Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1929, Qupperneq 1

Fálkinn - 20.04.1929, Qupperneq 1
STÆRSTA LOFTFAR I HEIMI Vm þessar mundir er verið að fullgera í Englandi stærsta loflskip, sem nokkurntíma hefir verið smiðað i heiminum, — mun stærra heldur en hið víðfræga Zeppelinsloftfar dr. Eckeners. Enska loftfarið heitir „fí 101“ og bijrjar ferðir sinar i sumar. Er það af likri gerö og „fí 100“ en alt stærra. Er það 70h fet á lengd, en áhöfn þess verður 50 manns. Hundrað farþegar eiga að geta rúmast á skipinu og fleiri i stuttum ferðum. Hefir verið kappkostað að gera farþegaþægindin sem líkust því og þau eru á hinum stærstu og fullkomnustu farþegaskipum heimsins, því fólk það sem á annað borð hefir ráð á að ferðast með loftskipum, er góðu vant og gerir miklar kröfur til þæginda. Til dæmis eru á loftskipinu tvö stór þilför handa farþegum til að hreyfa sig á og má lialda þar dansleiki. Á efsta þilfari eru svefnherbergi farþega, snyrtiklefar og matsalur, þar sem 50 manns geta snætl í einu. Á neðsta þilfari eru reykskálar, herbergi skipshafnar, eldhús og búr og ioftskeytastöðin. Er einkar haganlega frá öllu þessu gengið. — Á myndinni sjest að ofan frá v. danssalurinn, eldhusið og matsalurinn, en að neðan er t. v. yfirlitsmynd yfir efri liæð skipsins en t. li. yfir þá neðri. Loks sjest skipið sjálft í miðju.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.