Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1930, Síða 4

Fálkinn - 01.03.1930, Síða 4
4 F A L K I N N Um síðustu áramót tók nýr banki til starfa hjer í borginni, bún- aðarbanlcinn. Vísir lil hans var ræktunarsjóðurinn, sem stcirfað hefir nolckur ár, en með búnaðarbankanum er í fyrsta slcifli lcomið upp lánsstofnu nhjer á landi, sem eingöngu er miðuð við þarfir landbúnaðarins og veitir eingöngu lán til hans þarfa, svo sem til ræktunar, húsabygginga á sveitabýlum, vjelalcaupa og því um lílcs. Bankinn er enn til húsa í Landsbankahúsinu, en undir eins og hið nýja skrifstofuhús landsins á Arnarhólstúni er fullgert, á banlcinn að flyljast þangað. Hjer birtist mynd af bankastjórn nýja bankans. Aðlabankastjóri er Páll Eggert Ólason, fyrrum prófessor og sjest hann í miðju. Til vinstri er Pjetur Magnússon hæstarjettarmála- flutningsmaður, áður forstjóri Ræktunarsjóðsins og til hægri Bjarni Ásgeirsson alþingismaður, bóndi á Reylcjum. Guðni Árnason, deildarstjóri hjá Sláturfjelagi Suðurlands verður fertugur 7. þ. m. Einar Arnórsson prófessor varð fimtugur 24. þ. m. HÆTTURNAIt í BAÐHERBERGINU. Amerískur lœknir nokkur liefir reiknað út að það sje að minsta kosti uni 16 hættur að ræða við það að ganga í laug og geti þær orðið meira eða minna örlagaþrungnar sje hurðinni læst meðan á baðinu stend- ur. Sje laugavatnið of heitl eiga menn á hættu að það líði yfir þá og þeir drukni i baðkerinu, sje hurðinni af- læst geti enginn komist inn til þess að bjarga þeim. Hægt sje að detta á höfuðið niður í kerið, sje liurðum lokað sje engrar hjálpar að vænta. Hægt sje að renna á sleipu gólfinu og lærbrotna eða handleggsbrotna, einnig geti komið fyrir að maður verði fyrir rafmagnsstraumi sjeu leiðslur i ólagi og líkaminn blautur eftir baðið. — Yfirleitt heldur l?ekn- irinn því fram að flest óhöpp, sem fyrir komi á heimilum stafi frá bað- herberginu og skýrslur tryggingar- fjelaganna styðja mál hans. Bara að menn vildu liætta að læsa á eftir sjer, segir læknirinn, þá myndi þetta lag- ast og honum finst rómverska baðið, þar sem margir laugast í einu hafa mikið lil síns máls. Það er ekki alveg lausl við að við sjeum liálf hræddir við að birta þetta. Ilver veit nema einhverjum finnist að 16 hættur sjeu meir en nóg á- stæða til þess, að hætta alveg að lauga sig hvort sem hurðinni er læst eða ekki. En svo iná ekki liugsa, það er almenn menningarkrafa að baða sig og lauga verðum við okkur þó það krefjist hetjulundar og 16 hætt- ur biði okkar í lauginni og utan hennar. Fullkomnasta hljóðfærið, sem til er á ladinu, er orgel fríkirkjunnar í Reykjavílc. Hið fyrsta pípuorgel, sem kom hingað til landsins var orgel dómkirlcjunnar og nokkrum árum seinna fjekk fríkirkjan einnig lítið pípu- orgel, sem var notað þar þangað til hið nýja orgel kom. Mun fríkirkjusöfnuð- urinn meðfram hafa ráðist í að lcaupa hið dýra og vand- aða hljóðfæri vegna þess að þá var hinn fyrsti lærði orgelsnillingur, Páll ísólfs- son sestur að hjer í Reykja- vík og farinn að láta til sín heyra ýms af liinum merlc- ustu verlcum tónsnilling- anna. En til þess að þau nytu sín sæmilega þurfti vitan- lega stórum fullkómnari hljóðfæri og fjölskrúðugri, en orgelin sem hjer voru fyr- ir. Fyrst eftir að nýja orgelið var lcomið í fríkirkjuna gátu áheyrendur til fullnustu gert sjer grein fyrir, hve fjölhæf- ur listamaður Páll er. Iíjer á myndinni sjest Páll og söng- flolclcur hans í fríkirlcjunni. (myndina tók Loftur). Sæmdarbóndinn Brynjólfur Bjarnasaon i Engey verður 85 ára 4. þ. m. Er hann fæddur á Kjaransstöðum á Akranesi áriði 18)5, en hefir búið á eignarjörði sinni í Engey yfir 60 ár. Brynj- ólfur i Engey er mörgum mann- inum kunnur hjer sunnanlands og öllum að góðu, því hann er mannkoslamaður hinn mesti og orðlagður atorlcumaður, bæði til sjós og lands. hjónum skilnað á einum degi. Maður nokkur í Northamton á Eng- landi á 29 dætur og 1 son á lifi. £EI5S Halla- mælar, málbönd, reikningskvarðar, teiknifjaðrir, túsk, teiknibólur, lím, horn, bestik og allsk. verkfræðingavörur ódýrast á Laugaveg 2 Simi 22221

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.