Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.12.1929, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lóðrjett: 1 þrautaljettir, 7 skáldskapur, 13 frægt fjallaland, 14 svik, 16 vera framsett, 18 er ekki (fornt), 20 lag- færa, 22 staka, 23 oss, 25 gabb, 26 forsetning, 27, hraðar, 29 strjúka, 30 natrium, 31 litur, 32 fóðra, 33 timabil, 35 tímaeining, 36 atlot, 39 skömm, 41 horfur, 42 sorg, 43 lífræn steintegund, 46 afkvæmi gamalær, 49 vann tóvinnu, 50 tónn, 51 votlendisgróður, 53 frá jeg, 54 atviksorð, 55 bænabókarfær, 57 mælskusnild, 60 hjelt á burt, 61 litur, 63, gjaldi, 64 ótamin, 65 ekki þessir, 67 bljóð, 68 upphrópun, 69 meina, 71 þakskegg, 73 skekja, 74 hundar. Lár jett : 2 borðaður, 3 fiskur, 4 fótlivöt, 5 kyrð, 6 matur, 7 lesa illa, 8 limur, 9 timabii, 10 bibliunafn, 11 selamóðir- in, 12 sár, 15 heyrist oft hjá gull- siniðum, 17 mannsnafn, 19 menntun- arstofnun, 21 byrðar, 23 fjall, 24 sól- guð, 27 isllur, 28 er sá sem lifir á ó- ræktaðri jörð, 31 sífelt, 34 —strika, 37 steinveggur, 38 gljúfur, 39 dýra- leifar, 40 hreýfing, 43 kalsinn, 44 far- artálmi, 45 spendýr, 47 drykkur, 48 hundur, 51 prúðbúa, 52 limur, 56 meiddar, 58 drykkur, 59 tónn, 60 þreifa, 62 geiri, 64 sjúk, 66 fljótræði, 68 þrá, 70 sakti, 72 tónn. KROSSGÁTA nr. 36. HREINAR LÉREFTSTUSKUR kaupir háu verði næstu daga — PRENTSMIÐJAN GUTENBERG Ýmsar leiðir eru til þess að sýna mótþróa, svo sem kröfugöngur, svelti og margt fleira, en póstmennirnir i Kovno i Lithauen hafa reynt leið, sem áreiðanlega hefir aldrei verið reynd áður, til þess að koma fram kröfum sínum um launabætur. Þeir hafa neit- að að láta raka sig og ldippa, þangað til stjórnin gefi eftir að bæta kjör þeirra. Gera þeir ráð fyrir, að bæjar- búum þyki svo leitt að sjá alskeggj- aða póstmenn með sítt hár, að allir muni leggjast á eitt um, að knýja fram launabæturnar. Nú er að sjá hvort þetta dugir — og dugi það þá má ganga að því visu að póstmenn i öðrum löndum feti í fótspor þeirra. Því póstmenn eru taldir illa launaðir víðast hvar í heiminum. Mustafa Kemal Pasha hefir nýlega stigið nýtt spor í áttina til þess, að greiða Evrópumenningunni brautir i Tyrklandi. Hefir liann ákveðið að arabiska og persneska — þau tvö mál- in sem eru undirstaða allra helstu bókmenta í Vestur-Asiu — skuli eigi framar kend í skólunum i Tyrklandi. En í þeirra stað skuli latína og gríska kend i skólunum því þau mál sjeu lykill þeirrar menningar, sem Tyrkir vilji eignast. Líka á að kenna enskn. 9 kom hann til morgunverðar og stuttu síðar komu Forseti og Eunice. Þau hlustuðu með eftirtekt á sögu hans. — Þetta er eithvað skrítið, drengur minn, sagði Forseti dræmt. En auðvitað stendur þetta í sambandi við för þína til vinar okkar í Latiníu. Jeg get enn ekki sagt hvernig, en jeg kemst fljótt að því. Jeg ætla að fara með þjer á stöðina þegar þar að kemur. — Já, en finst ykkur þetta ekki óttalegt, sagði Eunice. — Hann hefði getað drepið þig með skammbyssunni. — Jeg skal játa, að mjer hætti að standa á sama, þegar hann náði upp skammbyssunni, svaraði Hugh, en hinsvegar náði jeg í úlflið hans, svo að hann gat tæplega miðað rjett, og eftir útliti hans að dæma hefði hann gert það hefði hann getað. — Ef hann er sá, sem jeg held, sagði For- seti, — færi hann ekki að verja sig. Ríkis- stjórnir borga sínum sendlum, en verja þá al- drei.....Halló, drengur minn, hvernig er heilsan? Síðustu orðunum var beint til Ame- ríkumannsins, sem kom inn í þessu bili. — Komið með stólinn jðar hingað og setjist hjá okkur. Nóg er rúmið. Ameríkumaðurinn heilsaði þeim hjartanlega, þakkaði Forseta fyrir boðið og settist niður. — Það hefir komið dálítið fyrir vin okkar Valentroyd í nótt, hjelt Forseti áfram, og sagði siðan Amerikumanninum upp alla söguna. — Morgunverðurinn var hinn fjörugasti, og stundu síðar fóru Forseti og Hugh áleiðis til lögreglustöðvarinnar og skildu hin tvö eftir. Áður en Hugh skrifaði undir kæruskjalið, bað Forseti um leyfi til að sjá fangann, og sökum stöðu sinnar í mannfjelaginu, fjekk hann leyfið tafarlaust. Þegar komið var að manninum, kannaðist Hugh þegar við hann aftur, en tók eftir því um leið, að hann og Forseti litu hvor á annan eins og þeir þekt- ust, en ekki mintist samt Forseti á það einu orði. Var síðan farið aftur með manninn, sem kvaðst heita John Smith. — Á jeg ekki að lcæra hann? spurði Hugh. — Vitanlega, drengur minn. Við getum ekki þolað að fólk sje að snuðra í svcfnher- bergjum okkar á nóttunni, finst yður það, lögreglustjóri? — Alls ekki, lávarður minn, svaraði hinn, kurteislega. Hann heyrði þegar á Forseta, að hann vildi ekki láta náungann sleppa vel. — Og þetta verður alvarleg ákæra — morðtil- raun — hvorki meira nje minna — Auðvitað, sagði Forseti við Hugh, þegar þeir voru farnir út. En, sannleikurinu er nú samt sá, að þjer getið ekki fylgt málinu fram, af þeirri einföldu ástæðu, að þjer verðið ekki hjerna áfram. Við þurfum að fara af stað í dag og hafa unga Ameríkumanninn með okk- ur. En hinn náungann þekki jeg — yður furð- ar víst á því? — Ekki beinlínis, svaraði Hugh. — Jeg þóttist sjá, að þið könnuðust hvor við annan, þótt ekki segðuð þið neitt. — Alveg rjett, hann var áður í breska hern- um — hálfgerður ræfill, þótt hann væri góð- ur hermaður —■ heitir rjettu nafni Humphries. Hann er nú í þjónustu erlends ríkis og mig skal ekki furða þótt hann vilji gjarnan fræð- ast eitthvað um okkur. Er hann kannske í þjónustu Latiniu? spurði Hugh, forvitinn. — Nei, hjálpi oss guð. Hans líkar eru ekki í háu gengi hjá alræðismanninum. Hann þjónar andstæðingunum, og reynir að hefna sin á honum. Þegar við erum búnir að láta alræðismanninn blæða svo sem tvisvar, getur vel verið, að við með lagi, getum selt eitthvað hinumegin. — En verður þá njósnarinn látinn laus, ef jeg kem ekki aftur? — Sei-sei-nei, flýtti Forseti sjer að svara. Þjer verðið að hitta yfirvöldin aftur í dag og svo ætla jeg að tala við lögreglustjórann svo lítið beri á, og jeg býst við, að hann láti segj- ast, og eins geta mennirnir, sem björguðu yð- ur, sagt eitthvað. En hvernig sem veltist, verð- ur hann að dúsa inni í nokkrar vikur, og það er einmitt okkur hentugt. En, meðal annara orða, gefið yður sem mest að Stokes. Jeg ætla að segja honum að við verðum að fara af stað í dag. Allar þessar fyrirætlanir Forseta voru framkvæmdar nákvæmlega eins og eftir klukkunni. Hugh hitti yfirvöldin og gaf þær upplýsingar, er hann gat, og tók síðan frest i málinu. Ameríkumaðurinn „ætlaði að deyja úr kitlum“ eins og hann komst að orði, við tilhugsunina um skemtiferðina, og sjerstak- lega átti það vel við hann að leggja af stað fyrirvaralaust. Síðan voru reikningarnir greiddir og farangurinn settur i járnbrautar- lestina, og um kl. 2 var hópurinn kominn á skip í „Valinn“. — Við förum af stað kl. 8, sagði Forseti, Hugh til mikillar undrunar, því svo mikill asi virtist hafa verið á honum, að Hugh hjelt, að af stað skyldi farið tafarlaust. En Forseti virtist vera að bíða eftir einhverju. Hann var að skjótast út úr salnum og líta í áttina til lands, á hjer um bil hálftíma fresti. Kl. 5 sást bátur nálgast og Forseti stóð við uppgönguna er farþeginn þaðan kom. Síðan talaði hann í nokkrar mínútur við manninn, sem hafði komið. Maðurinn var einkennilegur útlits. — Hann var klæddur í fornleg, dökk föt, og hefði getað verið eitthvað milli fertugs og sex- tugs. Augun voru lítil og hvöss og hárið þunt og sítt. Hann hringsneri hattinum milli handa sjer meðan hann talaði við Forseta. Erindi hans virtist vera mikilvægt, því þegar For- seti sneri sjer frá honum og hinn gekk aftur- ábak niður tröppurnar, sá Hugh, að Forseti hleypti brúnum og virtist vera í vondu skapi. Forseti kom nú til hinna og sagði: — Jeg þarf að fara í land áður en við leggjum af stað. Valentroyd, viljið þjer gera svo vel og koma með mjer. Svo getið þið tvö hin skemt hvort öðru á meðan. Hann brosti vingjarnlega urn leið og hann sagði síðustu orðin við Ame- ríkumanninn og Eunice. Hugh fór í land með Forseta, en er hann kom í bátinn tók hann eftir því, að auk vana- legs mannafla sátu tveir hásetar frammi i, er voru í landgönguklæðum. Þegar komið var að landi, sagði Forseti: — Við þurfum að fara á dálítið varasaman stað, en ykkur er öllum óhætt. En gætið þess, að þegar við komum i þröngu göturnar og þurfum að fara gegnum mannþröng, skulum við ganga i halarófu, og fylgið mjer fast eftir. Hugh tautaði eitthvað til samþykkis, sem varla heyrðist, enda voru þeir nú þegar komn- ir inn í þrönga götu. sem var full af háværu fólki. Hjer og hvar voru þröngar dyr inn i veggina og öðru hvoru ruddist fram klyfjaður asni og með honum einhver óhreinn Islams- sonur, sem öskraði eitthvað um vörur sinar hárri röddu, eða þá bölvaði asnanum, eða þeim, sem afþölckuðu vörur hans. Forseti gekk gegnum þessa æð borgarinnar, eins og ekkert væri um að vera. Hann skifti sjer ekk- ert af bónum betlaranna — en þarna virtist hver maður vera betlari. Lengra og lengra fóru þeir inn í þann borgarhluta, sem inn- fæddir menn eingöngu byggja. Hugh giskaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.