Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1930, Page 6

Fálkinn - 15.02.1930, Page 6
6 P Á L K I N N Zebu-kýrnar i Hindúaborgunum i Indlandi haga sjer eins og þær „eigi allan heiminn“. Kýrnar eru heilagar og mæti sanntrúaður Hindúi þeim ú götu, dettur honum ekki í hug að banda við þeim, heldur víkur hann auðmjúkur úr vegi. En undir eins og litið er til þjóðflokka þeirra, sem ómentað- ir kallast, þá rekur maður sig íljótlega á, að dýratilbeiðslan er ekki horfin hjá þeim. Það er eitt- livað amiað. í Siberíu lifa þjóð- flokkar, sem enn þann dag í dag telja hjarndýrið einskonar full- trúa guðlegrar veru. Að vísu drepur þetta fólk björninn sjer til matar og ldæða, en undir eins og björninn er drepinn hafa þeir um hönd ýmiskonar „seremoní- ur“ til þess að mýkja andann, sem að lionum stendur. Hindú- arnir eru enn staðfastari í dýra- Irúnni. Pfeir telja kýrnar heilög dýr, og enginn sanntrúaður Hind- úi mundi nokkurntíma gera sig seka í þeirri óhæfu að slátra belju. Þó er þetta ekkert á móts við höggormadýrkun þá, sem enn tiðkast víða í Indlandi og virð- ist svo föst í þjóðinni, að ómögu- legt sje að útrýma henni. I forn- öld höfðu menn átrúnað á högg- ormum víðsvegar um heim, en þessi átrúnaður er nú víðast livar liorfinn nema í Indlandi. Eru þó tilbeiðendur höggormanna á nn'klu hærra menningarstigi, en sumar aðrar þjóðir, sem fyrir löngu eru hættar að tilbiðja dýr. Þó má ekki skilja þetta svo, að Indverjar sjeu vfirleitt tryggir þegnar liöggormanna ennþá. Á- trúnaðurinn helst aðeins á nokkr- um stöðum í Indlandi og þá eink- um í hjeraðinu Kumbakonain. Þar reisa menn skrautleg musteri og er safnað þangað hinum lieil- ögu liöggormum og þeir tilbeðn- ir. Og þangað þyrpast árlega þús- undir pílagríma til þess að tigna nöðruguðinn Scliesa og fulitrúa hans hjer á jörðu: liöggormana. Eins og sjá má af þessu eru „lieilög dýr“ til ennþá á jörðinni. Má geta þess, að menningar- og framfaraþjóð eins og Síamsbúar eiga líka heilagt dýr: livíta fílinn, og er mynd hans á fána þeirra, á rauðum feldi. Ef trúa má orð- um Heródóts liafa öll dýr verið talin lieilög á frumskeiði mann- kynsins og ef miðað er við það, hefir vegur dýranna farið hýsna mikið fallandi í heiminum. Talið er, að þrjár frumorsakir liggi upprunalega til dýratil- beiðslunnar. Ein sú, að dýrið hafi hlotið tilbeiðslu mannanna vegna þess að það hafi verið fallegt og tilkomumikið. Önnur sú, að dýr- ið hafi verið nytjadýr og komið mönnunum að gagni. Og hin þriðja, að dýrið hafi verið ægi- legt eða hættulegt, og menn hafi því farið að tilhiðja það vegna einskonar þrælsótta. Hveitiuppskeran í Canada varð talsvert minni síðasta ár en árið áð- ur, að verðgildi til. Síðastliðið ár varð uppskeran 345.840.000 dollara virði, en árið 1928 var hún 451.- 235.000 dollara virði. Hveitirækt er aðalatvinnuvegur Canadabúa og á sú atvinnugrein ennþá ótakinarkaða möguleika fyrir höndum. ----x—— Sextug vinnukona í Stokkhólini, sem var alin upp á sveit og liafði verið hláfátæk alla æfi, erfði nýlega 110.000 krónur eftir móður sína. Móðirin var 21 árs þegar dóttirin fæddist og þá algertega umkomulaus, en síðar giftist hún efnuðum manni. Nú er hún dauð, komin yfir áttrætt, og hafði arfleitt dótturina að eigum sínum. Þegar dóttirin fjekk þessa gleðifregn dubbaði hún sig upp og fór í bíó — í fyrsta skifti á æfinni. -----------------x——■ Fólksfjöldinn í Frakklandi var 39,2 miljónir árið 1921, en í lok árs- ins 1928 41 miljón. Á sama tíma hef- ir íbúum Ítalíu fjölgað um hálfa miljón meira en Frakklands, svo að nú eru tíalir komnir fram úr Frökkuin, svo að munar 150 þúsund- um. Hefir íbúum Ítalíu fjölgað um 6% á þessu tímabili, en i Þýskalandi nemur fjölgunin 7,6%. Einkennilegt er hve mismunandi fjölgunin er i Austurríki og í Ungverjaiandi. í Austurríki hefir fólkinu fjölgað um 3,9% en í Ungverjalandi um 8,2%. Fyrir skömmu var haldið upboð í New York, sem ekki er í frásögur færandi. Þar var meðal annars seldur prýðisfallegur smaragðhringur. Hafði liann verið í eign rússnesku keisara- ættarinnar. Gimsteina-salinn, sem hringinn keypti gaf fyrir hann 4000 dollara, er hringurinn þó ekki álit- inn kosta meira en nokkur hundruð dollara að rjettu lagi. En verðmæti hringsins liggur í því, að liann var síðast eign rússnesku keisaradrotn- ingarinnar og hafði Rasputin gefið henni hann og mælt svo um, að lion- um fylgdu töfrar nokkurir og þorði drotningin því aldrei að skilja hann við sig. — Keisarinn hvað einnig hafa átt verndargrip. Var það líka hringur. í hann var greypt flís úr krossi Krists. En eins og kunugt er má finna svo margar flýsar úr krossi Krists út um heim að úr yrði heill skógur ef safnað væri. Svo það leikur nokkur efi á hvort keisaraflísarnar þrjár eru skornar af þeim rjetta viði. — Annars er það algengt að þjóðhöfðingjar beri verndargripi. Edward VII. kvað altaf liafa borið armband, sem átt liafði Maximillian úr Austurríki. Georg V. fer aldrei svo í hil sinum, að han liengi ekki dálitla látúnsmyrid framan á bílinn. Er það táknmynd af Bretaveldi, kvenmaður með útrjettar hendur og ljón, sem ligur fyrir fótum henni. Mynd þessa flytur Georg konungur með sjer hvert sem hann fer. — -----x—-— British Museum i London er að hyrja að gefa út nýja skrá um safn- ið. Verður útgáfukostnaður um fjór- ar miljónir króna og er gert ráð fyr- ir að verkið verði ekki unnið á skemri tíma en tíu árum. Núverandi skrá safnsins er i 5000 bindum. ------------------x---- Viðáltumesta preslakall í Noregi er Kautokeino i Lapplandi. í presta- kallinu eru 940 sálir, nálega alt I.appar, en kallið er svo stórt, að presturinn verður stundum að fara 4—5 dagleiðir til að skira hörn. Guðsþjónusturnar fara fram á lapp- nesku. -----x---- í bænum Waseca i Ameríku bar það við nýlega, sem skjaldan skeður, að tvær systur hjeldu gullbrúðkaup sitt samtimis. Þær höfðu verið gift- ar samtímis í sömu kirkjunni fyrir 50 árum og bæði brúðhjónin lifa cnn. -----x---- Ameríkanskur visindamaður, próf. Andrews liefir nýlega fundið stór- merkilegar höfuðkúpur frá fornöld mannkynsins, austur i Mongólíu. Er talið að þessar höfuðkúpur sjeu margra miljón ára gamlar. Þykir þessi fundur ný sönnun fyrir því, að vagga mannkynsins hafi staðið austur í Mið-Asíu. -----x----- Hinn nýji sendiherra Breta í Rússlandi heitir Esmond Ovey. Hef- ir því ekki orðið af því, að Keen- worthy þingmaður frá Huli yrði skipaður sendiherra þar eins og áð- ur var sagt. -----x---- Þegar Umberto krónprins giftist fyrir skömmu ljet Ítalíudrotning til- kynna, að allar þær konur, sem yrðu viðstaddar brúðkaupið yrðu að vera í kjólum með löngum érmum. Ekki máttu þær vera axlaberar en þó máttu kjólarnir vera flegnir í háls- inn með þvi skilyrði, að kvenfólkið hefði slæðu um hálsinn. -----x---- Shell-fjelagið hefir nýlega keypt eitt af merkustu gistihúsunum í Landon, Hotel Cecil, og ætlar að gera úr því skrifstofur. I gistihúsinu voru 900 gestaherbergi og 20 borð- salir, og verða öll þessi húsakynni nú notuð fyrir skrifstofur. Gistihús- ið var selt fyrir 33 miljónir króna. Hindúi færir steinmynd nöðruguðsins fórnir sinar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.