Fálkinn - 27.04.1929, Page 9
F A L K I N N
9
mmté® •':• ••>'•* -. íSm................................./. ••••• • . /•••.•....................' *••..............- - ......................■ / • í(M
mm
■
■
llill
■
:
'' jf'' „t-'v./,
m&foé
Foch marskálkur Frakka var jarðsettur í Indvalidckirkjunni i París, en þar er légstaður helstu stórmenna frönskn þjóðarinnar.
Er gröf hans í einni hliðarhvelfingunni í sal þeim, sem kista Napóleons mikla stendur i og var mynd af þessum grafreit, með
kistu Napóleons, nýlega hjer i blaðinu. Jarðarför Fochs var hin fjölmennasta, sem verið hefir i manna minnum í Parísarborg og
má segja, að hvert mannsbarn tseki þátt í útförinni. Og viðstaddir voru fulltrúar frá nálega öllum ríkjum bandamanna. — Að
neðanverðu á myndinni sjest kista Fochs á fallbyssuvagni á leið um stræti í París en að ofan sjást nokkrir af bresku herforingj-
unum, sem fylgdu Foch til grafar.
Eftir hin alvarlegu veikindi í vetur var Georg Bretalconungur
fluttur til hallar sinnar í Bagnor við Ermasund og hefir dvalið
síðan sjer til heilsubótar. Var konunginum ekld hugað lif um
eitt skeið og var fögnuður hinna konunghollu Breta því mikill er
fc’ð frjettist nýlega, að nú væri hann orðinn svo hress, að hann
Qscti farið að taka þátt í stjórnarathöfnum. Hefir forsætisráðherra
oerið á fundi hans oftar en einu sinni síðan með skjöl til undir-
skriftar. En að öðru lcyti liefir ríkiscrfinginn gegnt stjórnarstörf-
um og hið kjörna ríkisráð. Hjer á myndinni, sem tekin er í
Bagnor, sjest lconungur i ökustól sjúlcra og drotningin mð hlið
honum. — Þess má geta, að óvenjulcga margt fólk hefir verið á
baðstaðnum við Bagnor í vor — til þess að sjá konunginn.
Páfinn hefir fyrirskipað bænahald fyrir kristnum mönnum í
Bússlandi, sem nú eiga við ofsóknir að búa af hálfu stjórnarinnar.
Hjer á myndinni sjást rússneskir prelátar í kröfugöngu, til að
hcimta rjettlæti kirkjunni til handa.
Andúðin gegn einualdsstjórninni í Spáni hefir smitað Monacobúa,
og krefjast þeir nú almenns lýðræðis. Hafa þeir farið þess á leit
við Louis fursta, að hann segi af sjer með góðu, þvi annars muni
þeir grípa til vopna. Myndin sýnir höfuðstaðinn, Monte Carlo.