Fálkinn - 27.04.1929, Page 13
F A L K I N N
13
Málninga-
vörur
Veggfóður
Landsins stærsta úrval.
MfHHRlWN
Reykjavík.
Framköllun. Kopiering.
Stækkanir
Carl Ólafsson.
QQQQQQQQQQQtiQQGQQQQQQOQQQ
O O
£3 m O
§ 50 aura |
8 gjaldmælisbifreiðar 8
8 hefir §
8Nýjabifreiðastöðin|
8 til leigu. £3
8 Afgreiðslusímar 1216 & 1870. 8
8o£JO0eJOO0£3OO00QG£30£3O0OCJa£3
^ Hver, sem notar ^
i CELOTEX ►
t ASFALTFILT £
^ í hús sín, fær hlýjar og y
j rakalausar íbúðir. ^
^ Einkasalar: ^
< Verslunin Brynja, ►
^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^
NOTUÐ
íslensk frí-
merki
kaupí jeg aetffi
hæsta verfii.
Verfilisti sendur
ókeypis, þeim
er óska.
Óska eftir duglegum umbodsmönnum
til að annast innkaup; góð ómakslaun.
GÍSLI SIGURBIÖRNSSON,
Ási — Reykjavík.
Kvensokkar í miklu
úrvali í Hanskabúðinni,
j 'Notið þjer teikniblýantinn j
„ÓÐINN “?
FABRIEKSMERM
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
c^álRinn
er víðlesnasta blaðið.
er besta heimilisblaðið.
Maðurinn minn -
SKÁLDSAGA EFTIR
FLORENCE KILPATRICK.
I.
Það var Dick Burtenshaw, sem varð til
þess fyrslur inanna að vekja athygli Willi-
ams Hemingway á því — einmitt um það
leyti, sem William þóttist viss um það, að
hamingjan hefði snúið við sjer bakinu fyrir
fult og alt. Þess her þó að geta, að hann var
maður bjartsýnni en alment gerist. Sex sinn-
Um hafði hann leitað fyrir sjer um atvinnu
sama daginn og sex sinnum verið visað á
hug. Erf hann hugsaði sem svo: „Gefist mér
tækifæri í sjöunda sinn, er mjer borgið —
sjö er happatalan min“.
Það er svo sem auðvitað, að ljettlyndur
maður á besta aldri getur ekki örvænt um
hag sinn til lengdar.
Hemingway bjó i litlu, en ekki ósnotru
herbergi við hliðina á leiðinlegu krókagöt-
unum fyrir vestan Notting Hill Gate. Þegar
kann var nýkominn heim til sín, kom Dick
vinur hans og fjelagi, lallandi inn til hans.
Dick var hesta sál og vinur vina sinna, þótt
hann væri ekki hærra settur en að vera leik-
ari i skopleikahúsi af Ijelegra tæi.
„Fyrirgefðu, að jeg veð hjer inn til þín,
fyrirvaralaust", sagði hann, „en mjer var
forvitni á að vita, hvort þú hefðir fengið
nokkuð að gera í dag“.
Hemingway hristi höfuðið. „Jeg hjelt að
þú gætir nú sjeð það á mjer“.
„Jæja, jeg er búinn að finna hjer atvinnu
handa þjer. Gerðu svo vel — jeg klipti þetta
út úr Tímanum“.
ATVINNA í BOÐI.
Ungan mann — háan vexti, dökkhærðan
°g skegglausan, góðra inanna og vel upp al-
inn — vantar fyrst um sinn.
Sjerstök mentun ekki heimtuð. Tilboð
merkt Y. Z. 77, sendist afgreiðslu blaðsins.
„Það mætti ætla, að þetta væri gaman en
ekki alvara“, sagði William þegar hann var
húinn að lesa auglýsinguna.
„Nú! — Jeg vildi óska þess, að jeg væri
hár vexti og dökkhærður — þá skyldi jeg
ekki hafa látið standa á mjer að fara á hnot-
skóg. En jeg get ekki komið til inála“ — og
Dick leit ólundarlega á stutta og digra fætur
sína. „Útlit mitt hefir altaf verið mjer til ó-
liðs. Hversvegna getur ekki einhverjum bann-
settum leikritahöfundinum dottið í hug að
láta aðalpersónuna vera smáa vexti og litla
fyrir mann að sjá! Var Napoleon t. d. ekki
lítill vexti?“
„Jú, auðvitað“, svaraði vinur hans hug-
hreystandi, „og hann var ekki nándar nærri
eins geðslegur og þú. — Jeg held að jeg verði
að tefla á tvær hættur“.
„Tefla á tvær hættur“, sagði Dick og hló,
„jeg held nú það; þá byrjar gamanið fyrst,
svo að um munar. Jeg þóttist undir eins viss
um, að þetta væri einmitt við þitt hæfi, og
til þess að spara þjer ómak, lagði jeg tilboð
íyrir þína hönd inn á afgreiðsluna. Svarið
kom í morgun“.
Hann tók sigri hrósandi brjef upp úr vasa
sinum, rjetti William það og sagði: „Gerðu
svo vel. Þú átt að koma til Pridmore Gar-
dens nr. 84, kl. 4 í dag“.
„Dick, þú ert hreinasta gersemi“, sagði
Wiliam hrærður. „Jeg vona, að jeg fái ein-
hverntíma tækifæri til þess að gera þjer ann-
an eins greiða. — Klukkan er orðin hálf-
fjögur, jeg verð að leggja af stað undir eins.
Jeg vona að fötin villi ekki sýn á mjer, þó
að þau sjeu orðin lóslitin". Hann skoðaði
sig í krók og kring. „En sú guðs mildi, að
fötin mín eru heil ennþá“.
Dick skoðaði vin sinn vandlega hátt og
lágt.
,Fötin þín fara ágætlega, og eg held, að
útlit þitt geri þig færan í flestan sjó. Hefurðu
hreint hálslín?"
„Já, — en jeg ætla að spara það þangað
til sjerstakt tilefni verður til þess að nota
það“.
„En þetta er alveg sjerstakt tilefni, þú get-
ur reitt þig á það. Jeg skal lána þjer ristar-
hlifarnar minar, þær gera sitt gagn. En nú
verður þú að fara að komast af stað, annars
verður helftin af atvinnulausum Lundúna-
húum, sem auglýsingin getur átt við, komin
á undan þjer“.
Eftir nokkurar mínúlur var William lagð-
ur af stað. Hann var gagntekinn af einkenni-
legri eftirvæntingu, óljósu hugboði, sem hann
hafði aldrei orðið var áður, þótt á ýmsu
hefði gengið fyrir honum. Það var eins og
hann væri að leggja út í furðulegt æfin-
týri---------.
„Þetta er sjöunda tilraunin i dag — og
hún skal hepnast", sagði hann við sjálfan
sig.
Það var ekki að kynja þótt hik kæmi á
William, þegar hann kom í námunda við
Pridmore Gardens nr. 84. Samt sem áður
herti hann upp hugann og gekk inn í húsið.
Honum var vísað inn í herbergi, sem var
fult fyrir af ungum mönnum, háum og dökk-
hærðum, og báru þeir sig allir meira eða
minna mannalega. Það var mikið vafamál,
hvort hann kæmi yfirleitt til greina, þar sem
svona margir voru komnir á undan lionum.
Umsækjendurnir rendu alt annað en hýru
auga hver til annars. I einu stofuhorninu
stóð ungur maður, sem virtist ekki uppfylla
neitt af skilyrðum auglýsingarinnar annað
en það, að hann var ákaflega langur. Hann
var að skeggræða við þann, sem næst hon-
um stóð, og atyrða stjórnina og kendi hann
henni um atvinnuleysi sitt.
„Eftir mínu viti er það horngrýtis stjórn-
in---------“.
„Hvað gagn er í því að atyrða stjórnina?“
svaraði hinn. „Jeg get sagt yður það fyrir
satt, að hér í lifi er alt undir því komið, að
hepnin sje með“.
William leit á þann, sem talaði, fullur
skilnings og samúðar. Þetta átti við hann.
En honum gafst ekki tími til að hugsa nánar
um þetta efni, því að alt i einu var hurð-
inni hrundið upp og þjónustustúlkan. sem
hafði visað honum inn i biðstofuna kom inn
í dyrnar og leit í kringum sig. Hún virti um-
sækjendurna lauslega fyrir sjer og loks
varð henni litið á William.
„Viljið þjer koma?“ sagði hún.
William roðnaði sigri hrósandi. Hann stóð
þegar upp og gekk nokkur skref í áttina til
hennar. En þá nam hann staðar og sagði af-
sakandi:
„Jeg er hræddur um að röðin sje ekki
komin að mjer ennþá“.
„Jú, það er öllu óhætt“, svaraði stúlkan.
„Ivomið þjer hjerna“.
Fyrir utan dyrnar nam stúlkan staðar.
„Hvað er nafn yðar? Jeg fór inn með
nafnspjaldið yðar — en umsækjendurnir
eru svo margir“.