Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.07.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 P.RESTSDÓTTIRIN SÍ64 EFTIR JÚH0SES OB KÖTiOK ...Jafnvel þó þú værir eini karl- inaðurinn í allri veröldinni, þá vildi jeg þig ekki“, hafði hún sagt og hniklað brvrnar. Jú, það var alveg áreiðanlegt. Betta var svo sem ákveðið og ótvirætt hryggbrot. En það var »ú samt svona, að ekki gat hann varist þeirri hugsun, að heldur djúpt hefði hún nú hlotið að taka í árinni. Honum fanst þetta eitt- livað svo ókvenlega ýkt staðhæf- ing. Altaf var Bjarni að hugsa um þessi óttalegu orð. I^au fvlgdu honum nákvæmlega eins trúlega °fí skugginn hans og hundurinn. I’að var heldur ekkert undarlegt Hún hafði hreytt þeim svo harð- neskjulega til lians, að það var eins og þau klestust inn í fötin hans, inn í vöðvana, beinin og blóðið •—■ og inn í sál hans, ást- sjúka og bljúga. Það er altaf ó- þægilegt að verða fyrir hrygg- hroti, en það er þó ekki alveg soma hvert hryggbrotið er. Stúlka fietur neitað bónorði manns, án hess að særa hann að óþörfu, —■ 3,1 þess að brjóta sundur hans hetri mann, ef svo mætti að orði komast. En Sigurlaug var »ú ekki að hugsa um svoleiðis smámuni. Hún var ætíð vön að Se8.)íi það sem henni datt i hug, en það var nú — eins og gengur svona upp og ofan, þetta sem henni datt í hug. Bjarni mintist þess með djúp- um og einlægum söknuði, hvað honum liefðu fundist allir hlut- lr yndislegir áður cn hann hað Sigurlaugar. En síðan —- það V;ir hörmung að hugsa til þess síðan var óbragð. af öllu. °g ólykt af öllu. Skilningarvitin Voru orðin honum hreint og heint kvalræði. Oft óskaði hann sjer þess, jiegar steinn varð á Vegi hans, að hann væri sjálfur orðinn að þessum steini, —- köldum, hörðum, tilfinningar- luusum. Og að Sigurlaug settist einhverntíma á steininn og fyndi ollan kuldann, alla hörkuna og lilfinningaleysið. IJau voru alin upp í sömu sveitinni. Hann var allslaus 'íotungssonur, það er að segja, Uann átti ekkert til nema falíeg- a» og hraustan skrokk og sál, Sem var svona eins og gengur og gerist. En hún, — hún var að v;su prestsdóttir, það var alveg rJett, en presturinn, faðir henn- ar. var samt mjög líkt skapað- llr og aðrir menn, til dæmis Jón gamli faðir Bjarna. Reyndar var Jón gamli bæði hárprúður °g og síðskeggjaður, en prest- Urinn vellauðugur, þótt vafamál v®ri, hvort það yrði talið til gildis — frá kristilegu sjónar- 'Uiði sjeð. Bau höfðu sést altaf öðru »voru, Bjarni og Sigurlaug, frá j v* fyrst þau mundu eftir sjer, eikið sjer saman í æsku og »a»sað saman á unglingsárun- Uin. Qg það var nú svona með . jarna, að blessuð prestsdóttir- »r var eina stúlkan, sem snortið »afði hjarta hans. Og eftir því Sem hún stækkaði og þroskað- lst> eftir því varð hjarta hans snortnara. Og svo einn góðan veðurdag sprakk blaðran, — honum var lífs ómögulegt að stilla sig lengur. Hann — kot- ungssonurinn, — skálmaði hnaklcakertur rakleiðis til prests- dótturinnar og bað hennar, — sagðist elska hana og ómögulega gcta lifað án hennar. Þá var það, að henni datt í hug að hreyta úr sjer þessum óheilla- orðum, sem síðan fylgdu hon- um eins og skugginn og voru á góðum vegi með að gera hann vitlausan. Þennan dag var Bjarni að sinala sem oftar. Haustið var hjer um hil lniið að mála upp landið. Það sem áður var grænt, var nú að verða ýmist bleikt eða brúnt. „Svona er sál mín líka að lit- ast upp“, hugaði Bjarni, rendi augunum yfir umhverfið og henti Snata gamla að sækja f.járhóp suður í holtin. — Jafnvel þó þú værir eini karlmaðurinn. — Skárri var það nú ofstopinn. Hann skildi ekk- ert í Sigurlaugu að segja þessa fjarstæðu. Hann vissi nefnilega ósköp vel, að hún elslcaði hann —■ og meira að seg.ja hann ein- an. Það var svo rnargt, svo ó- tal margt, frá því fyrsta, sem sannaði það. Hún hafði meira að segja kyst hann í laumi á síðasta dansleiknum um vetur- inn. En hvernig stóð þá á því að manneskjan skyldi segja þetta? Var hún svona drambsöm? Eða var hún að leika á hann? Eða —- eða — —? Ja, hver getur skilið í kvenfólkinu, þessum undarlegu verum, sem eru miklu flóknari ráðgáta en dauðinn eða eilífðin eða jeg veit ekki hvað og hvað. En hvað var nú annars á ferðinni þarna sunnan veginn? Bjarni sneri nú allri r.thygli sinni þangað, því þar gat að líta nýstárlega s.jón. Hann var nokkra stund að átta sig á hvað það var, sem þeyltist eftir veg- inum með ógurlegum hraða. En von bráðar sá hann að þar fór hestur svo geist, og sat eitthvert hrúgald á hestinum og flöksuð- ust flíkurnar mjög; — sýnilega var riddarinn búinn að missa stjórn á reiðskjótanum. Skjótt kom í ljós hvað olli þessum ægi- legu hamförum. Góðum spöl sunnar bólaði á ferliki, sem kom brunandi á eftir. Það var auð- vitað hifreið. „Þarna ætlar andskotans nýji timinn að draga uppi þann ganila", hugsaði Bjarni, þvi hann var æði íhaldssamur um þessar mundir, eins og ungum mönnum hættir stundum við, þegar þeir hafa orðið fyrir von- brigðum. Leikurinn barst nær, svo að segja á svipstundu. Bjarni sá nú að það var stúlka sem hest- inn sat. Og í sama bili sá hann hestinn þeytast út af veginum og stefna beint í áttina til sín. Hann furðaði sig á því hvað stúlkutetrið hékk. En hvað var þetta! Bjarni saup hveljur, eins og verið væri að steypa yfir hann ísköldu vatni. Guð almátt- ugur-------þetta var þá Skinfaxi prestsins, sem þarna var á ferð og það var Sigurlaug sem á hon- um sat. Hnúarnir á Bjarna hvítnuðu, augun leiptruðu, — liver æð, hver taug var búin til orustu. Þegar Skinfaxi varð mannsins var breytti hann nokkuð stefn- unni. En Bjarni hafði vaðið fyr- ir neðan sig og hljóp i veginn fyrir hann með eldingarhraða. Og hann ætlaði að þrífa í taum- ana, en misti taksins, því klár- inn var slyngur og svifamjúk- ur. Sigurlaug reið í söðli, þvi sjera Sigurður krafðist gamal- dags velsæmis af dætrum sín- um. Og um leið og hesturinn, tryltur og titrandi, straukst fram hjá Bjarna fleygði hún sjer úr söðlinum. Handieggir hennar slöngvuðust um háls hans i fallinu. Hann riðaði við, misti jafnvægið, — fjell aftur á bak. Iíastið á prestsdótturinni var svo stórkostlegt. Hún fjell ofan á liann eins og steindauður rúg- mjölspoki, kominn ofan úr skýj- unum, — þau kiptust til, bylt- ust, veltust, kiptust aftur til og lágu svo hreyfingarlaus hvort við annars hlið. Loks rankaði Bjarni við sjer, stökk á fætur og hristi sig cins og liestur, sem er nýbúinn að velta sjer upp lir moldarflagi. Svo leit hann ólundarlega á prestsdótturina. Hún lá grafkyr, með galopin augu, föl eins og liðið lík. „Ertu dauð, Sigurlaug?“ spurði Bjarni og sá þó hvernig harmur hennar hófst og lægð- ist á víxl. Rödd hans var hörð og óþjál, eins og storknað eld- hraun. Sigurlaug svaraði engu, en bylti sjer við og grúfði sig nið- ur í fölnað grasið. Svo fór hún að slyjálfa og hristast og Bjarni heyrði að hún var að reyna að byrgja niðri í sér þungan elcka. Og í einhverju ráðaleysi fór hann að skygnast um eftir Skin- faxa. En hesturinn var horfinn veg allrar veraldar. „Það verður enginn hægðar- leikur að hafa aftur upji á klár- skrattanum“, sagði hann í sama rómi og óður. Þá leit Sigurlaug upp. „Bjarni!“ slundi hún og rendi til hans tárvotum, biðjandi aug- um. Rödd hennar var annarleg og ástríðufull, eins og lokkandi brimsúgur. — „Bjarni! Ertu bú- inn að missa vitið?“ hjelt hún áfram og ekkinn braust um i hálsi hennar. Bjarni starði á hana, eins og andlaus trjádrumbur. — „Þú hefir orðið hrædd, stúlka!" sagði hann og kendi furðu í rómnum. Sigurlaug spratt á fætur í einu vetfangi. Flöktandi hárið hrundi um bak hennar. Hún rjetti úr sjer, vöðvarnir stæltust og eldur brann úr augunum. — „Farðu!“ hvæsti hún og steytti hnefann. „Jeg stend á landareign föður míns; þetta er ekki kirkjujörð", svaraði Bjarni rólega og hop- aði hvergi. Þá var eins og Sigurlaug lin- aðist öll upp aftur. Ekkinn braust fram á ný. „Bjarni! Elsku Bjarni! Get- □* '□ « Matar Kaffi Te Ávaxta Þvotta Reyk M Úrvalið mest. Verðið lægst. Verslun Jóns Þórðarsonar. J —□ ◄ i i i i i i i i i i Vandlátar húsmæður nota eingöngu Van Houtens heimsins besta suðusúkkulaði. Fæst í öllum verslunum. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► urðu fyrirgefið mjer!“ — Hún varð öll að einni bæn, röddin, augun, varirnar, — höndin, sem hún rjetti fram. Aftur saup Bjarni hveljur, en nú var eins og sjóðandi vatni væri steypt yfir hann. Hann kóf- sviftnaði, án þess hann gæti að því gert. „Jeg vil verða konan þín, Bjarni", hrópaði Sigurlaug. „Jeg hef engan karlmann elskað nema þig“. — „Þó þú værir eini kvenmaðurinn sem til væri í allri veröldinni, þá vildi jeg þig----------“ „------ekki“, ætí- aði hann að hæta við, en það orð kafnaði í kossum Sigur- laugar. Hirðstjóri páfa hefir nýlega tilkynt, að mönnnm sem lcoma í pilagrimsför til Rómaborgar sje heimilt að gefa vínflöskur í offur um leið og þeir koma í páfagarð. Síðan þetta barst út eru ekki horfur á, að páfahirðina vanti vín. Nýlega komu 3000 píla- grimar frá Frascati-þorpi og liöfðu með sjer sina flöskuna hver, en 5000 pílagrimar aðrir gáfu páfa ámu fulla af Barolo-vini, sem er ein besta vín- tegundin i Piemonthjeraði. Úr Syrak- usuhjeraði verður páfa sent Moscani- vín, frá Neapel Lacrymae Christi og frá Toscana Chianti- og Orvieto-vin. — Fyrir stríðið voru ýmsir þjóðhöfð- ingjar vanir að senda páfa vin í jóla- gjöf. Frans Jósef Austurrikiskeisari sendi páfa jafnan Tokayer. Og enn er til í vinkjöllurum páfa kampavin og sauterne, sem Napoleon þriðji sendi Píusi niunda að gjöf. Samkvæmt siðustu skýrslum eru I notkun samtals 31 miljón bifreiða i þeim 62 löndum, sem skýrslan nær yfir. 8800 miljónir króna fara árlega í það, að halda við vegum fyrir þess- ar bifreiðar. Auðmaður i Cliicago liefir stofnað sjóð, 12 miljóna dollara stóran i þeim tilgangi að byggja Ieikhús, þar sem aðeins verða sýnd leikrit liöf- unda, sem hefir verið hafnað af öðr- um leikhúsum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.