Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1929, Page 5

Fálkinn - 05.10.1929, Page 5
F Á L K I N N 5 Vetrarkjóllinn „Steina“ K J Ó L L I N N sem þjer veröið ánægÖastar meÖ fæst í ,,N I N O N“ Þenna vetrarlijól, sem sýndur er á myndinni, hefir „NINON" látiö búa til sjerstaklega handa yÖur. Kjóll- inn er hlýr, þægilegur og sterkur, búinn til úr nýtísku ensku Tweed. Hann fæst í Ijósum og dökkbrúnum lit, ennfremur grábláum, og annað- hvort einlitur eöa snláköflóttur. 1sSST Verð aðeins 33 krónur. Sent gegn póstkröfu aö viðbættu burðargjaldi, en buröargjaldsfrítt ef borgun fylgir pöntun. MuniÖ að senda mál af herðutn og yfir brjóstiö með pöntuninni. Sendiö pönlun sem fyrst til ,,N I NON“ Austurstræti 12..— Reykjavík. ©V --- Sunnudagshugleiðing. H v a r c r u þ e i r n i u ? Eftir síra Pál Sigurðssou. Lúk. 17, 11—19. Tíu líkþráir verða fyrir þeim áhrifum frá Jesú frá Nazaret, að þeir verða allir hreinir. Einn þeirra verður svo gagntekinn af mætti hans og elsku, að hann fleygir sjer að fótum hans í til- beiðslu og þakkargjörð, fullviss þess að hjer er hann með ein- hverjum hætti staddur í návist Guðs. Þetta ógleymanlega augna- blik veldur straumhvörfum í Iífi hans. Upp frá þeirri stundu er stefnan sett á hinn hátignar- háa himinn Guðs, i fótspor Meistarans. En hvar eru þeir níu? Þeir eiga líka Drottinn að, verða fyiir sömu reynslu, og eru alt eins umvafðir ástarörmum Guðs. Hví fara þeir leiðar sinnar? Hví ihuga þeir ekki það sem skeð liefur? Hví ganga þeir ckki i þjónustu Krists? Hvar eru þeir? Þetta fyrirbrigði vekur undr- un Meistarans. Það er og ástæða til að samskonar fyrirbrigði veki einnig undrun þeirra, sem Kristi vilja þjóna. -— Naumast verður því mótmælt með rökum, að fjöldi kristinna manna lætur sjer fátt um hin mikilvægu verðmæti trúarbragð- anna finnast. Gera má ráð fyrir að það þjóðbrot sje miklu minna en 1/10, sein lætur sjer trúar- brögð nokkru verulegu máli skifta. Ekki fara menn þó var- hluta verðmæta þeirra, sem trú- arbrögðin skapa. Því enginn, sem fæddur er og uppalin í liristnu landi, getur h.já því komist að njóta góðs af hreins- andi, læknandi og lífgefandi geislum Krists. En augu manna eru haldin, og hugur þeirra bundinn því stundlega og jarðneska. Lífið er orðið svo margbrotið, hraðinn svo mikill, lífsbaráttan svo hörð, og ytri siðmenning svo glæsileg, að ýmist fá menn ofbirtu i aug- un, eða þá þeir fá ekki notið næðis til að átta sig. Þessvegna er fálæti fjöldans svo mikið, er um verðmæti trúarbragðanna er að ræða. Þetta fálæti er íhugunarvert, einkum fyrir þá sök, að vanda- raál vorra tíma verða engan veg- inn leyst án íhlutunar Jesú Krists. Það er því knýjandi nauðsyn að kristið fólk geri sjer far um að komast undir hans áhrifavald. Áhrifavald Jesú Krist liefur gert vart við sig með dásainleg- um hætti i heimi hjer, alt frá því að tíu líkþráir urðu hreinir og alt til þessa dags. Fyrir því valdi stenst ekkert, þar sem það nær að gagntaka menn hindr- unarlaust. Hugsunarháttur og líferni tekur stakkaskiftum; s jóndeildarhringurinn víkkar; friður og ró færist yfir; og Kristi vilja þeir þjóna og fórna öllu. Þessi dásamlega lífsreynsla er skilyrðum bundin. Annarsvegar innileg tilfinning fyrir vöntun, eymd og synd; liinsvegar lieit J>rá, hjartans bæn til Guðs um hjálp. En jafnframt verður hug- urinn að vera lokaður fyrir truflandi áhrifum, en alopinn í'yrir mikilvægi Jieirra andlegu verðmæta, sem æðri eru öllum skilningi. Þcssi skilyrði lögðu líkþráu mennirnir til. En einuin þeirra tekst svo að útiloka bin trufl- andi áhrif, að hann verður gagn- tekinn, fellur að fótum Krists, og þjónar honum upp frá þeirri stundu. Hjer er lærdómsrík lexía. Ileiminum er á engu önnur eins þörf og þvi, að þeim fjölgi, sem ÍTamganga í anda, mætti og elsku Krists. Það er beðið eftir opinberum Guðs barna. En hvar eru þeir níu? Lesarinn ihugi það. SKOTIÐ Á GLUGGANN Yfirvöldin í Ameríku eru uni jiess- ar mundir á kafi í rannsókn dular- fulls glœpátoáls og er aðalpersóna liess prófessor einn í lífeðlisfræði við liáskólann í Columbus, Ohio. Er pró- fessorinn sakaður um að hafa skotið 24 ára gamla stúlku, stúdent, sem hjet Theora IIix. Atti hún ekki foreldra á lífi, en var kaupmannsdóttir og hafði hlýtt á fyrirlestra lijá prófessornum í tvö ár. Hann varð ástfanginn af henni og liún tók ástum hans. Kyrir nokkru fanst stúlkan dauð í sumarkofa, sein ein af vinstúlkum hennar átti. Hafði skammbyssukúla hitt liana i hjartastað. Þjónn einn, sem vanur var að koma vikulega í kofann til Jiess að taka þar til, fann líkið. Tók hann eftir, að ein stofan i kofanum var lokuð að innanverðu. Lykillinn stóð í skránni. Hann braut ]iá rúðu og komst þannig inn i her- bergið og fann stúlkuna dauða. Lög- reglan var kvödd á staðinn undir eins, og við rannsókn' kom í ljós, að morð- ið hafði verið framið fyrir nokkrum klukkustundum. Fyrst hjelt lögreglaii að stúlkan liefði framið sjálfsmorð, þvi liurðin var aflæst að innan. En skammbyssan fanst hvergi. Og við nánari rannsókn kom i ljós, að gat cftir hyssukúlu var á cinni rúðunni. Ilefir þvi morðinginn skotið á stúlk- una gegnum gluggann. Grunurinn fjell á prófessor Snook. Ilann er ágæt skytta, og það lilaut moröinginn líka að hafa verið. Hafði hann tekið þátt i skotmótum og var m. a. í skotmannaflokki Bandaríkja- manna á Olympíuleikunum i Ant- verpen árið 1920. Vjtni háru, að pró- fessorinn hefði verið mjög afbrýðis- samur og hefði grunað stúlkuna um, að vera í þinguin við stúdent einn og hefðu þau stefnumót í kofanum. Ilef- ir prófessorinn því verið tekinn fast- ur, en neitar liarðlega að vera noltk- uð við morðið riðinn. Gullbrúðkaup útlu 23. ágúst hjónin Ormur Suerrisson og Guð- rún Ólafsdóttir Kaldrananesi, for- cldrar Ormsbræ&ra hjcr i bæn- nm og þeirra sgstkina. liirtist hjer mgnd af þeim hjónum á- samt gjöfum tveimur, er börn þeirra færðu þeim við það tæki- færi, og hefir Rikarður skorið gripina. Er annar prjónastokkur, sem húsfregjan fekk, skregttur blómum og upphlegptum mgnd- um af prjónakonu og konu við lestur, en ofan á hölfunnm til bcggja enda bandhngklar. Ofan (i stokknum er skorin mgnd af bæjarburst. Hinn gripurinn er tóbakshglki með þrem hólfum; cru einskonar askar til endanna, samfastir með hólfi á milli. Handföngin eru hestahöfuð en meisar ofan á lokunum. Fjörir karlar eru skornir á liliðar ask- anna, cru það lands- og sjávar- bændur að verki, en milli ask- anna er bæjarþiljaröð af mjlegri gerð. Munirnir ern skornir úr rauðaviði, reknum á Meðallands- fjörur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.