Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1929, Side 9

Fálkinn - 24.08.1929, Side 9
F A L K I N N 9 ir Iiitomi og tók þátt í siðustu Oli/mpíiileikum hefir sett met í 220 uarda hlaupi á 24,7 sck. Myndin sýnir eitt af nýjustu herskipum Brela hlcypa skoti af öllum fallbyssum sínum á annað borð samtímis. Er slcip þetta fullkomnasta beitiskip Breta og hefir þrjá fallbyssuturna með þrcm- ur byssum á hverjum turni. Eru svo margar byssur liafðar á hverjum turni til þess að draga úr þyngd skipsins, sem samkv. ákvæðum Washingtonsamþyktarinnar má ekki fara yfir ákv. hámark. Bifreiðarnar eru sífelt að ryðja sjer til rúms og bjóða ný og ný þægindi til þess að geta kcpt við járnbrautirnar á löngum vega- lengdum. Myndin lijer að ofan sýnir nýjusiu gerð af almenn- ingsbílum í Kaliforníu. Eru þær með tveimur hæðum, svo að far- þégar geta setið bæði uppi og niðri. t bifreiðum þessum eru einnig svefnklefar. / síðasta mánuði vorn liðin tuttugu ár síðan Bleriot tókst að fljúga yfir Ermarsund, fyrstum manna. Og svo miklar hafa fram- farirnar í flugi orðið, síðan, að nú þykir mönnum minna til koma þótt flogið sje yfir þvert Atlantshaf en til flugs Bleriots á sinum tíma. Myndin sýnir flugvjel Blcriots hcngda upp á lxúsvegg hjá einu stórblaðinu i París. Lloyd lávarður, stjórnarerind- reki Breta i Egyptalandi hefir nýlega sagt af sjer embætti út- af misklið við enslcu stjórnina. Hefir heyrst að hún ætli að sleppa tilkalli til þeirra forrjctt- inda, sem Bretar hafa haft í Egyptalandi, svo að landið verði algjörlega fullvalda. En Lloyd hafði þótt nóg um undanhald fýrverandi stjórnar i Egypta- landsmálum og sagði af sjer er hann hcyrði um hinar nýju fyr- irætlanir. Telur hann Bretlandi stafa hætta af þeim. Sagt cr að eftirmaður Lloyds verði Sir Sydney Wedd, sem nýlega var aðlaður af vcrkmannastjórninni undir nafninu Lord Passfield. Er myndin af honum, tekin eft- ir blaðinu „The Graphic“. Þjóðverjar hafa nýlega smíðað örlitið loftskip og tiltölulega ó- dýrt. Vinna þeir ótrauðlega að loftskipasmíð, þrátt fyrir það, að flestar þjóðir eru að missa trúna á slik farartæki.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.