Fálkinn - 01.06.1929, Qupperneq 7
F Á L K I N N
7
V E G U
Það var gengið á tánum livar sem
stigið var niður fœti i liúsinu. Ragn-
ai' kaupmaður var liættulega veikur.
Hann hafði fengið svæsna lungna-
hólgu. Læknirinn hafði verið táoi'ður.
Ragnar kaupmaður iiafði gert sjer
von um að dauðinn væri í einhverri
órafjarlægð. Hann liafði lialdið ]iví
fram, að dauðinn kæmi hversdagsmál-
urn mannanna ekkert við. Það væri
ekki um annað að ræða en að sofna,
Þegar ]>essu lífi væri lokið. En nú gat
hann ekki hetur sjeð, en að hann
stæði alt í einu frammi fyrir dauð-
anum. Og gat hann nú verið alveg
viss um það, að enginn fótur væri
fyrir öllu því, scm sagt var um lifið
eftir dauðann?
Hvernig gat liann verið viss um ]>að?
Hann hafði í raun og veru aldrei
um málið hugsað. Honum liafði ávalt
fundist það fjarstæða.
En margir höfðu hugsað um þau
mál, og þeir höfðu ýmislegt fullyrt.
Og það var fjöldi fólks, sem trúði
þeim fullyrðingum.
Var fólkið svona trúgjarnt og
heimskt? — Það hafði honum fund-
ist. — En nú runnu á hann tvær
grimur. Og nú var máske að því kom-
ið, að hann þyrfti að standa frammi
fyrir sannleikanum.
Það fór hrollur um hann, og svitinn
spratt fram á enninu.
Hugurinn iivarflaði aflur í tímann,
til liðínna æfidaga.
Eitt sinn hafði hann verið fátæk-
ur og umkomulaus unglingur. Með
linúum og hnefum hafði hann hrotið
sjer hraut í lífinu. Og var það ekki
heiður hans að hafa sjálfur hrotið
sjer hraut? Hann gat ekki sjeð, að
hægt væri að komast öðruvísi áfram.
I'að voru nú ekki neinir lieilagir engl-
ar, þéssir hlessaðir jarðarbúar. Og gat
nokkur láð lionum það, þó Iiann vildi
láta sem allra minst af hendi við
aðra, og ná í sein mest fvrir sjálf-
an sig? Voru ekki allir með þvi marki
hrendir?
Hann hafði verið geðrikur og vilja-
sterkur. En var það ekki viljaþrótt-
urinn og skapfestan sem höfðu gjört
honutn það fært að komast það, sem
hann liafði komist. Ófyrirleitinn hafði
hann verið i æsku og hefnigjarn.
Margir liöfðu fengið að kenna á harð-
leikni hans á uppvaxtarárunum.
Það kom upp í huga lians atvik frá
þeim árum. Hann hafði þá verið
smali að Skriðu. Þóra, vinuukonan,
hafði reitt hann til reiði. Hann hugs-
að um það all kvöldið, hvernig liann
gæti komið hefndum fram. En um
nóttina læddist hann að rúmi henn-
ar og klipti af henni liárfljctlurnar,
fast upp við eyrun.
Hann fekk að vísu hotnlausar
skammir fyrir tiltækið; en það sem
húið er að gjöra, verður ekki aftur
tekið. Og Þóra gekk með skuplu alt
sumarið og allan næsta vetur. En það
mundi hann, að Þóra grjet eins og
harn allan daginn, eftir að þetta gerð-
ist.
Það gægðus,t lika fram í huga lians
ýms atvik úr daglegu lifi siðari ára.
Hvernig hafði framkoma hans verið
við fátæklingana og aðra litilmagna?
Hg hvernig Iiafði honum farnast við
verkafólkið?
Það gægðust liópar af ásakandi and-
litum upp í huga hans. Ætlaði það að
tara að ásaka hann nú — ósjálf-
hjarga og hjálparlausan, eins og hann
var? En myndirnar fóru ekki aö þvi,
hvað honuni þótti best lienta. Þær
ætluðu auðsjáanlega að hjóða hoiium
hirginn. Hann skipaði þeim að fara,
sagði þeim, að þær hefðu ekkert hjer
a® gera. En nú urðu sctriingarnar rugl-
ingslegar, og myndirnar fóru á ring-
ulreið.
— Hann hefir óráð, aðra stundina,
mælti hjúkrunarkonan við frú Önnu.
R I N N
Þær liagræddu houum á koddanum,
þerruðu svitann af enninu og vöktu
yfir liverri lireyfingu Iians. Þannig
leið tíminn.
Nú bjuggust þær við að bráðlega
mundi skifta um, á annanhvorn veg-
inn.
Klukkan var orðin 3. Friður nætur-
innar livíldi yfir öllu. Það hafði sig-
ið svefnmók á Rangar.
Frú Anna var áliyggjufull. Hún sat
við rúinið og grúfði andlitið i hönd-
um sjer. Sárast þótti lieniii, hve litið
hún var fær um að gera.
Hjer var auðvitað engu hægt úr að
hæta. Hún hafði lesið úr sundurlausu
setningunum og óráðsruglinu. Og hún
gat af þvi ráðið, livernig hugarástand
lians var nú. Hún fór að barma sjer
yfir því, rneð sjálfri sjer, hve lílil á-
lirif liún hefði getað liaft á honn. Þau
höfðu aldrci átt samleið í lífsskoðun-
um, allra síst i andlegum málum.
Hann hafði alt af hæðst að trúartil-
finningum licnnar og bænrækni, alt af
stríði við sjálfa sig. En svo tók Þóra
lilegið að lienni, þegar liún mintist
á íramhald lifsins. Og hversu oft hafði
hann lirýnt hana með því, að hugsun
hennar snerist öll um draumkendar
hugsjónir og skýjaliorgir, sem ekki
komu veruleikanum við. Aðalliugsun
lians hafði verið að safna fje, og það
hafði honum telrist.
Húii vissi að fjármunirnir voru
inikilsvirði, og liún vildi afla fjár-
muna, án þess að ganga á liluta ann-
ara. Og hún vildi afla þeirra i þarfir
göfugra hugsjóna. En liverju höfðu
]iau varið til göfugra liugsjóna? —
Henni var órótt. Það greip liana
cinliver sterk þrá, til þess að leita
sambands við æðri öfl.
Hún hafði oft fengið styrk og hug-
svölun í sambandi sálar sinnar við
þau öfl.
Hún laut að Ragnari og sá að haun
mókti. Nokkur liöfug tár fjellu á
koddann. Hún gekk fram í stofuna,
sem var fram af svefnherberginu og
staðnæmdist þar. Hún vildi leita guðs
í einrúmi og kyrt næturinnar. Og
hún kraup við legubekkinn, til þess
að biðja. En lienni var erfitt um
hænina. Það gægðust ótal liugsanir
fram i liuga liennar.
Og það var eins og hugsanirnar
yrðu að myndum. Fn svo breyttist
sjónarsviðið. Ifvað var þetta? — Nú
sá liún Ragnar. — Hann var staddur
á einhverri auðn. Var þetta hugar-
burður, eða sá liún þetta inni i stof-
unni? Hún hlaut þó að vcra með
rjettu ráði. Eða var hana farið að
dreyma, glaðvakandi, eins og hún var?
Og livað var þetta, sem Ragnar liafði
lilaðið upp í kringum sig? Nú sá liún
það. Það voru auðæfi bans. Hún sá
liann reyna að breiða sig yfir þau,
eins og liann vildi verja þau fyrir ein-
hverjum. Nú skýrist sýnin belur. —
Það var fjöldi fólks umliverfis Ragn-
ar. —Hún þekti það flest. Alt hafði
það orðið fyrir einliverskonar mis-
rjetti af lians hendi. En til hvers var
komið til þess að kref.jast reiknings-
skapar? — Hvers vegna kom það nú?
— Hún mundi eftir þvi, að Ragnar
var liættulega veikur. — Nú var auð-
vitað timinn kominn. — En þarna stóð
maður í skínandi ltlæðum. — Ekki
gat það verið menskur maður. Hann
hjelt á vogaskálum i liendinni. — Nú
var gátan ráðin. — Hún gekk fram og
staðnæmdist við lilið Ragnars. — Þar
vildi hún vera, livað sem á dýndi.
Hún gat þá máske eitthvað hjálpað
honúm. Og nú fann hún þrótt sinn
aukast. Það var eins og hún andaði
að sjer krafti' frá einhverjum ósýni-
legum aflgjafa. — Ilún sneri sjer að
Ragnari. Hann var þungur á brúiiina
og kuldalegur, eins og norðanliakki
yfir hafinu. lfún lagði hönd sina á
öxl lians, og við það mýktist svipur-
inn og varð ljúfur eins og vormorgun.
En Ragnar varð um leið máttvana eins
og lítið barn. —
Hvað átti hún að gera? — Henni
var auðvitað ætlað að gera eitthvað.
— Hún tók nú fjársjóðina, einn af
öðrum, eins og ósjálfrátt, og tíndi þá
i vogaskálina. Lóðanna þurfti liún
ekki að gæta. Það gerði maðurinn í
livitu klæðunum. Og nú afhenti hann
hverjum fyrir sig, það sem hann vóg
á skálarnar, jafn óðuin og þeir gáfu
sig fram.
Þannig hjeldu þau áfram, þar til
alt var þrotið. En fjársjóðurinn hafði
ekki enst handa öllum.
Þarna kom ung kona, tötraleg og
hálf nakin. Hún var hikandi og ó-
framfærin. —■ Með Iiverju varð lienni
greitt? — Það var ekkert eftir. —
Hún fann augu hvitklædda manns-
ins hvila á sjer, fann að liann las
huga hennar, eins og læsi liann i op-
inni bók. — Henni varð litið á kjól-
inn sinn. — Átti hún með rjettu föt-
in, sem hún var í. Benti eklti alt á
að þau lijónin væru liinir raunveru-
legu öreigar? — Og hvað var þá ann-
að að gjöra en að skila þeim. Henni
var það ljóst. Það var lögmál rjett-
lætisins. Engir tveir menn voru sltild-
ir að.skiftuin fyr en það lögmál var
uppfylt. Og var nú ekki verið að
jafna reikningana? — Með hverju gat
liún skýlt sjer, ef hún klæddi sig úr
fötunum? — En hverju þurfti hún að
skýla? — Hver cinasti lijartsláttur
liennar var lielgaður guðí. Vilji henn-
ar og þrár voru helguð göfugum hug-
sjónum. Hún klæddi sig úr fötunum og
lagði þau í skálina. Fátæka konan
tók þau Og fór. — Þóra frá Skriðu
— lieyrði hún sagf við eyrað á sjer.
Hún leit upp og sá Þóru standa við
vogaskálarnar. Hún var með stýfðu
lokkana eins og forðum. — Söguna
hafði hún heyrt. — Henni varð ósjálf-
rátt gripið til hárlokka sinna. Og
lokkarnir fjellu lausir niður á liand-
leggi hennar. Hún lagði ]iá i skálina,
og leit til Þóru. Þóra stóð kafrjóð
og niðurlút. Hún átti auðsjáanlega í
hárið, lokk fyrir lokk. Hún lirá lokk-
iiiium saman í yndislega fagran hár-
sveig. Þegar því var lokið, sá bún
Þóru koina í áttina til sin, og fann
liana leggja sveginn á höfuð sjer. En
þegar Þóra geklc á brott, sá hún að
undarlega lirá við. Glóbjart liár lið-
aðist uni herðarnar og fjell i beltis-
stað. —
En undrun hennar varð ennþá
meiri. —
Hún var sjálf i yndislcga fögrum
klæðnaði, og bárfljcttur liennar lið-
uðust niður, eins og þær höfðu feg-
urstar verið. — Henni varð litið til
livitklædda inannsins. Ifann stóð enn
á sama stað. Hún sá augu lians, mild
og kærleiksrík, hvíla á sjer. Og mild-
in og ástúðin fóru um sál liennar
eins og gróðrarskúr um gróanda. —
Iin nú hvarf sýnin. — Henni varð
lilið til Ragnars. Hann var enn á
sania stað. — Þau voru tvö ein eftir.
Hún fór að skygnast um. Nú sá hún
Ijósbjarma í fjarska.
Það var eins og hjarmi yfir lýstri
borg. —
Hún reyndi að reisa Ragnar upp.
Hann gat með naumindum staðið. -—■
En nú livarf sýnin alt i einu og það
var eins og liún raknaði úr undar-
legu ástandi. — Hvað liafði komið
fyrir liana? — Hvað lioðaði þcssi
sýn? — Hún fann sig knúða til að
svala bjarta sínu i bæniniii, og nú
ællaði hún sjer að beita til þess öll-
uni vilja sinum. Henni fanst sálin
vera í einhverskonar samhandi við
ósýnileg æðri öfl, og hún vissi að nú
mundi henni verða Ijett um að biðja.
Og nú lieyrði liún rödd, unaðslega
eins og þýðustu tóna og þróttþrungna
eins og fossaniðinn:
— Hvers þjer liiðjið föðurinn í
mínu nafni, það mun hann veita yð-
ur. — Og nú var eins og sál liennar
andaði að sjer uinlra þrótti. Hver taug
var spent. Hún fann sig alla verða að
logandi fórnareldi, sem teygði sig upp
að liásæti dróttins.
Hún hað um að Ragnari mætti verða
lengra lífs auðið, og að honum auðn-
aðist að hæta fyrir umliðið líf. Hún
hað um visku, ]irótt og aðstoð til
þess að liæta lif lians og fegra. Og
hún hað um að mega fylgja honum
vfir á ókuiina landið, ef dauðinn væri
óumflýjanlegur. Hún liað um að fá
að vera hjá honuni og Ijetta honum
vansæluna, sem ef tii vill liiði lians.
Hún vildi vera ljósgeislinn lians i
myrkrinu, farvegur, sem kærleikur
drottins strcymdi um að sál hans,
rödd guðs, sem hvislaði í eyra hans,
höndin, sem leiddi liann og styrkti.
Hún liað fyrir ölluin, sem liáðir eru
vansæld og veikleika, öllum sem færu
villir vegar. Hún hað um að geta
lijálpaði öllum, sem hún næði til. Og
nú hvarflaði hugurinn til Ragnars
aftur. — Ifvað gat hún gert, ef hann
dæi og hún fengi ekki að fylgja hon-
um yíir á ókunna landið? — Voru þá
<ill sund lokuð? — Nei, sundin voru
ekki lokúð. Hún gat fylgt lionum i
anda, heðið fyrir honum, látið ást-
ríkisliugsanir sinar umvefja hann,
styrkja liaiin og varðveita. Og ef liún
gæti svo hætt fyrir það, sem hann
hafði ranglega gert við aðra, verið
])eim stoð og styrkur, sein halloka
liöfðu farið fyrir ofríki hans og á-
sælni.
Og þá gæti hún um leið ljett af
bonuin liefndarhug og óhænum þeirra,
sem hæru þungan hug til lians.
Sál Iiennar fyltist fögnuði við þessa
liugsun.
Og nú fanst lienni sem drottinn
sjálfur ]>rýsti lienni að lijarta sínu.
En við það hurfu allar áliyggjur og
allar sorgir úr huga liennar. Þar var
aðeins cftir eldlieit þrá, þráin til að
bjálpa öllum, gefa alt, fórna öllu.
Nú gat bún tekið hverju sem að
liöndum har.
Hún stóð upp og gekk inn í svefn-
hei-bergið.
Ragnar var vaknaður. Hann var
með'fullu ráði. En nú var henni aug-
ljóst, að umskiftin voru komin, um-
skiftin, sem hún liafði óttast mest.
En hún var við iillu búin. Nú var
hún sterk.
Hún settist við rúmið, tók hendur
hans i sinar hendur og laut að hon-
um. Augu þeirra mættust. Henni brá
Jiegar hún sá óttann, sem lýsti sjcr
i augum lians.
— Mjer er nú orðið ljóst, hvert
stefnir, mælti lianii, og röddin var
þrungin af þjáningu.
— Vertu rólegur, vinur minn, mælti
hún. — Guð elskar öll börnin sín,
líka þau, sem hafa vilst af rjettri
leið. Jeg liefi heðið guð að lofa mjer
að fylgja þjer yfir á ókunna landið.
Og geti jeg ekki komið með þjer nú,
]>á fylgir ])ó hugur minn þjer. Bæn-
ir minar allar, ást mín og þrár og
allar hestu liugsanirnar skulu verða
förunautar þinir. Þetta alt mun fylgja
þjer og vera þjer til styrktar og að-
sloðar. Jeg verð máske eftir um stuud,
til þess að hæta fyrir það, sem bætt
verður.
Mjer er kunnugt um alt, og jeg mun
gera það sem jeg gct.
Ragnar brosti.
Gleðisvipur færðist á andlitið, og
óttinn hvarf úr augunum. En svo var
eins og kvöldskuggar færðust yfir
brárnar og liaustfölvi yfir ennið og
vangana.
Andvörpin liðu frá brjóslinu og
dóu út. Jarðvistinni var lokið.
Frúin stóð á ströndinni og horfði
út á liaf eilifðarinnar. Bjarminn frá
fórnareldinum í sál hcnnar lýsti leið
öreigans, sem var að leggja frá strönd-
um hins fallvalta lifs. Og nú ómaði
i eyrum hennar röddin, sem liún
lieyrði frammi i stofunni:
— Vegur kærleikans er vegurinn til
guðs, var sagt við eyra hennar.
Hún einsetti sjer að stiga aldrei lit
af þeim vegi.
Kristján Sig. Kristjánsson.