Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.02.1930, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 AST ARDISIN Eftir EMILE ZOLA. Heyrirðu hvernig regnið lem- ur gluggana, Nanon? Heyrirðu vindinn andvarpa i göngunum? Veðrið er hræðilegt. Aumingj- arnir standa skjálfandi við hlið ríku mannanna, sem dansa fyrir innan í björtum herbergjum, iýstum gullnum ljósakrónum. Smeigðu þjer úr gólfskónum. Komdu og sestu á hnje mjer í bjarmanum frá arninum. Legðu glingrið til liliðar. Jeg ætla að se§ja þjer fallegt æfintýri í kvöld. Einu sinni í fyrndinni, Nan- on, stóð fornt vígi á fjallstindi. Það var skuggalegt og óárenni- legt á að líta. Það var alsett turn- um og virkisgörðum og járn- reknum vígishurðum með þung- um keðjum, sem glamraði í. Hermenn klæddir stáli frá hvirfli til ilja stóðu vörð á brjóstvirkj- unum dag og nótt. Húsbóndinn, Enguerand greifi tók aðeins her- mönnum opnum örmum. Þú mundir liafa skolfið af ótta eins °g Odetta frænka hans, ef þú befðir liejTt gamla stríðsmann- mn skálma um langar svahrnar, Og Odetta var guðlirædd og in- (læl stúlka. Iiefirðu nokkurn- tíma sjeð páskablóm meðal brennigrasa og villirósa, þegar sólin kyssir fyrst á morgnana. Odetta var þannig. Hún var lijá Hænda sínum meðal ruddalegra bermanna. Hvert skifli, er hún sá frænda sinn, hætti hún skyndilegá að leika sjer og augu bennar fyltust tárum. Hún var °rðin stór og fögur. Hún and- varpaði oft og bar óljósa þrá í brjósti eftir einhverju, hún vissi ekki hverju. Altaf er Enguer- and greifi kom i ljós var hún gripin óumræðilegum ótta. Her- bergið liennar var í afskektum turni kastalans. Hún eyddi tím- anum með þvi að sauma fána. bbin fann frið i því að biðja til Ouðs og horfa út um gluggann a skrúðgrænt landslagið og blá- an liimininn. Hve oft hafði hún ekki farið upp úr rúminu út að glugganum, til þess að horfa á stjörnurnar. Hve oft liafði ekki bugur þessa sextán ára barns Hogið út í ómælisgeiminn og spurt stjörnurnar, hvað það væri, sem gengi að sjer. Hana langaði stundum, til þess að faðma gamla frænda að sjer, eftir þess- ar svefnlausu nætur og óljósu ástarþrá, sem var að vakna. Stutt svar eða illilegt augnatillit fjötr- ubi hana og hún tók nálina á ný dauðhrædd. Þú vorkennir veslings barninu, Nanon: hún 'ar eins og nýútsprungið ilm- andi blóm, þegar enginn tekur c'ttir ilmi þess nje indisþokka. Eag nokkurn sat vesalings 0- ltnIta við gluggann sinn og var að liorfa á tvær dúfur, sem voru á flugi. Þá heyrði hún þýða rödd langt fyrir neðan sig, við rætur kastalaveggsins. Hún lialláði sjer út og sá fagran svein. Hann söng og bað íbúa vígisins um gistingu. Þótt hún hlustaði, gat hún ekki greint hvað liann sagði. Henni varð þungt, er hún lieyrði liina þýðu rödd hans, og tárin runnu liægt niður kinnarnar og niður á marjorangrein, er hún hjelt á í hendinni. En virkisliliðin opnuðust ekki og hermaður kallaði frá brjóst- virkinu: „Farðu burtu. Hjer hafa að- eins hermenn aðgang“. Odetta lijel.t áfram að l.orfa út um gluggann. Hún ljet blómið detta, sem var vökvað tárum hennar. Það fjell við fætur söngvarans. Hann leit upp og er hann sá hið fagra hár stúlkunnar, kysti hann grein- ina og sneri síðan burtu, en leit við i hverju spori. Er hann var úr augsýn, baðst Odetta fyrir lengi. Hún þakkaði guði, þótt hún vissi ekki fyrir hvað. Hún var sæl, þótt liana grunaði ekki ástæðuna fyrir sælunni. Hana dreymdi fallegan draum næstu nótt. Hún sá aftur marjoram- greinina, sem hún hafði látið falla til unga mannsins. Út úr blöðunum, sem bærðust dálítið steig ofurlítil álfkona. Hún hafði Ijósrauða vængi, kórónu úr munablómum og siðan, grænan kjól, það er htur vonarinnar. „Odetta“, sagði dísin, hug- lireystandi. „Jeg er ástadísin. Jeg sendi unga sveininn Lois til þín í morgun — unga manninn, með hrífandi röddina. Mig langaði til þess að þerra tárin þin, er jeg sá þau. Jeg fer um heiminn og leita uppi einmana mannverur, og sameina þá sem andvarpa í einveru. Jeg heimsæki jafnt kofa hirðingjans og liöfuðból lávarð- arins og stundum finst mjer hæfilegt að sameina smalaprik hirðingjans og veldissprota kon- ungsins. Jeg strái blómum á braut þeirra, sem jeg vernda. Jeg tengi þá unaðsböndum, svo hjörtu þerra slá af fögnuði. Heimkynni mitt er í skrúðgres- inu á skógarstígum og á veturn- ar er jeg í logum arinsins og í herbergjum manns og konu. Blíða og lcossar eru ætíð i för með mjer. Gráttu ekki framar Odetta, jeg er ástadísin, og kom til að þerra tár þín“. Þá hvarf hún aftur imr i blóm- ið, sem lokaðist og varð að venjulegum blómknappi. Þú veist auðvitað, Nanon, að ástadísin er til í raun og veru. Sjáðu hvernig liún dansar á heimili okkar og vorkendu vesa- lingunum, sem trúa ekki á hana. Næsta morgun er Odetta vakn- aði skein sólin inn í herbergið til liennar. Fuglasöngur náði upp í háa turninn liennar og ilmandi morgunsvalinn ljek sjer að ljós- um lokkunum. Hún fór á fætur ánægð og söng allan daginn. Hún vonaði að spádómur dísarinnar myndi koma fram. Öðru hvoru athugaði hún umhverfið ná- kvæmlega. Hún brosti, er hún sá fuglum bregða fyrir. Fann hún þá einhverja sælu og klapp- aði saman lófunum af gleði. Um kvöldið fór hún inður í stóra salinn. Riddari nokkur sat hjá Enguerand greifa og hlust- aði lotningarfullur á mál lians. Odetta settist fyrir framan eld- inn og tók til að vinna. Þar suð- aði engispretta. Odetla skotraði augunum við og við frá vinnu sinni til ókunna riddarans. Þá kom liún auga á marjorangrein, sem hann lijelt fast í liendi sjer. Þekti hún nú Lois af henni og hinni þýðu rödd hans. Hún lirópaði næst- um upp yfir sig af fögnuði. Laut liún fram á við að logunum, til þess að hylja roðann og skaraði í með löngum járnskörungi. Log- arnir hlossuðu upp, og skyndilega spratt ástardísin brosandi út úr þeim. Hún liristi neistana af græna silkikjólnum; þeir voru eins og gullkorn, -— og fór inn i stóra salinn. Greifinn sá hana ekki. Hún tók stöðu fyrir aftan unglingana, en gamli liermaður- inn hjelt áfram að segja ítarlega frá hræðilegri baráttu við trú- leysingja. Disin sagði í hálfum hljóðum: „Þið eigið að elska hvort ann- að hörnin mín. Lofið, gamla manninum að lifa i minningun- um um æskuna og segja lang- ar sögur hjá eldinum. Látið koss- ana vera eina hljóðið, er rennur saman við snarkið í eldinum. Seinna verður nægur tími til þess að minnast liðinna unaðsstunda og draga úr sorgum ellinnar. Þegar menn elska sextán ára, er orðum ofaukið: eitt augnablik meira en ótal orð. Elskið hvort annað börnin góð og lofið ell- inni að masa“. Þá breiddi hún út háða væng- ina og skýldi þeim, svo að greif- inn sá þau ekki. Hann var að segja frá því, þegar Giralda drap risann Buch járnliaus með þunga sverðinu sínu, í einu höggi, og sá ekki þegar Lois þrýsti fyrsta kossinum á enni Odettu. Nanon, nú verð jeg að segja þjer um fögru vængina ástardísarinnar. Þeir voru eins gagnsæir eins og gler og fíngerðir eins og flugu- vængir. Þegar elskendur eiga á hættu að sjást, vaxa þeir og vaxa og verða svo þykkir og ó- gagnsæir að þeir varna því, að nokkuð sjáist gegnum þá, og enginn lieyrir kossana. Gamli maðurinn lijelt því áfram að segja undursamlegu söguna, meðan Lois ljet vel að hinni íögru Odettu, i viðurvist gamla greifans slæma. Herra trúr, það voru dá- samlega fallegir vængir. Mjer er sagt að ungar stúlkur finni þá, og fleiri en ein hefir hulið sig með þeim fyrir afa og ömmu. Er það ekki, Nanon? Jæja, loks lauk greifinn löngu sögunnni, og dísin hvarf aftur inn i eldinn. Lois þakkaði gest- gjafa sínum, sendi Odettu kveðjukoss og fór. Henni leið svo vel að um nóttina dreymdi liana blómum skrýdd fjöll og lýst ótal stjörnum, og liver þeirra var þúsund sinnum slcærari en sólin. Morguninn eftir fór liún niður í garðinn og reikaði frá einum laufskálanum til annars. Her- maður stóð i einum þierra. Hún kinkaði til hans kolli og var i þann veginn að lialda áfram, er hún tók eftir marjoramgrein, sem var vætt tárum í hendi hans. Þekti liún þá Lois. Hann var kominn til vígisins í nýju dul- argerfi. Hann ljet hana setjast á grasbala, nálægt lind einni. Þau störðu liugfangin hvort i augu annars, af því að fá að sjást i dagsljósinu. Fuglarnir sungu, og elskendurnir fundu að ástardis- in hlaut að vera á sveimi nálægt þeim. Jeg ætla ekki að segja þjer alt, sem gamla eikitrjeð gætna heyrði þennan dag. Það var gam- an að sjá sveininn og meyna sitja og masa saman klukku- stund eftir klukkustund. Svo lengi sátu þau, að einn fuglinn hafði nægan tima til þess að byggja sjer lireiður í runna skamt frá. Skyndilega heyrðist þungt tótatak Enguerand greifa á veg- inum í garðinum. Ástvinirnir skulfu, en vatnið i lindinni ýfð- ist og upp úr silfurtæru vatninu reis disin brosandi. Hún smeigði sjer milli greifans og þeirra og breiddi vængina yfir þau. Greif- inn var steinhissa að heyra radd- og sjá samt alls engan. Dísin hafði vinina sína í fang- inu og sagði þýðlega i hálfum hljóðum: „Jeg vernda ástina, og loka augum og eyrum þeirra, sem ekki elska framar. Verið óhrædd börnin góð, elskið livort annað í þessu yndislega sólskini, á þess- um stígum, lijerna við lindina og hvar, sem þið kunnið að vera. Jeg er með ykkur og gæti ykk- ar. Guð hefir sent mig meðal mannanna, og þeir sem hæðast að helgum hlutum, skulu aldrei ónáða ykkur. Guð gaf mjer þessa fögru vængi og sagði: „Farðu og láttu ungu lijörtun gleðjast!“ Elskið hvort annað, meðan jeg gæti ykkar. Síðan flögraði liún burtu og strauk döggina af laufinu (á henni nærðist lmn) og tók 0- dettu og Lois með sjer. Þau vöfð- ust örmum. Þú munt spyrja, hvað elsk- endurnir gerðu næst? Jeg þori varla að segja þjer það, jeg er hrædd um að þú trúir mjer ekki Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.