Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.02.1930, Blaðsíða 3
FiLKINN 5 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út livern laugardag. ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 aura miilimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Á síðustu árum hefir ný uppgangs- alda dulrænna rannsókna gengiS yf- ir heiminn og átrúnaSur stórum aukist á margt það, sem áSur var fordæmt, meSan skynsemistrúin var í mestu almætti. Hjer á landi fór 'spjritisminn aS úthreiSast skömmu eflir aldamótin og varð útbreiðsla hans tiltölulega meiri lijer en meS mörgum öðrum þjóSum. En svo kom styrjöldin mikla, og afleiSingar henn- ar Jiafa veriS þrá almennings til þess að leita sannana fy,rir framhaldi lífs- ins eftir dauðann hin mesta lyfti- stöng. Jafnframt spíritismanum hefir til- hneiging til guðspekiiðkana stórum aukist í íslensku þjóðfjelagi, svo að hú niun t. d. guSspekiiðkendur vera fleiri hjer aS tiltölu en i nokkru öðru þjóðfjelagi í Evrópu. Bað er vilanlega ekki nema gott og blessað, að fólk reyni að kynna sjer eftir fönguin ýmsar stefnur, sem upp koma og snerta framhald mannlífs- ins, hvor heldur er þessa heims eða annars. En einn höggull fylgir þó skammrifinu og hann er sá, að ef menn fara að festa trúnað á þá hluti, sem öllum almenningi finnast „yfir- náttúrlegir", þá er næsta skrefið ekki nema stutt, og gengur í þá átt, að menn geta komist út i öfgar og fariS nð halda frain ýmsum firrum, sem sannanlega enginn flugufótur er fyrir. Og þá fer að verða skamt til þess, nð máltækið; „fíflið trúir því, sem ómögulegt er“, megi heimfærast á ýnisa mehn. Þetta er þáð varhuga- verðasta við dulrænar iðkanir. Menn seSja sem svo: Úr því þetta er satt, bá get jeg alveg eins trúaS þvi, aS bitt sje satt; það er hvorttveggja jafn torskilið, en jeg get eins vel trúað hvorttveggja eins og jeg trúi öðru. Ekki er það ósennilegt, að hin rika tdhneiging til sálarrannsókna og dulspekiiðkana, sje byrjun að nýrri truaröld í heiminum. Skynsemistrú- m var orðin öflug og útbreidd og heiniurinn var farinn að verða leiður á henni, því öllum er gefin tilhneig- ingin til þess að trúa, þó þeir ekki sjái. Os í sambandi við margar þessar nyju rannsóknarstefnur er háleitt siðalögmál, sem menn veita athygli ■lf því að þáð er í nýjum búningi, og hefir bætandi áhrif. En menn gæta þess ekki altaf, að þeir fara stundum yfir ána til þess a° sækja vatn. Margt af þessu nýja ei til í þvi gamla, sem verið hefir barnatrú, þó menn sjái það ekkr vegna þess að menn gagnrýna ekki það sem gamalt er. Um víða veröld. ---X——— HEFND HINNA MINNIMÁTTAR. Við kvenna-latínuskólann í War- schau var prófessor, Wassilevitz að nafni. Af því að hann var bæði fríð- ur sýnum, viðkunnanlegur maður og skemtileguf kennari naut han mikill- ar hylli hjá ungu stúlkunum. Þótti honum í fyrstu gaman af því að vera hafinn til skýjanna og dýrkaður af svona mörgum fallegum stúlkum, en af liví að hann var lítið gefinn fyrir ástaræfintýri og átti konu sem lionum þótti mjög vænt um, lcærði hann sig ekkert um að nota sjer þá möguleika sem honum buðust. Að síðuslu var honum meira að segja farið að finn- ast ungu sttúlkurnar altof nærgöng- ular og dag nokkurn lijelt hann þrumandi ræðu yfir þeim og beiddist jiess að fá að vera í friði fyrir ásælni jieirra. En þetta liefði hann ekki átt að gera. Wassilevitz þekti auðsjáan- lega ekki kvenlegt eðli. — Dag nokk- urn þegar hann var í leikfimi var hringt heima hjá honum og kona hans fór til dyra. Var henni rjettur stór og mikill strangi. Þegar hún opnaði hann fann hún í honum þriggja mánaða gamalt barn og á dálitlum lappa stóð orðið; María. — Aumingja konan stóð sem steini lost- in. Það vildi nefuilega svo til, að hún hafði liaft vinnukonu hálfu ári áður, sem lijet María. Hafði pró- fessorinn endilega viljað að hún segði slúlkunni upp, þó liún hefði verið búin að þjóna þeim dyggilega i heilt ár. Nú skyldi hún livernig i öllu lá. Maður hennar hafði verið henni ó- trúr, og hefði svo viljað losna við stúlkuna þegar útlit var fyrir að alt mýndi komast upp. —- Þegar prófes- sorinn lcom heim úr leikfiminni varð heldur en ekki uppistand milli þeirra hjóna. Neitaði konan eindregið að vera einni stundu lengur undir sama þaki og hinn ótrúi eiginmaður og hvernig sem hann afsakaði sig og sór og sárt við lagði að hann væri saklaus, vildi kona lians ekki látá sjer segjast og flutti sig að heiman. Prófessorinn, sem vissi með sjálfum sjer, að liann var alveg saklaus liringdi nú á lögregluna og bað hana að gera svo vel pg losa sig við krakk- ann, sem alveg ætlaði að æra hann í liávaða. — Lögreglah varð svo sem ekkert hissa. Tveim tínium áður hafði henni verið gert aðvart um, áð barni hefði verið stolið úr næsta liúsi. Var móðirin nú sótt og þekti lnin barn sitt aftur og fór með það lieim. Síðan var sent eftir konu prófessorsins og sættust þati nú aftur heilum sáttum. En halclið er að einhverjar sltóla- stúlknanna hafi fundið upp á að gera prófessornum þennan illa grikk í hefndarskyni fyrir það að hann vildi ekki sinna þeim. Og er nú lög- reglan að reyna að komast fyrir hverjar það eru. .---x— ' • ÖNNUR Jósep gamli var formað- ATVINNA. ur á „Seljakrákunni", hafði verið formaður mestan liluta æfi sinnar. Nú var hann orðinn sex- tugur eða meir og býsna lúinn og langaði til að hætta sjómensku og fá Ijettan starfa í landi. Fer hahn þvi til eins útgerðarmanns i bænum og biður hann um að vera sjer nú hjálp- legan og útvega sjer eittkvað að gera, — eitthvað sem liæfi gömlum sjó- manni. — Og livað ætti það nú helst að vera, Jósep minn? spyr útgerðar- maðurinn. — Jeg er nú ekki svo vandlátur með það, svarar Jósep. — En það ætti hejst ekki áð véra áreynslu- vinna. Jeg vildi helst fá eitthvað svo- letiðis, að maður gæti verið með píp- una í kjaflinum og lúkurnar í huxna- vösunum allan daginn, skiljið þjer! KÆNN FJE- Lögreglan í Aust- GLÆFRAMAÐUR. ríki náði fyrir skömmu í mann, sem heitir Georg Kahne. Hann er fæddur í Lemberg, 21 árs, en eigi að síður hefir margt drifið á daga lians. Hann hefir t. d. verið á skrifstofu i Rúmeníu og á því eina ári, sem hann var þar, tókst honum að stela yfir 100.000 schillings af fyrirtækinu. Voru bækurnar svo kænlega falsað- ar, að þjófnaðurinn komst ekki upp, fyr en löngu eftir að Kaline var far- inn úr landi. Og hann fanst hvergi. Ilann var kominn til París og lifði þar í niesa óhófi og var inikið með kvenfólki. En nú hefir lögreglan náð í haiin — á gistihúsinu í Hietzing. Við yfir- lieyrsluna játaði liann þjófnaðinn í Rúmeníu. Hafði hann koniið pening- unum fyrir í banka í Wien. En nú áttti hann, ekki eftir nema 1600 schill- ings. 1 herbergjum hans í gistihúsinu — þau voru mörg og skrautleg — fann lögreglan utanáskriftir 53.000 ríkra Englendinga og Ameríkumanna, sem hann var í þann veginn að senda sníkjubrjef. Þau voru mjög átakan- lega skrifuð, en ekki var beðið um meira en eitt serlingspund æða fá- eina dollara. Hann hafði keypt sjer fjölritara fyrir 23Ö0 schillings, 743 * sch. fyrir að skrifa ulaná brjefin. skriftirnar og gömlum inanni 900 scli. fyrir aðs krifa utaná brjefln. Auk þess fundust hjá honum 3000 Ijósmyndir af fallegri stúllcu. Sagðist liann fyrst hafa ætlað að látast vera stúlka, í brjefunum sem liann skrif- aði, þvi það mundi liafa meiri áhrif. En svo liefði liann liætt við það af hræðslu við, að viðtakendurnir niundi verða skotnir í myndipni og koma sjálfir il þess að hittta stúlltuna. Og það vildi liann ekki eiga á hættu. Þesi gröðaáform urðu öll að engu, því nú situr Kahne í tugthúsinu og bíður (lóms. ----x---- MYNDIN AF VIL- Nýlega stóð þrí- IIJÁLMI KEISARA. tugur flækingur fyrir rjetti í Miinclien. Hefir hanh flakkað um Þýskaland og Holland síðustu ár og þóttist altaf vera á leið- inni til Doorn, að lieitrisækja keisar- ann. Gildan staf hafði hann í liendi og í hverjum bæ, sem hann kbm, ljet han reka einn nagla í stafinn, þann- að naglarnir mynduðu áð síðustu orð- in; „Til' Þýskalandskeisara frá aust- urrískum liðsforingja“. Þvi maðurinn var fæddur i Austurríki. — Þegar til Doorn kom vildi hirðmarskálkurinji- fyrst ekki lileypa lionum inn, en þá sýndi hinn skírteini fyrir þvi að hann væri í „Stahlhelm“-fjelaginu í Diis- seldorff og þá gekk alt vel. Næsta dag var flækingurinri við guðsþjón- ustu lijá keisaránum og skömmu síð- ar náði liann fundi hans og afhenti honum stafinn. Og að launum fjekk hann mynd af keisaranum. Flækingurinn lijelt siðan til Múnch- en og sýndi mýndina hvar sem liann kom og fjekk ókeypis gistingu fyrir, hjá keisaraliollu fólki. Og nú keypti hans sór nýjan §taf. og lióf flakkk á ný með liann og ljet negla á hann nafn krónprinsins af Bayern. En þá tók lögreglan í taumana og dæmdi inanninn í 5 mánaða fangelsi fyrir betl og flakk. ----x------ Stríðs-skáldið ítklska, Gabriele d’AnnunziO liefir unnið sjer til nyrr- ar frægðar. Iðinn og þolinmóður maður ítalskur hfir verið að rann- saka orðaforða skáldsins, eftir ritum lians, og hefir honum auðnást að tína til 40.000 orð. Er þetta meirii orðaforði en riokkur 'maður annar hefir notað, svo vitað sje. Dante not- aði t. d. ekki nema 17.000 orð. Vegna þessa mikla málskrúðs hefir Gabri- elle d’Ánnunzio hiótið titilinn: Orða- keisarinn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.