Fálkinn - 01.03.1930, Blaðsíða 7
PÁLRINN
7
Vigga
Eftir Gunnar
Stundum hafði það komið fyrir
síðustu missirin, að Vigga Fúsa
hafði legið andvaka og þreytt í rúm-
inu sínu langt fram eftir nóttu.
Einhver einstæðingshugsun hafði
gripið hana upp á síðkastið og læsti
sig um hana fastar og fastar, þegar
hún gat ekki sofnað eftir dagsins
strit og vafstur.
Hún las bænirnar sínar aftur og
aftur, tokaði svo augunum og reyndi
að láta sig liða inn í draumalöndin.
En það kom altaf aftur og aftur
þetta, sem hjelt fyrir henni vöku.
Hún varð þreytt á því að klemma
augun aftur og fyr en hún vissi af,
var hún farin að stara á vegginn
móti rúmi sínu.
Þar sá hún myndir úr lífi sinu á
gamla veggfóðrinu í hálfrökkrinu.
Hún gat ekki að þvi gjört, að hún
sá sig altaf fyrát sem vinnukonu
heima á Vaði, feita, digra og rjóða
sveitastúlku, í vaðmálspilsi og ullar-
sokkum með sauðskinnsskó á fótum
— altaf að strita og strita, mjólka
og hirða um kýrnar, strokka, þvo
og hirða plöggin af karlmönnunum.
Hún sá sig eirðarlausa af löngun
eflir vistaskiftum, frjálsara lífi —
sjálfráðri lausamensku.
Loks sá hún sig haustdag einn
stíga upp í bíl, sem flutti lifandi kýr
á Reykjavíkurmarkaðinn. Hún sá
hvað hún var ánægð, þar sem hún
sat við hliðina á bílstjóranum. Bíll-
mn rann svo mjúklega niður Mos-
fellssveitina og bilstjórinn var svo
yndislegur maður með hvíta húfu
á höfðinu og vindling í munninum.
'— Hið eina, sem skygði á gleðina
var það, að kýrnar kumruðu og
hauluðu öðru hvoru fyrir aftan hana
°g mintu hana á sveitina. —• -—• —
Næst sá hún sig á Reykjavíkur-
markaðaðinum. Hún keypti „Visi“
fyrir 5 aura, eins og ókunnar sveita-
stúlkur voru vanar að gjöra, las aug-
lýsingarnar með áfergju og rjeði sig
hrátt til lausaverka. Hún fjekk að
bvo gólf, hreinsa búðir og þvo þvotta
i fínum húsum. Þar var hún í sjer-
stöku þvottahúsi, sem var þægilega
heitt af vatnsgufunni. Hún stóð þar
við stóran pott með vatnskrana við
hliðina, gat leitt vatnið í slöngu yf-
lr í pottinn og mátti hella vatninu
á gólfið. Skárri var það nú mun-
urinn.
Hún leigði sjer herbergi og eign-
aðist kunningja á kvöldin. Það var
óþarft að segja, að lífið væri ekki
ánægjulegt þá daga. —
En svo komu dökkar myndir.
Hún veiktist og það mátti helst ekki
hvisast, sem að henni gekk. Sagan
fekk þó vængi og flaug um bæinn.
Eftir að Viggu batnaði, hjet hún þvi,
að neita sjejr um lystisemdir lífsins.
Os þannig hafði hún lifað árum
saman og haldið heit sitt.
En á síðustu inissirum fanst henni
einveran altaf verða sárari með
•fegi hverjum. Þegar hún kom heiin
HI sín á kvöldin með liendurnar
upphleyptar og hálfsoðnar úr þvott-
unum, fanst henni kalt og ónotalegt
i herberginu sinu. Þegar hún var
eitthvað að gjöra hjá sjer á kvöldin,
fanst henni ömurlegt að hafa engan
hl hess að tala við. Og þegar hún
var að hátta sig og fara upp í rúm-
1 fanst henni að heldur væri það
skemtilegra, að einhver væri að
hátta hjá henni — og lilýrra væri
Það, að tvö legðust saman á kodd-
ann.
Þetta kom aftur og aftur — þrjú
hundruð sextíu og fimm sinnum á
ári. _
Septemberkvöld eitt var Vigga
usa venju fremur döpur og þreytt.
Fúsa.
M. Magnúss
Hún hafði horft á myndirnar á
veggnum, hún hafði lesið hænirnar
sinar hvað eftir annað og klemt
augun aftur, en ekkert gagnaði. Hún
fann hjartað herjast og heyrði und-
arlegan nið fyrir eyrunum og gat
ekki með nokkru móti sofnað. Þó
var hljótt í kringum hana og Lína
fyrir lögu hætt að velta sjer á gólf-
inu í hinu herberginu--------
En alt i einu heyrði hún marr
neðst í stiganum. Hún fór að hlusta
nákvæmar með munninn opinn. Jú,
hljóðið heyrðist eins og stigið væri
silalega og þunglega á þrep af þrepi.
Hurðin hennar var rjett við stiga-
gatið, og nú heyrði hún að koinu-
maður nam staðar í efsta þrepinu.
Það leit úl fyrir að einhver væri
að lieimsækja hana. Ilún beið eftir
því, að barið væri að dyrum.
En nokkur stund leið. Síðan
heyrði hún að þreifað var á hurð-
inni og loks barin nokkur högg á
hurðina — föst og strjál.---------
Hundruð spurningar og efasemda
byltust í vetfangi upp í huga hennar
áður -en hún tók ákvörðun. En alt
í einu svifti liún rúmfötunum ofan
af sjer, læddist liljóðlega fram að
hurðinni, snjeri lyklinum í skránni,
stökk síðan upp í rúmið og kallaði:
„Kom inn.“
Hún heyrði að tekið var urn sner-
ilinn og nú opnaðist hurðin hægt og
gætilega. í hálfrökkrinu sá hún, að
karlmaður smeygði sjer inn fyrir
dyrastafinn og ljet vandlega aftur á
eftir sjer.
Vigga Fúsa teygði handlegginn
undan sænginni eftir rafurmagns-
hnappnum yfir höfðalaginu. Hjart-
að barðist ineð óvenjuhraða og hönd-
in skalf örlítið um Ieið og hún fálm-
aði eftir hnappnum.
Hún leit aftur fram að dyrunum.
Komumaður stóð við hurðina með
harðan hatt skorðaðan i annari oln-
hogabótinni, en strauk hárið aftur
með hinni hendinni.----------
Honum virtist vera illa við Ijósið.
Hann stóð þjett við vegginn, eins
og hann vildi lielst hverfa öfugur
gegnum þilið.
Það varð undarleg þögn.
Komumaður skimaði um herberg-
ið, en forðaðist að lita á kvenmann-
inn í rúminu.
— Vigga Fúsa studdi öðrum oln-
boganum niður í rúminu og beið með
ákafasvip eftir erindi þessa einkenni-
lega gests.
En gesturinn fór ekki að neinu
óðslega. Nú tók hann rauðköflóttan
snýtuklút upp úr vasa sínum, snýtti
sjer hraustlega og þurkaði vandlega
af nefbroddinum.
Nú fór ónotaseiðingur um Viggu.
Hvern fjandann var hún að gera með
að hleypa þessum óþokkapilti inn?
Og kurteisinl Að snýta sjer með því-
líkri frekju um hánótt inni hjá kven-
manni í hennar stöðu. Drunurnar
í trýninu á honumu hlutu að hafa
vakið alt fólkið í húsinu. —; Nú ljet
hann klútinn með hægð niður í vasa
sinn, eins og hann þyrfti að láta
fara sjerstaklega vel um hann. Hann
rendi augunum út í gluggann.
Nú hitnaði Viggu hræðilega. í
æsku hafði hún hræðst eina skepnu.
Það var mannýgur tuddi, sem ætl-
aði einu sinni að gera út af við hana.
-— Þessi hvítu stóru augu, sem virt-
ust rannsaka alt í herberginu mintu
hana ónotalega á tuddaaugun forð-
um. —-
Nú læddist hræðilegur grunur
gegnum merg og bein henni. Bak
við Jiessi augu hjó voðaleg illmenska
og hún hafði það á tilfinningunni
nokkur augnablik, að hún liefði
hleypt hræðilegum glæpamanni inn
til sín.
Hún opnaði munninn til hálfs til
þess að reka upp hljóð, en kæfði
Jiað skyndilega niður — hún gæti
kallað, þegar á þyrfti að halda. —
Nokkur augnablik liðu enn. Komu-
maður har aðra höndina upp að
munninum, hóstaði og ræskti sig.
Naumast að hann þurfti að hóstal
Nú festi komumaður augun, stór
og tindrandi, á Viggu og sagði með
rámri rödd, sem henni fanst að
hlyti að hljóma um alt húsið:
„Eruð þjer Vigdís Vigfúsdóttir?“
„Jú, jú. Ætluðuð þjer að finna
mig?“ svaraði hún kuldalega, eins
og hún vildi bíta hann strax af sjer
og heimta erindið.
En komumaður svaraði ekki strax,
eins og hann þyrfti að sækja i sig
veðrið.
„Jeg er í vandræðum“, stundi
hann loks. „Mjer var vísað til yðar.
Jeg heyrði Jivi fleygt að Jijer vær-
uð ef til vill á lausum kjala“.
„Nú, nú — og Jiurftuð þjer endi-
lega að finna mig á þessum tima“.
Vigga var köld og ákveðin. Hávað-
inn af lióstanum og snýtunni hrann
enn í lienni.
„Þegar maður er i vandræðum,
hugsar maður ekki altaf nógu vel
um ástæður annara. En jeg kem
hingað af því að jeg er í vandræð-
um“.
Gesturinn skotraði augunum ýmist
út að glugganum eða á brjóst Viggu
og handleggi, sívala og holduga.
„Jeg heiti Pjetur og á heima á
Stóru-Grund“, hjelt gesturinn áfram
og stundi dálitið við.
„Ileimili mitt er í slæmu ástandi.
Jeg vona að þjer fyrirgefið, þegar
þjer hafið heyrt um vandræði mín,
þótt jeg komi kannske á óhentugum
tíma núna“.
Vigga þagði, en æsing hennar og
óróleiki sefaðist, þegar hún heyrði
þessar stunur.
Og Pjetur hjelt áfrain:
„í fám orðum sagt var jeg að
koma hingað með konuna fárveika.
Uppskurður er nauðsynlegur og
hamingjan veit hvort hún ris fram-
ar á fætur. -— En heimili mitt þarf
góða stjórn.
Búið er stórt og börnin eru sitt
ó hverju árinu. Jeg er á köldum klak-
anum fái jeg ekki góða kvenmanns-
hjálp. Jeg vænti þess að þjer hjálp-
ið mjer í vandræðum minum“.
Gesturinn Jiagnaði og tvísteig ein-
kennilega við þilið, eins og hann
væri á nálum. Augun hvörfluðu frá
einu til annars í herberginu.
Vigga liagði og hugleiddi málið.
Og hún var ein af þessum góðu sál-
um, sem aldrei geta neitt aumt sjeð
eða vitað, ón þess að hjartað kippist
við af meðaumkun. Og nú fann hún
hjartað kippast til við Jiessar rauna-
fregnir. — Hún gat svo sem hjálp-
að. Ekkert hafði hún viðbundið.
Nógar fengust til þess að skúra búð-
argólf og Jivo livotta, en að ganga
börnum í móðurstað lá ekki nærri
öllum. Góðverkaóhuginn og hjarta-
gæskan blossuðu upp í Viggu. Var
ekki slíkt verk hið sælasta af öllu?
Og eftir skamma stund var það á-
kveðið, að Vigga Fúsa færi til Pjet-
urs óákveðinn tima og legði af stað
um nónþilið daginn cftir.
Nóttin 'leið. En Vigga Fúsa festi
ekki blund fyr en undir morgun
og svaf Jiá óvært. Ahyrgðarhugsanir
hjeldu fyrir henni vöku. Hún bolla-
lagði í huganum hvernig hún gæti
sem best unnið líknarstarfið.
Daginn eftir um nónbilið kom
fólksbíll lieiin að húsinu Viggu, til
þess að sækja hana. Hún settist í
aftursætið hjá húsbóndanuin. Þægi-
leikatilfinning fórnfúsrar sálar og
góðrar samvisku læsti sig um hana.
Billinn rann og rann áfram, austur
Jijóðveginn — austur ýfir fjall. Bóndi
var fómáll og hugsandi á leiðinni,
en bilstjórinn yrti stundum á hana
einkennilega kankvíslega.
Viggu fanst leiðin undarlega löng.
Þegar hún fór frá höfuðstaðnum, sa
hún í anda stórhýsið á Stóru-Grund
blasa við frá þjóðveginum. En nú
beygði bíllinn af Jjjóðveginum, inn á
þröngan hreppaveg og eftir nokkurn
tíma af honum inn á þrengri mold-
arhraut. Leiðin lá nú fram með mel-
um og Jiýrfðum börðum, og bæirnir,
sem sáust á stangli voru lógir og
kotungslegir. Og loks nam billinu
staðar hjá lágum og hálflhrundum
vallargarði, en á túninu, sem var
lítið og þýft, stóð bæjarkumbaldinn,
lágkúrulegur og yfirlætislaus, eins
og heystakkur.
—- — -------- Vigga stóð undrandi
og utan við sig hjá bílnum og gat
ekkert sagt meðan bílstjórinn lagði
farangur hennar þar milli þúfnanna.
Og fyr en hún hafði óttað sig,
kvaddi bilstjórinn og bíllinn rann
-----------Pjetur var kindarlegur
á svipinn, en sagði um leið og bíll-
inn var að hverfa:
„Við förum nú ekki lengra í
kvöld. Við skulum nú fá okkur hress-
ingu hjerna“.
Og þau löbbuðu yfir túnið -— heim
að bænum.
Viggu fanst einkennilegar æsku-
minningar vakna á leiðinni heim að
bænum. Það var svo notaJegt að
ganga yfir dúnmjúkan mosaþemb-
inginn á túninu, J)að var svo þægi-
legt að anda að sjer jarðarilminum
— kyrðin, sem umhverfis ríkti var
svo liuggandi og seiðandi.
En bærin var tómur. Saggalykt
og moldarJ)ef lagði rnóti þeim, þeg-
ar Pjetur opnaði hurðina. Vigga nam
staðar á þröskuldinum, hikaði og
leit til baka.
Þau stóðu þarna tvö -—- og ein-
hver leyndur undrakraftur rjeði J)ví
að hún steig fæti inn fyrir þrepið
og fylgdi karlmanninum inn í bæ-
inn. — Seint um kvöldið komu þau
bæði út og báru farangurinn inn i
bæinn. — — —
— — Og Vigga Fúsa þyrjaði að
eiga lieima hjá Pjetri. Eftir fá ár fóru
smábörn að koma út úr litla bæn-
um. Og i haust kom elsta dóttirin
á Reykjavíkurmarkaðinn.
Hún er fimtán vetra og heitir Vig-
dís eins og mamman. Hún þarf strax
að eyða tiu aurum úr vasaklútshorn-
inu sinu, Því Vísir hefir hækkað i
verði. En frúrnar auglýsa i tugatali
og Vigga yngri fær að þvo þvotta
og skúra gólf eins og maminan.
í Ostrahoe i Holstein er veitinga-
hús, sem ung og falleg stúlka stjórn-
ar. Fyrir nokkru kom kaupmaður í
bænum þangað með hundrað marka
reikning, sem konan skuldaði og ætl-
aði að fá liann borgaðan. Konan tók
kaupmanninum kosta vel, gaf honum
góðan liádegisverð og nóg vin með.
Og svo samdist það með þeim að
hún skildi borga reikninginn með-
einum kossi, og hann var greiddur að
skilnaði.
Samkepni fór nýlega fram um það
i Louisville hver gæti lilustað lengst
samfleytt i úvarpstæki. Sigurvegar-
inn varð ung kona og tveggja barna
móðir, sem heitir Mildred Daniels.
Hún lilustaði í 106 tima samfleytt,
en næst henni varð önnur kona, sem
sofnaði er hún hafði hlustað i 104
tima. Frú Mildred tók þátt í sam-
kepninni til þess að ná i peninga
til sjúkrahúsvistar, þvi hún þurfti að
láta gera á sjer holskurð. En sam-
kepnin liafð þau álirif á hana, að
hún varð sturluð og varð að fara á
geðveikraspítala til að jafna sig, og
getur vel verið að öll verðlaunin fari
i þá spítalavist og ekkert verði af-
gangs fyrir hina.
Betlari, sem tekinn var af lögregl-
unni í London um daginn, sagði fyrir
rjetti að han ætti — 8 fullorðnar
dætur. Var það furða aðhannbetlaði?