Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1929, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.08.1929, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Skrítlur. — Vill lœknir ekki gera svo vel, að deyfa veslcið mitt svolítið, áður en jeg borga reikninginn. — Hjerna eru 25 aurar. Og viljið þjer svo gera svo vel að segja mjer, þjer, sem eruð orðinn hundgamall sjómaður og hafið vit á veðri: Hvern- ig veður verður á morgun? — Það verður rigning og þoka? — Er það alt og sumt, sem þjer getið lofað? — Fgrir 25 aura getur maður ekki tofað meiru. — Maður hegrir aldrei neinar hnegkslissögur um liana frá Guðrúnu. — Nei, það er sannarlega merki- legt. Skgldi hún ekki eiga neinar vin- konur? 1)ANSKENSLA í ÚTVARPI — Dömurnar standa á vinstri stóru- tá og gera hásveiflu með hægri tánni. GAIILI MAÐURINN: Þjer eruð svo dapur. hvað er að gður? — Jeg er trúlofaður og ætla að gifla mig. — En þá ættuð þjer einmitt að vera glaðu'r. — Já, en jeg hefi alveg glegmt i hvaða höfn það var! RÍKUR FAÐIR: Og ef jeg gef yður dóttur mina, hvaða framtiðarmögu- Ieika hafið þjer þá? BIÐILLINN: Þá finst mjer jeg hljóta að hafa alveg óvenju góða framtíð fyrir höndum. FAÐIRINN: Mamma þin og jeg er- um sammála um að þú verðskuldir refsingu, Siggi. DRENGURINN: Það gleður mig að lieyra að þið þó einu sinni hafið get- að orðið sammála. Rifreiðareigandinn: Vitið þjer hvort nokkur bílaviðgerðarstöð er hjer í nágrenninu? Bóndinn: Ne-i, jeg held ekki. En ættuð þjer ekki heldur að spyrja um, hvort hjer sje nolckur nálægt, sem kaupir járnarusl? — Það er hjerna maður með reikn- inginn frá vatnsveitunni. Hann segir að hann loki undir eins fgrir vatnið ef við borgum ekki. MAÐURINN: Og inundu nú að vegna fjölskyldunnar minnar má enginn vita um trúlofun okkar. Mundu það! HÚN: Vertu alveg óhræddur. Jeg hefi beðið allar vinkonur minar nm að þegja eins og steina — Hafið þjer frjett nokkuð frá manninum yðar. Er hann ekki á ferð í bifreið? — Jú, í fyrradag skrifaði liann injer frá iögreglustöð einni, en i g*r var hann kominn á sjúkraliúsið. — Þjónn, hvað kallið þið þessa súpu? — Það er liænsnasúpa. — Maður með jafn mikið hugar- flug sem þjer, ætti ekki að vera veit- ingaþjónn, heldur skáld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.