýsingar yðar L^afefUr Fálkanum. —*■ 71
Lóðrjett.
1 tetur, 2 fyrir de (i Heljarslóðar-
orustu), 3 ganga, 4 samkomuhús, 6
rösk, 7 mynd, 8 forsetning, 9 barst á
land, 10 klettur, 12 sett gat á, 13 lík-
ami, 15 viðra, 16 mannsnafn í 1001
nótt, 18 gott hey, 21 hlutskifti heim-
skautafara, 24 gera fræin, 25 duglegur
og liress, 28 þarf hlaupari að vera, 29
klifr, 33 spök, 34 borg í Ameriku, 35
lagleg, 36 varfærni, 38 þægð, 39 rensl,
42 ræktað land, 43 arða, 45 vesælar,
47 borg í Frakklandi, 49 matgoggur,
50 samsafn, 51 látbragð, 52 kossar, 55
vera, 56 lægð, 59 gras, 62 hrópa, 64
bókstafur, 66 bókstafir.
BESTU LJÓSMyNDIRNAR
fáið þjer hjá Ijósmyndaverslun yðar á
CAPOX
(gasljós-pappír).
Stórfagur litblær
— skarpar og skýrar myndir.
Car/ Poulsen fir Sönner, Köbenhavn V.
yy* Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
sem skipið hafði kastað akkerum. — Jasja,
sagði hann er þau hittust, —- hvernig leist
þjer á þenna þrumuljeyg minn?
•— Okkur er forvitni á að vita nánari at-
vik, sagði Ann.
— Það skuluð þið fá, innan hálfrar stund-
ar, lofaði hann. En ekkert orð strax. Við
förum beint til Algeciras.
— Já, en .........
— Ekkert orð strax, sagði hann aftur.
—- Segið þið káetuþjóninum að setja far-
angur ykkar í bátinn, tafarlaust. Jeg skal
standa við stigann. Þeir vilja ekki, að við
tefjuin, og jeg lofaði að standa ekki við
nema fimm mínútur.
Eftir rúmlega fimm mínútur þutu þau yf-
ir djúpbláan fjörðinn. Ennþá var Sir Franc-
is þögull. Þau komu að bryggjunni stund-
arfjórðungi seinna, í gegn um tollskoðun-
ina á tveim mínútum og óku síðan i snar-
kasti til gistihússins. Smátt og smátt hvarf
hörkusvipurinn af andliti Ann, augnatillit
hennar varð mýkra og varir hennar bærðust.
Gistihúsið, sem var einkennilegt mjög, —
spænskt að hálfu og serkneskt að hálfu —
var þakið vafningsjurtum. Risavaxnir pálm-
ar stóðu hreyfingarlausir í sólarhitanum.
Gulleplatrje, hlaðin ávöxtum, voru fram með
veggjunum og alt húsið virtist baðað í sól-
skini, hlýtt, gullbjart og hressandi.
— Þetta er hreinasta paradís, sagði
Ann, hrifin.
--- Já, og djöfullinn í einhverjum krókn-
um, svaraði fylgdarmaður þeirra napurlega.
— Komið þið upp í setustofuna mína.
Þau gengu upp á loft og út á skrítnar
steinsvalir, sein vissu til vesturs. Sjóher-
rnaður, sein hafði staðið þar, með kíki við
hlið sjer, hljóp þegar lil þeirra. — Þjer er-
uð laus af verðinum i nokkrar mínútur,
sagði Sir Francis. — Jeg kalla á yður, jiegar
þörf gerist ....
— Ekkert hefir borið við, herra, sagði
maðurinn, og fór inn um svalagluggann.
Nú stóðu þau hlið við hlið á yzta horni
svalanna, og Sir Francis benti á lítið, hvítt í-
búðarhús, sem stóð á dálitlum bletti, i áttina
lil Tariffa, að sjá. Nokkur gulleplatrje voru
fyrir framan húsið og tveir eða þrír há-
vaxnir pálmar. Húsið var einfalt að gerð, en
stóð á mjög falleguin stað og öldur sjávar-
ins gjálpuðu í flæðarmálinu rjett fyrir fram-
an glugganna.
— Þarna eru þau, sagði hann, og glampi
kom í augu hans, sem ekki kom í þau, nema
eitthvað alveg sjerstakt væri á seiði. -—
Þarna eru þau í gildrunni. Hversvegna þau
hafa komið hingað, má guð einn vita, en
jeg hefi sjeð þau með mínum eigin aug-
um ............ í gildru ....
— Það höfum við haldið svo oft áður,
sagði Daníel.
— Já, en í þetta sinn leggjum við ekkert
í hættu, svaraði hinn, öruggur. — Londe er
þarna, eins og rotta í holu sinni. Skipunin
um að afhenda hann er á leiðinni og getur
komið á hvaða augnabliki, sem vera skal.
Komist hann til Gilbraltar, verður hann
handtekinn á bryggjunni. Frændi minn hefir
lánað mjer tólf háseta, — ágætis inenn —
og tveir þeirra eru alt af innan fimmtíu
skrefa frá dyrum hans. Engin bifreið er í
skúrnum hjá honum, og stöðvunum hjer
hefir verið bannað að lána honum nokkra,
hvað, sem á gengi. Ennfremur er ekki vjel-
bát að fá, þótt gull sje í boði.
— Hvernig komst hann hingað, spurði
Ann.
— Hann kom á land í Portúgal, sagði Sir
Francis, — sennilega i skemtibátnum, sem
hann hafði í Monte Carlo. Jeg hefi safnað
þó nokkrum upplýsingum um hann. Hann
Ijet inála skútuna upp, breytti nafni hennar,
og seldi hana Gyðingi í Lissabon fyrir hálf-
virði, gegn þvi, að ekki yrði spurt neitt nán-
ar um hana.
— Hafa þau gert nokkuð ilt af sjer síðan
þau komu hingað? spurði Ann.
— Ekki beinlínis, svaraði Sir Francis, en
þó hefir orðið hjer skrítinn viðburður. En
það skulum við tala um eftir hádegisverð.
Nú sjáum við ykkur fyrir herbergjum, og
svo göngum við út, okkur lil skemtunar.
Þau borðuðu hádegisverðinn á steinlögð-
um palli fyrir framan borðsalinn, í skjóli
undir nokkrum pálmum. Sólskinið var heitt
og loftið þrungið ilm allskonar jurta. Eins-
konar farg hvíldi á þeim öllum og þau forð-
uðust eins og heitan eldinn að brydda upp
á málefninu, sem þeim lá öllum mest á
hjarta. Þegar þau höfðu lokið við kaffið og
sígaretturnar, fór Sir Francis með þau gegn
um garðinn og út á rykugan vegarspotta þar
til þau komu á grýtta jörð, þar sem ekki óx
annað en einstaka kaktus á stangli, og kyrk-
ingslegt kjarr. Miðja vegu niður að sjón-
um var grafreitur, umgirtur hvítkölkuðum
vegg, og með einstökum turnum úr bláleitu
grjóti. Þar var einmitt likfylgd á ferðinni,
og hópur af dökkklæddum bændum stóð í
kring um opna gröf. Hin hátiðlega hæn, sem
var lesin hægt og guðrækilega af herhöfð-
uðuni presti, heyrðist einkennilega vel þang-
að, sem þau stóðu. Skammt frá stóð ekkj-
an og grjet beisldega. Hún var gild, dökk-
hærð kona, fölleit og með mikinn hárvöxt á
efri vör, og glampa i augnnum, sem jafn-
vel ekki tárin gátu dulið.
— Jeg fór með ykkur hingað. vegna þess,
að mjer dalt dálitið skritið i hug, sagði Sir
Francis, þegar athöfninni var lokið og hin
dapurlega likfylgd var farin. — Mig minnir,
að jeg hafi sagt ykkur einhverntíma, að eitt
af því fáa, sem jeg get talið mjer til gildis,
er kunnátta i spænsku. Jeg hel'i haft mjer
það til gamans, síðustu vikuna að hlusta á
skraf bændanna, sein þið sáuð. Þeir segja,
að djöfullinn sje á vakki í grafreitnuin. Þeir
hafa sjeð einkennileg fótspor og, að hrófl-
að hefir verið við leiðunum. Fólkið hjerna er
afskaplega hjátrúarfullt og jeg var hissa á
því, að nokkur jarðarför skyldi yfirleitt fara
fram.
Ann var gripin hrolli, svo ]>að var Daniel,
sem kom með spurninguna: Þú heldur þó
ekki, að Londe ........?
— Einhvern grun hefi jeg í þá átt, sagði
Sir Francis. Jeg get ekki ætlað mjer þá dul
að fylgja hugsanagangi hans, en hinsvegar
get jeg skilið, að fýsn hans til að beita hnifn-
um, sje óseðjandi, og kirkjugarður riett við
hendina, er óneitanlega freistandi.
— Þetta er viðbjóðslegt! æpli Ann.
— Þetta fer nú að styttast, sagði Sir
Francis, alvarlegur. Jeg býst við skipuninni
á morgun.
En morgundagurinn hafði ekkert að færa
nema storm utan af hafinu, sem neyddi þau
til að hafast við innan fjögurra veggja, við
viðareld, inestan hluta dagsins. Síðdegis kom