Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.05.1929, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. ”Flll<J ]>ú mjer! Og hann gfirgaf alt, stóö upi> og fijlgi honum". Lúk. 5, 28. Eitt af því sem óvinir Jesú reyndu að leggja honum til lasts "var það, að hann umgengist al- þýðuna í Gyðingalandi, tæki að sjer tollheimtumenn og hersynd- l!ga og hefði samneyti við þá. Oftsinnis var frelsarinn áfeldur lyrir þetta, en í öllu dagfari sýndi hann, að fyrir honum var enginri mannamunur til. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. Jeg tr eltki kominn til að líalla rjett- láta, lieldur syndara til iðrunar", sagði hann. Dómsjúkir menn ættu að festa sjer í minni, hvernig afstaða Jesi'i Krists var til þeirra, sem heðið höfðu skipbrot og Jent í þeim fJokki manna, sem alment er litið niður á. Mönnum er gjarnt að spyrna við þeim, sem hrasað hefir og dæma hann, gleymandi því, að það er elílii niannanna að dæma. Jesús Krist- ur spyrnti ekki við þeim föllnu heldur rjetti þeim höndina og reisti þá við aftur. Og þeir menn eru til enn, sem feta í fótspor hans í þessum efnuni, menn og konur, sem verja kröftum sín- um til þess, að hughreysta þá, sem freistingarnar hafa komið á knje og auka þeim þrótt til þess að standa upp aftur og forðast villugöturnar. Dæmin eru mörg um þetta, og Islend- ingar eiga fallegt dæmi um eina slika manneskju, þar sem er kona, sem nú er látin fyrir nokkrum árum, og starfaði mik- inn hluta æfi sinnar í öðru landi. „Fylgd þú mjer!“ sagði Jes- ús við tollheimtumanninn Leví. „Og hann yfirgaf alt, stóð upp og fylgdi honum“, segir í guð- spjallinu. Fylg þú mjer, segir Jesús ávalt síðan við alla, sem hans orð heyra og þekkja. En það er ekki oltaf, að svarið er á sömu leið, °g í þetta sinn var. Mönnum er ótamt að yfirgefa alt og fylgja honum, eins og forðum ■var á hjervistardögum hans. Þeir hafa ávalt nægar ástæður til þess að færa fram fyrir því, að þeir geti ekki yfirgefið alt og fylgt honum, alveg á sama hátt og sagt er frá í dæmisögunni um boðið mikla, þegar svo margir gátu ekki komið, vegna þess að hugur þeirra var fastur við liið jarðneska. — Fylg þú mjer, seg- h- Jesús daglega við oss alla breyska og brotlega menn. En margir eru kallaðir og fáir út- ■valdir. Fylg þú mjer, segja þjónar kristinnar kirkju við söfnuði sína, er þeir skýra fyrir þeim Guðs orð og safna þeim saman til bænar og lofgjörðar drotni. Eylg þú mjer, segja góðir og grandvarir menn, sem vilja henda æskunni á holla vegi og hjálpa henni inn á þá leið lífs- ins, sem liggur til farsældar og gleði. En það eru aðrar raddir, sem hka hvísla: Fylg þú mjer! Radd- lr freistinganna og óhollustunn- ar, sem á skamri stund getur eitrað ungt og ístöðulítið líf, svo að það lengist í „æfilangt eymd- arstrik'. Og því miður eru þeir ekki fáir, sem gefa þessu hvísli gaum. Þeim er sjaldnast boðið að yfirgefa alt. En í stað þess yf- irgefur alt þá, — alt það góða og fagra, sem veitir lífinu hinn sanna unað. En það er vandalítið að velja rjett og fylgja því rjetta. Því allir þeir, sem kristnir eru kall- aðir vita, hverjum hollast er að fylgja. Og þeir þekkja, hvenær sem kallað er til þeirra: Fyíg þú mjer, hvort leiðin liggur til hans, sem fórnaði sjer sjálfum, til þess að greiða mannkyninu götu til eilífrar sælu, eða hvort það er afl andstæðunnar sem kallar. Afdrif Hfsins er undir valinu komin. En hver sá er sæll, sem fer að dæmi tollheimtumanns- ins, sem yfirgaf alt og fylgdi honum. Poul Reumert. Innan skams eiga Reykvíking- ar von á góðum gesti, þar sem er Poul Reumert leikari. — Johannes Poulsen og Poul Reum- ert eru taldir langbestu leikar- ar Dana, og verður varla úr skorið hvor færari sje. En síst mun aðdáendahópur Reumerts vera minni en hins. Fjölhæfni Reumerts er við brugðið. Hann getur leikið hin ólíkustu hlutverk með sama snildarbragnum, svo að ekki verður sagt i hvaða grein leik- listarinnar hann sje frægastur. En mjög er haldið á lofti með- ferð hans á Henriks-hlutverkum i Holbergsleikjum og tilsvarandi hlutverkum hjá Moliere. Annars hefir Reumert leikið alt hugs- anlegt — og um eitt skeið — fyrir nær 20 árum — A’akti hann athygli sem óperusöngvari. Reumert er tvímælalaust mesti listamaðurinn sem nokkurntíma hefir komið á leiksvið hjer á landi. Og það mun sannast, að hann myndi sjer hjer fjölmenna sveit - aðdáenda, því fyrir list lians beygja allir sig. Eigi er ennþá álcveðið að fullu hvaða leikritum hann sýni sig í hjer, eri m. a. verður það í Tart- uffe Molieres, sem er eitt af frægustu hlutverkum hans, og hann hefir leikið í sjálfri París. Þá leika þau Anna Borg og hann saman smáleik þann eftir Runar Schildt, sem þau ljeku við svo góðan orðstír á kgl. leikhúsinu BERNARD SHAW UM LlFIÐ Bernard Shaw var nýlega .spurður um hvort að hann vildi lifa iif sitt upp aftur að nýju ef hann :etti ]>ess kost. Hann svaraði: „Jeg vil aðeins vekja athygli á ]>ví, að reynslan sýnir, að mennirnir læra aldrei af reynslunni. Það eru ekki endurminningarnar sem ráða hegðun vorri hjer; vjer lát- um leiðast af eftirvæntingunni. Þessvegna mundi maðurinn, ef hann Von Buddinge i „Genboerne". Daniel Hejre i Khöfn í vetur. Hjer eru nokkrar teikningar af Reumert, flestar eftir Valde- mar Möller, sem er einna skemti- legasti skopmyndateiknari Dana, og teiknar nær eingöngu myndir af leikurum. Lýsa þær allvel því einkennilegasta í andlitsfalli Reumerts. En kvenfólkinu til liuggunar skal tekið fram „til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning“ að Reumert er friður maður sýnum, hár vexli og glæsimannlegur. lifði í 300 ár, vera alt öðruvísi en ef hann aðeins lifir í 70 ár. Að lifa sitt lif á ný er bara vitleysa. Frægð er eklti eiginleiki hins fræga, en sltilningur annars fólks á honum (eða lienni). Frægð mín læknar ekki kvilla mina, en hún skemtir þeim, sem dáðst að mjer. Góð heilsa og vinna er það sem gef- ur lifinu gildi. Löngun eftir frægð og það sem menn alment kalla hamingju er brjálsemi og mjög brjóstumkennan- leg tilfinning. imillimiiiimiiiiliiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiLiiimiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiLiiminiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiitíif

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.