Fálkinn - 01.03.1930, Qupperneq 1
Stalin, einvcildsherra Rússa hefir eins og kunnugt cr, tekið tipp hin tvö seinustu árin hina upprunalegu stefnu Lenins um af-
dráttarlausa þjóðnýtingu allra atvinnufyrirtækja í Rússlandi. En um eitt skeið voru rússneskir forráðamenn farnir að slaka á
þessari stefnu og gefa einstaklingsfrelsinu lausan tauminn í ýmsum alvinnugreinUm, m. a. i smásöluverslun og svo í landbúnaði,
þar sem erfiðast er að framkvæma þjóðnýtingu. Átti þetta að vinna bændur til fylgis við bolsjevismann, en nú virðist stjórnin hafa
nxist alla von um, að bændur yrðu bolsjevikar með góðu. Þessvegna eru stórbændurnir nú reknir frá býlum sínum og ríkisbú-
skapur settur upp í staðinn. — Myndin lijer að ofan er frá auslurhluta Rússlands, en þar er farið að þjóðnýta landbúnaðinn fyrir
löngu. Neðsi á myndinni sjást embættismenn stjórnarinnar og fulltrúar smábændatma, sem eru að skifta upp stórbýli, en bak við
flokkur smábænda, sem er að taka við jörðinni.
ÞJÓÐNÝTING LANDBÚNAÐAR í RÚSSLANDI