Fálkinn - 14.12.1929, Side 1
íslendingum er gjarnt til að halda, að þeir sjeu sú þjóð allra menningarþjóða, sein við nxest veirarríki eigi að báa. Virðist
nafn landsins hafa hafl þau áhrif á þá sjálfa, að þeirn finnist að svona hljóti að vera. En hitt er sönnu nær, að ekkert land,
jafn norðarlega á hnettinum á við mildari vetur að etja en Islendingar, og fá menn tækifæri til að slaðreyna þetta, ef þeir
hafa eftirtekt tit. Þannig má lesa af veðurskýrstunum, að vetrarkuldinn í Regkjavík er oft og einatt miklu minni en kuldinn
suður í Mið-Evrópu. Og oft heyrist talað um, í útlendum fregnum ,að frost hafi orðið svo mikið, á suðlægari stöðum en Is-
land er, að menn hafi frosið þar i hel. Hjer á landi frýs fólk i raun og veru sjaldan i hel, heldur er það ýmislegt annað,
sem veldur því, að menn verða úti. Hjer að ofan er vetrarmynd frá norsku bygðarlagi, sem hggur mihiu sunnar en Is-
land. Þar liggur snjórinn allan veturinn, og ekki þykir tiltökumál, þó frostið verði þar upp undir UO stig. En eigi að síður er
sá kuldi eigi miklu tilfinnanlegri en svo sem 16—17 stiga kuldi hjer á Suðurlandi, vegna þess, að rakinn er miklu meiri hjer.
„Ntl E R YETUR I BÆ"