Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.04.1929, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N r- Tvíbura-vasahnífar, slípivjelar fyrir rakvjelablöð, hitamælar fyrir útungunarvjelar (Fahrenheit), LINDARPENNAR o. m. fl. Best og ódýrast í GImupalíÉni,Laip2 , Cdaucfi TjTaícins TTCqÍíÍs. ssonar Leikfjel. Reijkjavíkar hafði í siðuslu viku frumsýning á leikriti Eline Hoffmann skáldkönu um Natan' Ketilsson. Snýst leikurinn aðallega um síðustn siundir Natans og aðdragandann að morði hans. Eru þeir atburðir cnn í fersku minni flestum íslendingum þó liðin sjeu um hundrað ár siðan þeir gérðust. — Leikurinn sjálfur er nokkuð gallaður og einkum bregst höfundi listin, er hún reynir að teikna nujndir af tveimur aðalpersónnnum, Natani og hinni þjóðkunnu gáfukonu Skáld-Rósu. Verða þau tvö þvi með mildu meira vatnsbragði, en maður skyldi búast vio. Stærsta hlutvcrkið, Natan, leikur Tómas Hatlgrimsson, en þau tvö önnur hlutverk sem mest lwcður að leika tvær konur, scm nýjar eru hjer á leiksviði, frú Svava Jónsdóttir á Akureyri og frú Ingibjörg Steinsdóttir á Isafirði; leilca þær Rósu og Agnesi. Aðrir lcikendur eru Haraldur Björnsson, sem leikur tvö lítil hlutverk og hefir sjeð um stjórn leilcsins, Iljörleifur Iljörleifs- son, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Arndis Björnsdóttir, Friðfinn- ur Guðjónsson, Jóhanna Friðfinnsdóttir oð Guðlaugur Guðmunds- son. Hjer á myndunum sjást nokkrir af leikendunum: í miðju cfst Natan og Iiósa að kveðast á i fyrsta þætti, efst til vinstri frú Svava Jónsdóttir sem Rósa, efst til hægri frú Ingibjörg Steins- dóttir. sem Agnes, en að neðan til vinstri Friðfinnur Guðjónsson sem Danicl vinnumaður og iil hægri Arndís Björnsdótiir og Hjör- leifur Hjörleifsson sem unglingsstúlkan Sigríður og Friðrik. Neðst til vinstri er mynd af höfundinum, frú Eline Hoffmann, sem kom liingað ásamt syni sínum og tengdadóttur til að vera viðstödd frumsýninguna á leikritinu. Sólarupprás. Myndin sem Nýja Bió sýnir þessi kvöld er um flest með öðrum hætti en kvikmyndir gerast. Hún er gerð eftir einni af skáldsögum Hermanns Sud- ermanns, „Ferðin til Tilsit“ og búin til leiks af F. W. Murnau, en aðal- lilutverkin leilca Janet Gaynor og George O’Brien. Sagan gerist ekki i neinu ákveðnu umhverfi, hún á að geta gerst hvar sem er og hvenær sem er. Aðalhlulverkin eru maðurinn og konan, Þau iifa bændalifi í kyrþey, langt frá glaumi stórborgarinnar, en þá kemur ný persóna inn í líf þeirra, borgarstúlkan, lokkandi og laðandi og dregur hug mannsins til sín — imynd freistarans. Og henni tekst að telja manninn á, að stytta konunni sinni aldur, svo að þau fái unnist. Hún fær hann til að hjóða henni til borgarinn- ar til þess að sýna lienni glauminn og gleðina þar, en á ieiðinni yfir vatn- ið, sem þau fara á litlum bát, á hann að drekkja hcnni. En betri maður hans vinnur sigur. Hinsvegar lenda þau í ofviðri á leið- inni heim og báturinn brotnar í spón og þau verða viðskila. Hann kemst til lands en konan finst livergi. Og þegar stúlkan fláráða sjer að maður- inn kemur einn aftur þykist liún viss um, að alt liafi farið að hennar ráð- um og kemur til að sækja hann. Mað- urinn verður frávita af reiði og ætlar að taka líf stúlkunnar. En þá kemur konan, hún hefir bjargast. Og með þvi lýkur leiknum. Það er einkum eftirtektarv’ert við þessa mynd hve prýðilega leikstjór- anum hefir tekist að segja sögu i myndum. Þarna eru að kalla engir textar, en liver myndin rekur aðra og sýnir svo Ijóslega rás viðburðanna, að textanna þarf ekki við. Leikur að- alleikendanna er prýðilegur. Hjer á myninni sjást O’Brien og Janet Gay- nor. 2.000 ungar stúlkur i New York, sem allar vinna fyrir sjer sjálfar, eru að liugsa um að byggja sjer sameiginlegt heimili, sem á að kosta 850 þúsund dollara. Verða þar eintómar tveggja herbergja íbúðir og baðklefi og for- dyrir með hverri. Hefir stúlkunum talist svo til, að þeim verði ódýrara að búa þarna en lifa í matsöluhúsum, en þægindin miklu meiri. -— Er þá flaskan og glasið yðar einasta huggun, maður minn? — Já, með glasi og án þess. t>

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.