Fálkinn - 20.04.1929, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
ANDFÚLI RAKARINN JÓN H. GUÐMUNDSSON
Þessi rakari þurfti endilega
verða andfúll. Eini maður-
inn, sem jeg nokkurnveginn ör-
uggur gat látið raka mig. Jeg
hafði eitthvað út á alla aðra að
setja, því ýmist skáru þeir mig
eða fóru svo óhöndulega með
hnífinn, að jeg var dauðhrædd-
ur undir honum. En þessi rak-
ari var rjettnefndur sniilingur.
Aldrei kom það fyrir, að hann
skæri mig svo mikið sem smá-
skeinu. Það var engu líkara en
að ull væri strokið eftir andlit-
inu, þegar hann var að verki.
Og hann var einkennilega fljót-
ur að skafa af manni. í langan
tíma hafði jeg ekki látið neinn
annan raka mig og sjálfur gerði
jeg það aldrei.
En nú var rakarinn orðinn
hræðilega andfúll. Og þessi ó-
sköþ komu að mjer virtist í einni
svipan. Það var vægast sagt ill-
þolandi, þegar hann laut yfir
mig. En sjálfur hafði hann lík-
lega ekki hugmynd um þetta.
Annars hlyti hann að hafa hald-
ið sig betur frá vitunum á mjer.
Mjer fanst hann aldrei hafa
komið nær þeim en nú.
Þetta olli mjer mikilla á-
hyggja. Jeg var búinn að taka
þá trygð við þennan rakara, að
mjer mundi varla vera unt að
finna ánnan eins. Einnig þóttist
jeg vita, að honum fjelli þungt,
ef jeg hætti að koma til hans.
En að sitja undir þessum ó-
daun, minst þrisvar í viku, var
alveg óþolandi.
Var það skortur á ahnennum
velsæmisreglum, ef jeg færði
þetta i tal við hann? G,at hon-
um mislíkað, ef jeg spyrði hvort
ekki væri hægt að gera eitthvað
við þessu? En þótt jeg' kaimi
mjer til þess, þá vissi jeg alls
ekki hvernig jeg ætti að koma
orðum að því.
Jeg fór að spyrja kunningja
mína hvernig hest væri að lækna
andremmu. Þeir komu með
mörg ráð og flestir þóttust vita
töluvert um þessa hluti. En mjer
virtust ráðleggingarnar vera
harla lítils virði. — Sumir sögðu,
að pillur fengjust í lyfjabúðum
<>g væri gott að nota þær, því að
lyktin mundi að minsta kosti
finnast síður meðan þær væru
upp i manni.
En ef jeg keypli þessa pillur
og byði honum þær, áður en
hann hyrjaði að raka mig næst?
Jeg náði mjer í fulla dós og
hjelt nú vonglaður til rakarans.
Þegar jeg var sestur í stólinn,
hauð jeg honum úr dósinni.
„Nei takk, jeg horða aldrei
svona pillur“.
„En þær eru svo ljómandi
góðar“.
„Já, sumum finst það“.
Og ,íeg V£>rð að láta dósina of-
:,n i vasann al'tur við svo búið.
Enn mátti jeg til með að sitja
Undir þessari hræðilegu lykt,
tinna þessa viðurstyggilegu and-
renimu þrengjast inn í vit mín
°g gera mig hálfvitlausan.
„Tyggið þjer inunntóbak?“
spurði jeg þegar hann hafði
1-akað mig.
„Stundum hefi jeg gert það“.
Jeg hjet sjálfum mjer að hafa
það með mjer í næsta skifti. —
Auðvitað varð jeg að hafa það
upp í mjer, þegar jeg kæmi inn.
Hraustlega skyldi jeg tyggja og
spýta kunnáttulega í hrákadall-
inn eða kolakörfuna.
En jeg hefi oftast verið fljót-
ur að taka álcvörðun, án þess að
hugsa um, hverjar afleiðingarn-
ar yrðu fyrir mig og aðra.
Jeg hafði aðeins einu sinni á
æfinni látið munntóbak upp í
mig. Það var fyrir mörgum ár-
um, þegar jeg var enn 'óspiltur.
Þá hafði jeg áídrei reykt, drukk-
ið áfengi nje litið konu losta-
fullum augum. En jeg fekk verk
í tennurnar, hræðilega tannpinu.
Jeg hálfgrjet af kvölum. Þá
ráðlagði mjer einn af þessum
umhyggjusömu og hjartagóðu
mönnum sem svo mikið er til
af í heiminum og alt af hafa ó-
brigðul ráð á takteinum, að jeg
skyldi tyggja munntóbak. Hann
gal' mjer fúslega eins mikið og
jeg þurfti. Rjett á eftir fór jeg
í sendiferð. Jeg tugði rösklega
og datt ekki annað í hug en að
mjer mundi batna. En skyndi-
lega fór mjer að verða flökurt.
Jeg fann að jeg hlyti að kasta
upp. Ekki datt mjer i hug að
gerá það úti á götu. Jeg vissi af
vanhúsi einu utanhúss og flýtti
mjer þangað og inn. Þar fór alt
upp úr mjer, sem komist gat þá
leiðina. — Þann dag hjet jeg
því, að þessi óþverri skyldi ald-
rei framar fara inn fyrir mín-
ar varir.
En nú hlaut jeg að brjóta þetta
heit. Jeg mátti ekki láta undir
höfuð leggjast nokkuð ráð, sem
gat orðið til þess, að þess-
ari plágu yrði ljett af, þótt ekki
væri nema í svip.
Jeg fór til rakarans með tó-
hak bæði i munninum og í vas-
anuin. Skönunu áður en jeg sett-
ist í stólinn, bauð jeg honiim
bita.
„Nei takk, jeg tygg aldrei tó-
bak meðan jeg er að vinna“.
Nú var jeg illa vonsvikinn.
Þetta hafði þá líka brugðist. —
Enn Ijet jeg raka mig og alt var
eins og áður.
Svona sat í sama horfi nokkr-
ar vikur.
Jeg tók eftir því, að viðskifta-
menn rakarans urðu alt af færri
og færri. Á þeim tíma dags sem
áður hafði verið nóg að gera,
komu nú orðið örfáir. Þetta
varð mjer nýtt umhugsunar- og
áhyggjuefni. Jeg þóttist sjá, að
með þessu móti mundi rakar-
inn verða atvinnulaus innan
skamms tíma. Það var nokkuð,
sem mjer fanst að mætti alls
ekki koma fyrir. Mjer var sagt,
að hann ætti konu og þrjú börn.
Vesalings konan og aumingja
börnin! Hlaut það ekki að vera
hræðilegt, að sjá viðskiftamenn-
ina, hvern af öðrum ganga sjer
úr greipum. Var ekki skylda
mín að gera alt sem jeg gæti, til
jiess að koma í veg fyrir slíkt?
Auðvitað var rangt af mjer að
láta þetta afskiftalaust.
Mjer dat í hug að leita lækn-
is og spyrja hann ráða við þessu.
En það mundi kosta peninga og
ekki hafði jeg of mikið af jieim.
Jeg fór því að blaða i hók,
sem jeg bjóst við að gæti ef til
vill gefið einhver ráð.
Þar rakst jeg á þetta:
„Andrcmma (foetor ex ore)
er oft að kenna ýldu úr holum
tönnum, en stundum langvinn-
um ígerðum í nefi eða kjálka-
holi. Stunduin getur andremma
stafað frá skemd í Iunga“.
Jeg mundi glögt, að fram-
tennur rakarans virtust vera i
góðu lagi. Hinar hafði jeg aldrei
sjeð og lítil líkindi voru til Jiess,
að jeg fengi að skoða upp í.
hann. Hvort hann hefði ígerð í
nefi eða kjálkaholi eða skemd
í lunga, hafði jeg auðvitað ekki
hugmynd um. Og ef jiað væri
eitthvað af jjessu þrennu, mundi
líklega erfitt að lækna jiað. En
skenidar tennur var þó hægt að
draga úr eða gera við.
Næst þegar jeg ljet raka mig,
var jeg óvenju skrafhreyfinn.
Enda lá mikið A’ið. Jeg varð að
komast eftir án þess að vekja
minsta grun, hvort hann hefði
ígerð i nefi eða kjálkaholi eða
skemd i lunga.
Og það verð jeg að segja, að
jiótt mjer hafi oft vel tekist að
orða hugsanir mínar, þá hafa
jiæi' aldrei birst i betri búningi
en í þetta skifti. — Þegar jeg
gekk út úr stofunni var jeg
liandviss um, að þessi ófögnuð-
ur stafaði einungis frá tönn-
unum.
Þá var ekkert annað eftir en
að koma honum til læknis. Þar
var reyndar sá þröskuldur, sem
lengi mundi jjvælast fyrir. Mjer
fanst alveg ófært að segja rak-
aranum blátt áfram, að hann
jjyrfti að fara til læknis og láta
gera við tennurnar.
Þess er skylt að geta, að langt
var síðan, að jeg hætti að hugsa
um, hve ill-þolandi þetta var
fyrir mig. Það var atvinna
mannsins, konan og börnin, sem
jeg bar fyrir brjósti.
En eitt laugardagskvöldið,
þegar jeg lcom til að láta raka
mig, var lokað. A hurðinni stóð,
að rakarinn starfrækti ekki stof-
una framar.
Jeg glápi stutta stund og var
fljótur að ákveða mig, eins og
fyrri daginn.
Jeg fór heim til mannsins og
bað hann blessaðan að raka mig,
þvi að jeg gæti helst ekki látið
neinn annan gera það. Mjer Jiótti
rakarinn verða nokkuð undar-
legur, er hann heyrði bón mína,
en hann byrjaði strax að raka
mig.
Þegar jeg sá konuna hans,
datt mjer undir eins í hug, að
hún mundi vera ein af þessum
vinnukonum, sem komnar eru
af barnsaldrinum og grátglaðar
af þakklæti taka fyrsta mann-
inum, er biður þeirra. En jeg
helði líklega getað tekið hana í
faðm minn, þótt ekki litist mjer
á liana, einungis til að bæta
henni upp jiá kvöl, sem mjer
fanst hún hlyti að liða vegna
andremmu manns síns.
Það er skemst af að segja, að
jeg var tíður gestur hjá rakar-
anum. Hann vann nú eyrinni og
því Jíklega oft þröngt í búi hjá
honum.
Einu sinni var rakarinn ekki
heima, þegar jeg kom þangað,
aoooaaoooooooooooaooaaoao
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Verslið I
o
o
o
o
o
o
Edinborg.
o
0000000000000000000000000
en konan bauð mjer inn. Við
röbbuðum mikið sanmn og að
lokum barst talið að tannpínu
og tannskemdum. Jeg spurði þá,
hvort maður hennar hefði ald-
rei haft verk i tönnunum.
„Það held jeg að hann hafi
ekki farið varhluta að þvi“,
sagði konan.
„En hefir hann þá ekki leitað
læknis“, spurði jeg.
„Hann hefir aldrei fengist til
þess“, svaraði hún.
Nú hugsaði jeg mikið um,
hvernig menn vanræktu að gera
skyldu sína og gættu lítið hags
síns og annara.
En viðskifti mín og rakarans
fengu skjótari endir en mjer
hafði í hug lcomið.
Dag nolckurn fjekk jeg brjef.
Það var frá rakaranum og í því
var þessi lcafli:
„Jeg neyðist þvi til að segja
yður, að jeg á ömögulegt með að
raka yður oftar vegna jiess að
þjer eruð svo hræðilega andfúll“.
Mjer hefir aldrei brugðið eins
mikið á æfi minni. Fyrsta verk
mitt, eftir að jeg hafði jafnað
mig, var að opna munninn og
líta í spegil. — Og sjá: Þar voru
margar skemdar tennur.
Útvarpsfrjettir.
Nú hefir þýskum hugvitsinanni,
prófessor Esau, tekist a'ð smíða sendi-
tæki fyrir liráðlaust tal, sern notar
miklu styttri raföldur, en liingað til
hafa verið notaðar. Hefir hann sent
skeyti á 2—3 metra löngum öldum,
m. a. úr flugvjel, og Iiafa Jiau lrorist
yfir 100 kílómetra. Og nú er hann að
reyna tæki, sem senda skeyti með 20
—30 sentiinetra öldulengd. Eru þau
ekki stærri en svo, að hægt er að liafa
þau i vestisvsanum. Fer þvi sennilega
að liða að þvi, að menn geti haft
loflskeytalæki i öðrum vestisvasanum
eins og inenn lifa úrið sitt i liinum.
Með þessum tækjum er hægt að láta
öldurnar berast í ákveðna stefnu, og
þurfa þær því ekki að trufla skeyti
í öðrum áttum. — Flestar útvarps-
stöðvar sem nú eru notaðar i heimin-
um, senda á 1200—1800 inetra öldu-
lengd.
Innan fárra vikna verður farið að
útvarpa lifandi inyndum i Englandi.
]>A geta inenn setið heima lijá sjer
og horft á íþróttakappleiki og merka
viðburði, sem gerast í fjarlægð, og ef
menn hafa hljóðútvarpstæki, geta
þeir heyrt og sjeð sjónleiki og því
uin líkt. I>að er aðferð liugvitsmanns-
ins Baird, sem notuð verður við út-
varpið. Viðtæki fyrir myndir ásamt
liljóðviðtækjum eru Jiegar koinin í
verslanir í Englandi og kosta frá 250
til 3000 kr.