Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1929, Qupperneq 7

Fálkinn - 05.10.1929, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 FANGI 134. Það var koinið að kvöldi bktóberdag einn í smáþor]>i í Suðúrrikjun um. Umsjónarmaður fangelsins, — aldraður náungi úr Norðurríkj- unum, stóð fyrir utan skrifstofu- dyrnar og reykti pípu sina og tók með mestu gaumgæfni eftii; jiví, sem fram fór á götunni, — sem var nú ekki annað en jiað, að tveir hundar voru að hnakk- rífast út af kjötbeini og nokkrir drengir voru í boltaleik. Einn af fangavörðunum, gam- all Negri, kom út og gekk til umsjónarmannsins. Fangi 134 vill tala við um- sjónannanninn,- sagði hann. — Hvað vill hann, Tom? spurði umsjónarmaðurinn. — Ætli hann haldi að jeg hafi ekk'i annað að gera en að vera altaf að snúast í kringum hann? — Það veit jeg ekki, sagði Tom gamli. — Fyrir hvað hefir hann ver- ið tekinn fastur? hjelt umsjón- armaðurinn áfram. -— Jeg get ekki botnað í því með alla þessa inenn. í Norðurríkjunum þaðan sem jeg er, eru ekki teknir fast- ir neina magnaðir glæpamenn. Hváð hefir þessi 134 gert fyrir sjer? —- Hann var handtekinn fyrir að smygla svhisky, sagði vörður- inn, — en annars er hann allra l'.rúðasti maður. — Jeg nenni ómögulega að ganga upp til hans og tala við hann. Jeg cr ekkert hræddur um að hann „stingi af“. — — Nokkrum minútum seinna kom Tom aftur með fangann. Það var langur og renglulegur náungi, sein stóð vandræðalegur framini fyrir uinsjónarmannin- um og sneri húfunni milli handa sinna. — Hvað heitir þú? spurði um- sjónarmaðurinn. —• Jim Hawkins. Það var brennivín, sem . . . jeg . . var tekinn fastur fyrir, . og jeg bruggaði það ekki einu sinni handa sjálfum mjer. — Já, einmitt það ... en jeg er enginn dómari sagði umsjón- annaðurinn og brosti við. Hvaða erindi hefir jiú á höndurn? — Heyrið þjer mig, herra um- sjónarmaður, jeg kem til að yf- irgefa fangelsið nokkra daga. — Já, gerirðu það? . . . Þjer skjátlast hræðilega, ef þú held- ur að hægt sje að hlaupa hjer úr vistinni eftir því sem hverj- um sýnist. Nei, þú verður að gera þ jer að góðu að vera lijerna þangað til þinn tími er litrunn- inn. — Getið þjer ómögulega lof- ao injer að fara? sagði fanginn í biðjandi róm. Það er ekki neitt voðalegt sem jeg hefi gert af mjer. Það er eklci svo sem að jeg hafi drcpið mann. Jeg hefi ekki einu sinni lent í handalög- máli. Jeg sver yður það, að jeg skal koma aftur .... á beiðar- legan hátt. — Já, gott og vel, en jeg get eklti leyft yður að fara — mjer er það ómögulegt. Það er þýð- ingarlaust fyrir yður að biðja um þetta. Jeg á ekki nema eitt múldýr, en jeg vil gefa yður það með. ánægju, ef jeg fæ að vera í burtu nokkra daga. Umsjónarmaðurinn lirosti. — Jeg hefi ekki' leyfi til þess að sleppa þjer, þó að þú byðir mjer 1000 dollara. En hvað ‘r það annars, sem knýr jiig til Jiess að fara? Konan mín er einsömul upp i fjöllunum, og Jiað er engir ná- grarinar til Jiess að hjálpa lienni. Hún er að því komin að ala barn, og það er ómögulegt að vita af henni éinni undir þeim kringumstæðum. Getið þjer ekki sjeð það, að það er lífsnauðsyn lyrir mig að fara og verða hjá henni ? Uiusjónarmaðurinn virtist lcomast dálítið við, en þessu varð ekki við hjálpað. — Það er ómögulegt, sagði hann ákveðinn. —- Ef þjer viljið Iáta mig laus- an skal jeg láta harnið heita í höfuðið á yður. Fanginn sagði þetta með þeim svip, eins og til- boð hans væri ómötstæðilegt. — En setjum nú svo, að barn- ið verði telpa. — Það skiftir engu máli. Við munum samt láta barnig heita í höfuðið á yður. Hvað er fornafn yðar? — Sebúlon, sagði umsjónar- maðurinn. Hann var hreykinn af því nafni. — En þú getur lík- lcga skilið það, að mjer er ó- mögulegt að sleppa þjer. Ekki svo að skilja, jeg mundi vera upp með mjer af því el' barnið væri látið heita í höfuðið á mjer, sagði hann hlýlega. — Það hefir aldrei ennþá nokkurt barn verið nefnt í höfuðið á mjer. En stöðu minnar vegna get jeg ekki slept þjer. — Aðeins einn dag? sagði fangi'nn í bænaróm. — Ekki eina minútu. Heyrðu mig, ungi maður, nú ferðu aftur i klefann og liiður gu,ð fyrir kon- unni Jiinni. Reiddu þig á hann og Jiá mun alt ganga vel. Fanginn fór í burt. Umsjónar- maðurinn svaf lengi næsta morg- un. Hann svaf þegar konan hans kom og þreif í hann. Hún grjet og það sama gerði barnið sem hjekk í kjól hennar. —- Vaknaðu Sebúlon, hrópaði luin. —• Hvað cr uin að vera? , — Fangi 134 hel'ir slegið Tom gamla í rot og er horfinn. Umsjónarmaðurinn rauk upp úr rúminu og þaut til klefans án þess að klæða sig. Á klel'agólfinu lá Tom og var dauður. Augun lágu næstum út á kinnum og á hálsinum voru fingraför. Klefadyrnar voru opn- ar. — Hamingjan góða! sagði um- sjónarmaðurinn. Hver hefði get- að trúað því? Hann, sem var svo prúðmannlegur og saklaus eins og lamb. — Ytri dyrnar voru opnar þegar jeg kom upp í morgun, sagði konan, og þá fjekk jeg strax grun um að eitthvað al- verlegt væri á seiði. Maðurinn hafði verið eini fanginn á ganginum og hann hafði altaf verið svo siðprúður og rólegur, að það var ekki talið nauðsynlegt að læsa dyrunum á klefanum hans þegar varðmað- uritm var á ganginum. — Þettá færðu fyrir að vera vægur við fangana, sagði konan. — Æ„ blessuð • vertu þegiðu. .....Jeg niissi ef til vill stöðu mína fyrir bragðið. — Hvað ætlarðu að taka til bragðs? spurði konan. — Náðu í fötin mín í skyndi, sagði hann stuttur í spuna; —• og ekki eill orð í ’viðbót. Eftir hálla klukkustúnd hafði umsjónarmaðurinn safnað sarnan talsverðum flokk til Jiess að elta morðingjann. Spor- hundar voru liafðir til lijálpar. -— Það er annars engin þörf á hundunum, því að jeg talaði við fantinn í gær, og jeg veit hvar liann er. Hann hefir farið heim lil konu sinnar. En samt sem áður voru rakk- arnir hafðir með. Mennirnir voru riðandi og til Jiess að byrja með gátu þeir fylgt hundunum Þeir hlupu beint áfram með trýnið niður við jörð. Þeir voru í eng- um vandræðum með að rekja sporin. En eftir því sem þeir héldu lengur áfram, því verri var vegurinn, svo að mennirnir neyddust til þess að fara af liestbaki og ganga. Eftir það gekk ferðin hægt upp eftir fjall- inu, á eftir hundunum, sem fóru á undan. Mennirnir tóku sjer áreynsluna ekki nærri, — Jieir voru á manna- veiðum, og veiðiákafinn kom Jieim til að gleyma öllu öðru. -—• Eirin stakk upp á þvi að hengja morðingjann undir eins og hann i'yndist. —• Nei, það gerum við aldrei, sagði , umsjónarmaðurinn. Lög eru lög, og Jiau skulu haldin. — Jeg fer áftrir heiiri með hann með mjer og la't svo ákæra hann fyrir morð. Alt í einu námu þeir allir staðar. Skariit frá sjer sáu þeir lítinn ok hrörlegan kofa. — Þarna býr hann, hvisfaði einn í hópnum. — Við verðum að fara eins hljóðlega og unt er, sagði um- sjónarmaðurinn. Hann hefir ef lil vill á sjer liyssu. Þeir nálguðust kofann hljóð- lega. Það heyrðist ekki hósti nje stuna. Þeir lcomu nær og nær og höfðu liyssurnar á lofti. — Loksins nam umsjónarmaðurinn staðar við kol'adyrnar ásamt liði sínu. Sólargeislanir skinu gegnum opinn glugga og fjellu á i'lóttamanninn, þar sem hann sat álútur fyrir framan litið rúm, og í því lá kona og nýfætt barn. Þau voru bæði dáin. Maðurinn leit upp þegar liann varð var við hina. Honum virtist ekki bregða hið minsta, Jiað var eins og honum væri sama um alt. — Mjer þótti mjög leiðinlegt að verða að slá Tom gamla, sagði hann blátt áfram, — en þjer getið sjálfur sjeð, að það var ekki vanþörf á að jeg kæmi lieim, og það þó fyr hefði verið. v-^5 en bjer getiff sjálfur sjeff, aff jmff oar eklci oanjíörf á aff jeg kœmi heim og Jmff J)ó fijr hefffi oeriff(t.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.