Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1929, Side 5

Fálkinn - 22.06.1929, Side 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Blessun Drottins. Saga Guðs ríkis byrjar á því, að Guð útvelur sjer einn mann, aðgreinir hann frá heiminum og blessar hann. En þess vegna cðlaðist Abraham blessunina, að hann hlýddi kölluninni og beygði sig fyrir kröfum Guðs orðs. Og blessun Drottins fór í arf frá föður til sonar, frá syni til sonarsonar, í þúsund liðu. — Drottinn mælti svo fyrir, að með þessum orðum skyldu prestarn- ir blessa ísrael: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sje þjer náðugur. Drottinn upp- lyfti sínu augliti yfir þig og gefi þjer frið“. — Allir, sem elskuðu syndina, eins og Esaú, og smáðu blessunina, fóru á mis við hana. En Drottinn bregður eigi trúfesti sinni við þá, sem heils hugar eru, og tekur ekki blessun sína frá þeim. Hann er þeim „sól og skjöldur“. Móabítar hjet einn af þeim þjóðflokkum, sem Israelsmenn áttu að gereyða, er þeir lögðu undir sig Kanaan. Konungur Móabíta hjet Balalc. Hann gerði menn á fund þess manns, er Bíleain hjet, og skipaði honum að biðja ísraelsmönnum böl- bæna. Honum var full-ljóst, að þessi þjóð var honum ofurefli, „en vera má, að jeg fái sigrast á henni og stökt henni úr landi“, en þó því að eins, 'að Bileam bæði henni bölbæna og fengi blessunina til að víkja frá henni. — Eftirtektarvert er, að þessi heiðni konungur skilur fullvel, að ekki er til neins að hervæð- ast gegn þeim, sem Drottinn blessar. „Eigi sigrar konungur- inn fyrir gnótt herafla síns, eigi bjargast kappinn fyrir ofurafli sitt“, stendur í 33. sálmi Davíðs. ,,En augu Drottins hvíla á þeim, er óttast hann, á þeim, er vona á miskunn hans, til að frelsa þá —“. Þeim, sem Drottinn fær að blessa, er borgið. Drottinn birtist Bileam og sagði: „Eigi skalt þú bölva þess- ari þjóð, því hún er blessuð". Hann gerði þó þrjár tilraunir til þess, en í hvert skifti snýr Drottinn orðum hans í blessun- arbænir fyrir Israel. — „Þetta er hlutskifti þjóna Drottins: Eng- in vopn, sem smíðuð verða móti þjer, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upprísa 8egn þjer til málaferla, skalt þú kveða niður“. Þetta hafa Guðs börn á öllum tímum sann- leynt. Því segir líka Páll post- uli: „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Hver skvldi á- saka Guðs útvalda? Guð er sá, sem rjettlætir. — Alt samverkar þeim til góðs, sem G,uð elskar“. Barninu er óhætt, vilji það vera hjá foreldri sínu. Þetta var hlutskifti Abrahams, yfirgnæfandi, margföld Guðs blessun stendur okkur til boða 3 Kristi Jesú. Fyrir hann finn- ur glataði sonurinn föður sinn aftur og fær fullkomna fyrir- gefningu og endurreisn, barna- rjett, arfinn, — blessunina. — Máttu við því að fara á mis við Ef horfið er 50 árum aftur i tímann og jafnvel lengra, þá var alsiða á stórum jörðum með all- mikilli skepnu áhöfn, að vakað var yfir túninu til að verja það fyrir ágangi sauðfjár og hrossa frá því að túnið fór að grænka og fram að slætti. Nú eru bygð- ar vírgirðingar, 36 mílur á 2 árum, og vökumaðurinn sparast. Þegar jeg var 8 ára gamall, fjell mjer þessi hlutur í skaut, og það sem fyrir mig var lagt var, að sofna ekki fyrr en fólkið væri komið á fætur, reka liross og kindur frá ef þær ætluðu að fara í túnið, bera afrökin út fyr- ir túnið fyrst framan af, líta eft- ir ullinni meðan hún var þurk- uð, að öðru leyti mátti jeg eiga með mig sjálfur, og unglingum þykir það frámunalega unaðs- legt. Að bera af túninu var lniið eftir nokkrar nætur, og þeirri á- hyggjunni Ijett al', að gæta ullar- innar þegar hún var í þurki A'ar ljett verk, það var ekki annað en að hafa auga með því, hvort nokkur kæmi þar, og þangað kom aldrei nokkur maður alla mína varðmannstíð. Yfir túninu þurl'ti ávalt vakandi auga, með- an jeg var ókunnugur því hvern- ig fjenaður og hross höguðu hvíld og svefni á nóttunni, og hvenær þau fór að muna i gott ræktað gras. Þegar jeg byrjaði að vaka yfir vellinum þá opnaðist fyrir mjer nýr heimur, vornóttin í sveitinni, kyrlát, friðsöm og unaðsleg. Skærasta birtan þvarr, hávaðinn sem menn álíta að sje í dags- birtunni hljóðnaði, skepurnar hættu að jarma og hneggja, klukkan 11 á kvöldin voru fugl- arnir þagnaðir. Hundarnir sváfu inn í bænum, og þögðu, þeir ráku upp einstöku sinnum upp bops í svefni, eða urruðu, ef þá dreymdi eitthvað misjafnt. Bráð- um svaf all, nema vökudreng- urinn. Vorveðrið var oftast milt og þýtt, og þó þetta væri nótt, þá sá öll fjöll Skagafjarðar bæði í austri og vestri frá suðri til norðurs og voru hin dýrlegasta sjón. Ekki var laust við að jeg hefði beyg af því, að vera svo einn sem jeg var. Ef jeg gekk fyrir fjárhúss- eða hesthússdyr, þá kom í mig myrkfælni við það, sem kynni að vera þar inni í myrkrinu. Einasta fjallið sem mjer var í nöp við, vai öxl- in sem er fyrir ofan Holstaði, þar var hátt klettabelti og i klettabeltinu voru teikningar af tröllum, sem mjer þóttu bæði ljót og leið; jeg vissi vel að þessi tröll gátu ekki verið þarna í raun og veru, en síður gátu þau staðið þarna nótt eftir nótt án hana? Er hætt við, að hún sje nokkurn tíma of dýru verði keypt? (Ur prjedikanasafninu „Grundvöll- urinn eini“ eftir Ó 1 a f Ó 1 a f s s o n kristniboða). þess að hafast neitt að, og þess óskaði jeg af alhug, að þessar óláns teikningar i klettana gætu farið inn í þá og kærnu ekki út aftur. Austarlega í túninu i Ivrossa- nesi (í Hólmi) stóðu rústirnar af gamla bænum opnar og þaklaus- ar. Faðir minn hafði flutt bæinn vestur á sljetta bala úr þýfinu þar sem gamli bærinn stóð. All langur vegur var austur að rúst- unum og bak við þær gátu skepnur falist, og verið þó í túninu. Þar sá jeg einu sinni strák hjá gamla bænum, sem þó hvarf mjer, þegar jeg gætti bet- ur að, — jeg hef líklega verið syfjaður — en vissara þótti mjer, ef jeg þurfti að fara í eft- irlitsferð niður fyrir gamla bæ- inn, að hafa hund mcð mjer. Fyrir norðrinu þá risu upp úr sjónum þessi þrjú voldugu vigi, sem bygð hafa verið af náttúr- unnar höndum til að verja Skagafjörð: Þórðarhöfði austast, þá Málmey og Drangey vestust. Einu sinni sá jeg sólina hverfa hálfa í sjóinn undir Drangey að vestan, og koma útundan Drang- ey að austan aftur hálfa niðri í sjónum. Ef Drangey hefði ekki borið á milli, þá hefði sólin aldr- ei horfið alveg niður í hafið. Hún var dökkrauð, og jeg þoldi vel að horla í hana, og bjartari var hún en nokkurt tungl getur verið. Jeg gleymi þeirri sjón aldrei, það var eins og G,uð hefði stígið tvö spor á sjónum, sitt hvoru megin við eyna. Það einasta hljóð, sem leyfði sjer að rjúfa næturkyrðina var stöku siunum brimhljóðið við sandana í fjarðarbotninum. Dun- urnar frá því bárust eftir lág- lendinu og þrjár inílur upp eft- ir því, eða lengra, það var sjór- inn sem aldrei leggur aftur augnalokin, og aldréi kemur dúr á auga. Timunum saman var ekkert að gera úti við, og þá sat jeg oft og las. Faðir minn átti allmikið af bókum. Jeg náði í Annaler for nordisk Oldkyndighed, og las þar Trójumannasögur, Breta- sögur og Merlínus spá. Hann átti Veraldar sögu eftir Grundt- vig á dönsku, og þó jeg hefði aldrei lært neitt í málinu, skildi jeg þessa sögu þar sem jeg greip ofan í hana. Jeg fann þar „Fingrarím“ Jóns Árnasonar, lærði þar ýmsar þulur, og kunni að setja þær á fingur og lófa, en að eiginlegu námi varð þetta aldrei fyrir mjer, því Almanak- ið var alt af til á heimilinu. Friðsældin sem sást frá Krossanesi þegar lijeraðið vakn- aði á morgnana er mjer ógleym- anleg. Öll sljettan var grasivax- in, og upp af láglendinu lagði reykinn upp, og eins frá langri bæjaröð í Blönduhlíð og Lang- liolti. Jeg hygg að þar megi sjá reykinn leggja upp af 30 bæjum i einu. Þegar þá leggur beint upp í loftið vissi það á góðviðri. í vatnavöxtum glitti í Hjeraðs- vötn, Sandana og Svartá eins og silfurflóð. Það var alger sveita- sæla að horfa á það. Á Sturl- ungaöld var hjeraðið hernki Ás- birninga og allar grænu grund- irnar þess voru herstræti. Hinir stærstu orustustaðir þessa lands sáust þaðan af hlaðinu: Haugs- nes þar sem 1400 manns börð- ust, og Örlygsstaðir þar sem 2600 manns börðust. Víðirnes var lieima við Hóla og sást ekki. Þegar hinir gömlu og fróðu vin- ii Gísla Konráðssonar komu að lieimsækja móður mína, þá fuku l'Iygsurnar úr Sturlungu, og at- burðurinn þaðan innan um alla baðstofuna og ungir strákar hafa líka eyru til að heyra, og minni til að muna. Ásbirningarnir okk- ar lágu undir sverðinum á Reynistað og Hólum, og hlust- uðu eftir því, hvort nú þyrfti ekki að hefjast handa til að verja hjeraðið. Þegar hafísþok- an kom utan frá sjónum köld og nístandi, stöðvaði gróðurinn, og drap lömbin, þá hlustaði jeg; mjer þóttu þeir þeysa hundruð- um saman í þokunni, og mjer fanst að Hjeraðsvatnabakkar hljóta að duna, eða fara að duna undir þúsundum af hesta- hófum, og að þeir hlytu að koma fram úr þokunni, þegar minst vonum varði. Það er ekki lakasta uppeldið, sem þú gelur gefið sveitadreng, að láta hann vaka yfir vellinum. Hann verður ef til vill feiminn, eða óframfærinn af því, en imyndunaraflið þroskast við það, og hann fær að hugsa sjálfur, og á eiginhönd. Hann lærir að hjálpa sjer sjálfur, og að ráða fram úr þvi sem fyrir hann kemur án þess að verða háður áliti annara, og hann venst fyrr á að treysta sjálfum sjer en drengurinn sem ávalt spyr móð- ur sína til ráða. Indr. Einarsson. Stórbóndinn íi Núpakeldu kemur aldrei í kirltju, og sóknarpresturinn finnur sig knúöan til að minna hann á, að slíkt sje vítavert athæfi. Bónd- inn svarar: — Nei, jeg fer ekki i kirkju. Þar er fult af hræsnurum. Þá svarar presturinn: — Yður er aiveg óhætt að koma. Það er nóg rúm fyrir einn til. Jón E. Bergsveinsson, fram- kvæmdastjóri Slijsavarnafjel. ístands, ver&ur fimmtugur hinn 27. júní.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.