Fálkinn - 20.07.1929, Blaðsíða 9
F A L K I N N
9
í írlandi eru allflestir landsbúar ka-
þólskrar trúar og var þetta eigi hvað
sist það, sem olli hinum sifeldu deilum
milli Englendinga og íra. Lengi fram-
eftir mátti segja, að írar væri ofsóttir
vegna trúarbragða sinna. Það eru eigi
nema rjett hundrað ár siðan kaþólskir
menn i Írlandi fengu fult stjárnarfars-
legt jafnrjetti á við aðra borgara lands-
ins. Til minningar um þetta hafa írar
nýlega haldið samkomur um alt land,
því nú eru þeir sjálfstæð þjóð og hafa
ekkert saman við Englendinga að sælda,
nema hvað, konungurinn er sá sami og
hermál sameiginleg. Á mgndunum hjer
til hægri, sem báðar voru teknar af há-
tíðahöldunum i Dublin, sjest að ofan
mannfjöldinn sem þar var saman kom-
inn, en á neðri mgndinni sjest Cos-
grave forseti írlands og legáti páfans,
sem viðstaddur var hátiðahöldin.
Þetta ldið með eirhurðum fgrir cr á
páfahöllinni í Róm. Hefir það verið lolc-
að siðan 1870, að Italía varð eitt riki,
°g páfaríkið lagt undir hana. En i sama
bili og samningurinn milli Mussolini og
páfa, um endurreisn páfarikisins, var
undirritaður, voru hurðirnar opnaðar á
ng, sem tákn þcss, að páfaríkið vær
komið, i sælt við ítalíiiriki.
Mgnd þessi er af einum fremsta
stjórnmálamanni Norðmanna,Mo-
winckel núverandi forsætisráð-
herra. Hefir hann átt sæti i
flestum vinstrimannastjórnum
Noregs siðustu fimtán árin.
í Frakklandi er þessi árin unnið af kappi að því, að hressa við gamlar bgggingar, sem frægar eru
frá fornu fari, cn sætt hafa niðurníðslu. Er nú verið að gera við höllina d’If, sem er á smáegju fgrir
ulan Marseille. Höll þessi er fræg orðin fgrir það, að í hinni frægu sögu „Greifinn frá Monte
Christo“ lætur höf. söguhetju sína, sjómanninn Edmond Dantes, sitja i fangelsi þar, þangað
til hann kemst þaðan með æfintgralegu móti, á þann hátt að menn halda að hann sje dauður og
fleggja honum i sjóinn í poka. Edmond Dantes er ekki sögulcg persóna, en samt sem áður er gest-
um sgndur fangaklefi í höllinni, þar sem hann hafi átt að hafast við. Hinsvegar hafa ýmsir merk-
ir menn verið fangar þarna, t. d. Mirabeau greifi og Ludvig P'ilippus af Orleans. Á mgndinni sjást
virkin og fangagarðurinn mcð dgrunum inn að hinum fræga fangaklefa.