Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1929, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.04.1929, Blaðsíða 4
4 F A L K I N W l Fyrsla ókapídýrið, sem kom til Evrópu. Myndin er tckin, í dýragarðinum í Antwerpen, en dýrið lifði að eins stutta stund. af dýrastofni, sem er að deyja út, því annars mundi dýrsins hafa orðið víðar vart. Það er mjög erfitt að finna ókapíinn, því hann heldur sig þar í skóg- inum sem mestur er sef- og star- argróður, svo að henn sjest að eins sjaldan upp úr grasinu. Auk þess er hann styggur og heyrir mjög vel, svo hann get- ur komið sjer undan í tíma, ef hætta er á ferðum. I vaxtarlagi er ókapí einna svipaðastur hesti, nema hvað hann er miklu vambmeiri en flestir hestar. Líka lækkar hrygg- urinn eftir því sem aftar dreg- ur og lendin er lægri en hrygg- urinn. Að þessu leyti minnir hann á gíraffann. Vömbin er mjög samandreginn um nárann, eins og á gíraffanum, og því lík- ast að lærin sjeu laus við síð- urnar. Hausinn er talsvert likur og á hesti, á hlið að sjá, en fram- an frá likist hann talsvert kýr- haus, einkum á nefið og gran- irnar. Er hausinn mjög langur. Á krúnunni hefir karldýrið tvö horn, sem þó eru skinnguð eins og á gíraffanum. Lágklaufir hef- ir hann engar. Dýrið er um meter á herðakambinn, fullvax- ið. Annars lýsa myndirnar útliti þessa nýja dýrs, svo vel að því verður ekki betur lýst með orð- um. — Stefnumótið í flotastöðinni. Nýlega stóð danskur sjóliSi fyrir rjetti til aS svara til sakar fyrir hrœSilega ávirSing. Hann heitir Henry Schlahs og var dáti á herskipinu „01- fert Fisher". Hann hafSi einn dag veriS settur dyravörSur á söSlasmiSadeild, sem er þar á flotastöSinni og átti vitanlega fyrst og fremst aS gœta þess, að eng- iun óviSkomandi kæmist inn. En nú vildi svo til, aS þennan sama dag kom unnusta lians aS heimsækja hann. Hún var ofan úr sveit og þekti alls ekki þann stranga aga, sem her- menn lifa undir. LeigSi hún sjer bát og ljet róa sjer yfir sundiS tii flota- stöSvarinnar. I’egar liún steig þar á land mætti hún varSmanni, sem varS allur að einu brosi þegar hann sá stúlkuna, þvi stúikur eru sjaldsjeðar á þessum slóSum. Hún spurði eftir, hvar Henry Schlabs væri að finna, og hann beigði sig og buktaði og benti lienni á hvar hún ætti að fara. Sclabs væri i dag dyravörður í söðlasmíSadeildinni. Stúlkan fann Henry og fleygði sjer um hálsinn á honum undir eins. En þar sáu menn til, svo að Henry bað stúlkuna um, að ganga með sjer út fyrir dyrnar, þar sem enginn sæi til. Og þar kysti hann liana. En nú var ólánið það, að yfirmaður sá þetta. Og í sama vetfangi, sem Henry var að smella þriðja kossinum á munninn á unnustunni, kemur yfirmaðurinn. Og hann var ekki alveg eins ljúfur og varðmaðurinn fyrsti, sem stúlkan hafði hitt. Skipaði hann stúlkunni að snáfa í land og fór svo með Henry til yfirforingjans, sem dæmdi liann til 8 daga refsingar. En þessi dómur fanst Henry full harður. Og því fór hann til dómstól- anna og áfrýjaði. Hann var svo hepp- inn að ná í lögmann, sem hafði lag á að koma við hjartað i dómurunum. Hann hjelt langa ræSu um ást, og úrslitin urðu þau, aS Henry slapp með aðvörun, og lofaði að kyssa aldr- ei stúlku á þeim tima, sem hann væri dyravörður á söðlasmiðaverkstæSinu. m m m m æ m m m m # m m m m Piano fyrsta flokks fyrirliggjandi. Seljast með verksmiðjuverði að viðbættum flutnings- kostnaði. A. Obenhaupt. m m m m m. m & m m & m m m Maður nokkur var nýlega látinn laus úr fangelsi i Ohio eftir tveggja ára vist þar. í fangelsinu hafði hann skrifað skáldsögu um styrjöldina og seldi hana fyrir 30 þúsund krónur undir eins og hann var orðinn laus. Það var tugthúsvist sem borgaði sig. Bandaríkin hafa veitt 6.400 norsk- um innflytjendum viðtöku á ári und- anfarið, en nú eru það 30.000 manns sem hafa sótt um innflutningsleyfi og þau eru afgreidd eftir röð, svo aS það verða 4—5 ár þangað til þeir eru komnir vestur, sem hafa sótt nú þeg- ar. En nú vill Hoover lækka innflytj- endatöluna niður í 2.377 manns og ef það verður ofan á líða 10—12 ár þangað til þeir fá innfararleyfi sem nú hafa sótt. Þegar heildsali einn í Kaupmanna- höfn kom heim til sin fyrir nokkru hitti hann fyrir innbrotsþjóf i dag- stofunni sinni. Þjófurinn lá á sófa og hraut. Það kom þá í ljós, að þjóf- urinn hafði farið að fikta við út- varpstækið í stofunni og hitti svo á, að einn af hinum leiðinlegri ræðu- mönnum þjóðarinnar var að flytja er- indi. Og — við það sofnaði hann. Negrahöfðingi einn í Narobi dó ný- lega af blóðeitrun. Hann hafði átt 50 konur á lifi er hann dó og fylgdu þær honum allar til grafar ásamt 300 börnum hans. Hann hefir áreiðanlega ckki verið með kenningum Thit Jen- sen um takmörkun barneigna, karl- inn sá. Coolidge forseti hefir nú farið að dæmi sumra annara stjórnmálaskör- unga, sem látið hafa af embætti, og er farinn að skrifa í blöð. Hefir hann gert samning við ýms stórblöð Ame- ríkumanna um fjölda blaðagreina, sem eiga að fjalla um sjálfan hann, störf hans í forsetasætinu og lífið í Washington. Fyrir þetta fær hann dollar fyrir orðið, svo búast má við að hann verði langorður. Nú virðast menn staðráðnir í að grafa jarðgöng undir Ermasund. En fyrir 40 árum töluðu menn í fullri alvöru um að byggja brú yfir sundið, milli Cape Griz og Folkstone. Er þar 38 kilómetra vegalengd á milli. Haf- K\g\gyg\/a/»i»i«/i P&sthússtr. 2. Reykjavík. Sfmar 542, 254 °3 309 (framkv.st].). i>t\r\rs<r»/i/i/a KWiS'iTvrSrSQl Alíslenskt fyrirtæki. Allskonar bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. LeitiB upplfsinga h)á næsta umboBsmannit dýpið var livergi meira en 60 metr- ar, þar sem brúin átti að liggja, en brúin sjálf átti að vera 56 metrum yfir sjó, svo að öll skip gæti siglt undir liana. Fjarlægðin milli stöpla átti að vera 100 til 500 metrar. Og brúargólfin þannig útbúin, að hægt væri að loka brúnni alveg, ef til ófrið- ar kæmi. í þá daga þorðu menn ekki að grafa jarðgöng af hræðslu við, að þau gæti komið óvinum að gagni í styrjöld og voru því að ráðgera þessa brú, sem hefði orðið margfalt dýrari. Vixlarinn Georg Blúmenthal kom nýlega til Cannes í Suður-Frakklandi og kom auðvitað i spilabankann. Á þremur mínútum vann hann 91.650 dollara og er sagt, að enginn liafi áður unnið jafn mikla peninga í spil- um á svo skömmum tima. Berlinablaðið Tempo segir, að Vil- helmina Hollandsdrottning ætli i ferðalag í sumar til ýmsra konungs- hirða Evrópu til þess að ná dóttur sinni og ríkiserfingja Hollendinga í mann. Nefnir blaðið ýmsa, sem drotn- ingin muni hafa augastað á, svo sem hertogann af Glouchester, sem er þriðji sonur Bretakonungs, ennfrem- ur nefnir það „þriðja son Kristjáns konungs tiunda" — en hann er sem lcunnugt er enginn til. Blaðið telur þó líklegast, að Leopold prins af Coburg verði tengdasonur drotningarinnar og næsti „drotningarbóndi“ í Hollandi. Með leyfi páfa var nýlega tekin kvikmynd í Róm, er heitir „Sættin milli páfagarðs og ftaliu". Er sýnt i myndinni hvernig aðdragandinn var að sættinni og eru þarna margar myndir af daglegu lífi páfa. Um daginn voru 40 manns staddir á Gothlerstone-hengibrúnni í Durham í Englandi. Bilaði þá annar strengur- inn sem brúin hvildi á, og fór brúin í ána og alt fólkið. Enginn druknaði er um 20 manns meiddust; cnginn þó banvænlega. ►

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.