Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.02.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Landnám. Eftir: Jóhannes úr Kötlum. Loksins var hann þá orðinn rithöfundur. Loksins var fólk farið að liafa vit á að viður- kena hæfileika hans. Að vísu var liann aðeins orðinn þjóðfrægur enn sem komið var. En liann ætlaði vissulega að færa sigsmátt og smátt upp á skaftið — og verða heimsfrægur á endaum. Guð hafði ekki til einskis lálið hann fæðast í þennan heim. Það var eitt af guðs eilífu vísdóms- ráðum, að láta hann verða boð- bera nýrra liugsana og nýrra sanninda. Hann var einn þeirra, sem var fæddur til þess að varpa ljósi yfir lífið. Og hinn ungi rithöfundur keptist við að slcrifa, gagntek- inn af köllun sinni. Það var saga um landnámsmann, sem hann var að semja, og hún átti að verða svo máttug og sannfær- andi, að hún ýtti af stað straum- hvörfum í þjóðlífinu. Fólkið átti að streyma aftur úr kaupstöð- unum upp í sveitirnar, þegar það var búið að lesa hana. Nýtt land- uám átti að fara í liönd, borið ujppi af ’vísvitandi menningarþrá nýrra kynslóða. Ivlukkan sló tólf á hádegi. Karl Steinsson stóð upp frá skrifborð- inu og teygði úr sjer. Það var kominn matmálstími. Hann mætti gömlum kunn- ingja á leiðinni til matsöluhúss- ins. Það var Jónas Eiríksson út- gerðarmaður, sveitungi hans og æskufjelagi. — Hann var nýkom- inn norðan frá Siglufirði. Þeir áttu samleið, því Jónas borðaði einmitt á sama stað, meðan hann dvaldi í Reykjavík. Talið barst þegar að nýju sög- Unni. Eins og svo mörgum ung- Um rithöfundunx var Karli Ijúft úð segja frá liugsjónum sínum og fyrirætlunum, og hann talaði Um hið væntanlega landnám af SVO mikilli nxælsku, að útgerðar- uxaðurinn varð steiixhissa. „Jeg er iiræddur xun að þetta uýja landnám þitt verði ekki eins alnxent og glæsilegt og þú heldur“, tók Jónas franx i, þegar lionunx þótti xxóg komið. Rithöf- undurinn rak upp stór augu. Hann átti að vísu einhverntíma von á dauða sínunx en ekki þessu. „Hvað meinarðu maður?“ spurði hann livatlega og það koixi glampi í augu hans. „Jeg íxxeina það, að jeg býst við að fólkið fari sínu franx hvað sem þú segir“, svaraði Jóix- as rólega og glotti við. „Já þetta segið þið efnis- ^yggjumennirnir, sexxx hafið yfir- geíið alt, til þess að elta svikul- í,r fjárvonir", sagði Karl og hnyklaði brýrnar. „Hvar ætlar þú að nema land, Kalh xninn?“ spurði Jóixas og glottið varð enn breiðara. Karli varð svai’afátt um stund. IJaixn fann að það var vissara að vara sig á þesunx rólega út- gerðarnxanni. „Jeg liefi þegar nunxið land“, svaraði hann loks, en það var hik i röddiixni. „Jeg liefi numið land i ríki listarinnar, og þar ætla jeg að verða staðfastur verkanxaður, það sem eftir er æfinnar“. „Jeg lield mjer nú við jörðina og í orðunx mínum lá bókstafleg þýðiixg. Jeg geri ráð fyrir að þú gangir á undaix öðruixi nxeð góðu eftirdænxi, og fáir þjer einlivern jarðarskika til að rækta. Þó að áhrif eftirdænxisins verði oft næsta lítil, þá eru þó áhrif ein- tónxrar predikunar enn þá nxinni. Kristur hafði sjálfur sýnt í verk- inu það seixx liann boðaði, og þó vildu fæstir fylgja honunx. Nú íetlast þú til að aðrir geri fyrir orð þín tóm, það senx þú ekki treystir þjer til að gera sjálfur. Yæri ekki vissara fyrir þig, að að hverfa upp í sveitina þína aft- ur og nema þar land og rækta, áður en þú gefur út þessa nýju bók þína?“ Karl Steinsson þagði við þess- unx kaldranalegu atbugasemdum kunningja síns. Og liann borð- aði lítið i þetta skifti. — Að lok- inni nxáltíð gekk liann lieinx til sin aftur í þungu skapi. Þessi ís- kaldi veruleikagustur norðan af Siglufirði hafði rænt liann allri ánægju og gleði. Hann settist við skrifborðið og horfði hugsandi á handritið sitt. Var nú ekki eitthvað lxæft í þessu, sem Jónas hafði sagt? Höfðu ekki þúsundir skálda og ritliöfunda vei’ið til í lieiminum? Og lxver var árangurinn af öll- uixx boðskap þeirra og prjedik- ununx? Og livers vegna var á- rangurinn svona lítilfjörlegur? Ó- ial vandasanxar spurningar þyrl- uðust upp í liuga haixs, og því fleiri senx þær urðu, þvi auðvirði- legra varð handritið, sem lá fyr- ir fraxxxan liann á borðinu. Jónas iitgerðarnxaður var ixxað- ur, senx var sjálfunx sjer sam- kvænxur. Hann vildi að nxemx græddu peninga og liann græddi líka peninga sjálfur. Þetta sá Karl, að var alveg satt. Þeir, sem vildu að mexxn græddu landið, urðu líklega lílca að græða land- ið sjálfir. Það sá Karl nú fyi’st, að var einnig alveg satt. Hjer var erfitt viðfangsefni á ferðum, Það var ekkert álitlegt fyrir hann, ungan ritliöfund, að fara nú að flytja upp í sveit, ná þar í kot, pæla mold, slá gras, hirða skepnur, moka fjós, rista torf og hver veit livað og livað. En lijer varð eittlivað að liafast að. Handritið var oi'ðið ógilt í augunx lians, jafnskjótt, sem hann varð þess vís, að kenning- ar hans voru , ósamræmi við líf lxans. Hann fjekk einkennilega ó- beit á sjálfum sjer, — líkast því er mann flökrar við skenxdunx nxat. Til livers var hann að skrifa upp á blöð þessi óhemju ósköp af orðum, þegar sennilegast var að enginn maður tæki tillit til eins einasta þeirra? Yar ekki nóg af bókum fyrir í heiminum, bók- um, um alla skapaða hluti milli liimins og jai’ðar, sem ýmsir lásu en engum datt í hug að breyta eftir? En hann treysti sjer ekki til að fara upp í sveit sjálfur og nema land, — það var hverju orði sannara hjá Jónasi. Hann var að vísu þjóðfrægur ritliöf- undur, en bláfátækur og ó- hneigður til stritvinnu. Það lilaut að lenda í ömurlegu gleðisnauðu basli! Og liann tók liandritið, í ein- hverju óskiljanlegu óráði og fleygði því lilægjandi í eldinn. Ógurleg mara lagðist á sál lians, þegar liann fór að athuga livað hann var búinn að gera. Hann fann að það var liluti af lionuni sjálfum, sem var að brenna þarna og breytast í kulnaðar glæður og ösku. Hann stai’ði steinþegjandi í eldinn, þangað til síðasti neistinn sloknaði. Þá var eins og hann linaðist allur upp og hann lagðist fram á skrif- horðið og grúfði andlitið í liönd- unx sjer. Tár lirundu, sár og þung, niður á autt borðið. Þau fóru öll til spillis, því þarna var engin þur mold, ekkert ónunxið land, sem þai’fnaðist vökvunar. Loks stóð hann skyndilega upp, þurkaði sjer um augun, snýtti sjer og þaut út á götuna. Hann bað Jónas að ganga spölkoi’ii með sjer um kvöldið þegar þeir voru búnir að lxorða. „Jæja, þá er jeg húinn að brenna handritið nxitt“, var það fyrsta senx liann sagði þegar þeir voru konxnir út undir bert loft. „Brenna handritið?“ át Jónas eftir lionunx og virtist alveg liissa. „Hvað átti það nú að þýða?“ „Jeg ætla að verða þjer sam- ferða norður á Siglufjöi’ð til þess að græða peninga“, svai'aði Karl kæruleysislega. „Jeg finn að þú liefir rjett að mæla, Jónas. Það er ósamræmi í orðum nxin- um og athöfnum. Jeg vil held- ur verða lieill maður en heinxs- frægur ritliöfundur“. Karl Steinsson rithöfundur kom labbandi neðan Gránugöt- una á Siglufirði og stefndi upp í bæ. Hann var niðurlútur og veifaði stafnunx sínunx ákaflega, eins og hann vildi banda frá sjer öllum þeim óþverra sem til er í heiminum. Ilann var nú að vísu ekki ritliöfundur lengur. Hann var aðeins fyrverandi rit- lxöfundur og unx nafn lians ljeku nú aðeins daufar leifar af deyj- andi nxorgunroða. — Þetta var þi-iðja árið lians þai’na á Siglu- firði. og þessi þrjú ár höfðu fæi’t honum nxerkilega reynslu. Hann hafði koniið þangað til að verða heill maður, konxa sam- ræmi í langanir sínar og liferni — og græða peninga. En ennþá liafði honum ekki tekist að græða einn einasta eyri. Hins- vegar liafði lionunx telcist að tapa fjöldamöi’gum krónum. Ennþá var óbrúað djúpið mikla milli orða hans og athafna. Karl var nú einmitt að brjóta heilann um livernig í ósköpun- unx á þessu gæti staðið. Á sama tínxa og Jónas Eiríksson liafði mai-gfaldað sínar eigur, hafði hann tapað öllu þessu litla sem liann átti. Hann sá iðandi fólksfjöldann í kring um sig, — fólk, sem, eins og hann, hafði strokið *frá því að græða landið, til þess a^ græða peninga. Kynslóðin er úr- kynjuð, hugsaði hann. Hjer eru engir landnámsnienn til framar. Logandi handrit sveif fyrir sjónum hans. Auður og frægð. Mold og aska. Undarlegt, kvelj- andi samband fagurra drauma og biturs veruleikans. Alt aum- asti hjegómi! Og han tók skyndilega nýja ákvörðun þarna á Gránugötunni á Siglufirði. Hann ásetti sjer alt í einu að gerast farandprje- dikari. Hjer.eftir skyldi líf hans lielgað guði almáttugum. Hjer eftir ætlaði hann að færða fá- vísar sálir um ríkin tvö, Hinxna- ríki og Helvíli. Og Og liann ætl- aði að sýna fram á, að það væru heilu mennirnir, eins og Jónas Eiríksson, senx færu til Himna- rikis. Hálfir nxenn, eins og hann, lilytu að lenda í hinum eilífa kvalastað. Hann ætlaði að biðja guð, að frelsa senx flesta frá þeim örlögum. Hinum, senx ekki var við bjargandi, ætlaði hann að bjóða að verða sjer samferða. Ilinn nýi sendilierra Rússa í Bretlandi heitir Gregory Sokolni- kov og kom hann til London rjett fyrir jólin. Sokolnikov er kaupsýslu- maður og var dæmdur í útleg'ð til Síberíu á döguin keisarastjórnarinn- ar. Varð hann háttsettur maður und- ir eins eftir byllinguna og var einn þeirra, sem undirskrifuðu sjerfrið- inn við Þjóðverja í Brest-Litowsk árið 1917. — Það hefir komið upp úr dúrnum, að nýi sendiherrann getur ekki talað stakt orð í ensku, og þykir Englendingunx sjer óvirð- ing sýnd með þessu. Hinsvegar tal- ar sendiherrann ágætlega frönsku og þýsku. Þess má geta, að Englands- konungur neitaði að taka á móti sendilierranum, er hann kom til London. Ivvaðst hann ekki vilja taka í hönd sendiherra þeirra manna, sem hefðu drepið Nikulás keisara án dóms og laga. Þeir voru systra- synir Nikulás og Georg konungur. Varð því úr að prinsinn af Wales tók á móti Sokolnikov sendiherra. ——x-------------------- Nýlega brann stærsta sykurverk- smiðjan i Tjekkoslóvakíu til kaldra kola. Var hún eign Ivarl Stummers. Skaðinn er talinn 30 miljónir tjekkn. krónur. Það þykir vafalaust, að kveikt hafi veriði viljandi i verk- smiðjunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.