Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Side 9

Fálkinn - 15.02.1930, Side 9
PÍLKINN 9 Myndin sýnir skólabörn á leið heim til sín úr skólanum í jóla- fríið. Hún er tekin í Þýskalandi og sýnir m. a. að hestvagnar eru þar enn til þrátt fyrir allar bifreiðarnar. Um borð i ensku herskipnnum eru gamlir jólasiðir hafðir i heiðri. Myndin er tekin um borð á ensku skólaskipi og sýnir þegar þjóðrjettur Englendinga, „skorpusteikin“ er borin upp á þilfarið. lUHHMÍii** Saltnámurnar í Rúmeníu eru mestmegnis reknar með vinnu af- brotamanna. Þeir vinna átta stundir á dag í námunum og verða að losa ákveðna þyngd af salti. Vopnaðir hermenn standa yfir þeim og hafa rjett til að skjóta á þá ef fangarnir fleyja sjer ekki flötum á gólfið þegar þeim er skipað. Fangarnir fá örlitla þókn- un fyrir vinnu sína og er hún greidd þeim um leið og þeir eru látnir lausir. Á myndinni sjást fangar á leið í námuna. Árflóðin sem urðu í Thames fyrir jólin gerðu viða miklar skemd- ir, einkum í kjöllurum og neðri hæðum húsa, sem lágt stóðu. Skemdust viða húsgögn til muna. Myndin er tekin I garði við eitt húsið. Vatnsborð árinnar hækkaði sumstaðar um 6—8 fet. Eins og áður er sagt frá hefir prinsinn af Wales nú keypt sjer litla flugvjel, sjer til skemtunar. Hjer á myndinni sjest hann í flugvjelinni yfir London, en í horninu er mynd af honum við stýrið. Eru ýmsir hræddir um, að flugvjelin verði honum að bana fyr eða síðar, því prinsinn er mesti hrakfallabálkur. En Englendingar vilja ógjarna missa hann, því hatin er i miklu uppáhaldi hjá þjóðinni og er talið að aldrei hafi verið uppi vinsælli ríkiserfingi en hann. — Flugvjelakaup prinsins hafa haft þau áhrif, að nú vilja allir ungir menn eignast flugvjelar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.