Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1930, Side 4

Fálkinn - 26.07.1930, Side 4
4 F A L K I N N Frú Guðbjörfi- Þorleifsdóttir í Múlak. Á morgim er Guðbjörg í Múla- koti sextug. Er hún fyrir löngu orðin þjóðkunn kona fyrir trjágarðinn sinn fagra. Get- ur hún nú með gleði hugsað til þess dags, er hún reiddi fyrstu reynioiðarplönturnar í vasa sín- um yfir Markarfljót úr Naul- luisagili, og gróðursetti fyrir framan bæinn sinn í örlitlum garði. Nú situr hún og gestir hennar í laufskála, þar sem risavaxin trje fljetta saman krónur sinar. En inni á milli trjánna angar og glitrar alt af blómskrúði. — Það er eftir- minnilegt að sjá Guðbjörgu í Múlakoti gróðursetja trje eða blóm. Svo varlega og ástúðlega fara aðeins góðar mæður með nýfædd börn. Og þegar hún hef- ir gengið frá blómavöggunum svo vel sem henni líkar, signir hún börnin sín hljóðlega. — Við óskum henni af hjarta iil hamingju og sendum margar hlýjar kveð jurheim að Múlakoti. G. E. Til Guðbjargar í Múlakoti. ntómr/óða sál, þig blómi jarðar gleðji. Ei bál nje hret að Eden þinni steðji. hverá frá hlíðum helgur leiði kraftur, — hún komi' ei aftur. fírói á söndum akrar, einsogforðum, ægilegt fljót í gömlnm hvili skorðum. í Múlakoli blóm og lundur lifi, lof iim þig skrifi. Hulda. Eins og kunnugt er var Alþingi frestað í vetur þar til á Alþing- ishátiðinni á Þingvelli dagana 26.-28. júní. Kom Alþingi þar saman hátíðardagana og voru þar samþyktir aerðardómssamn- ingar milli Islands og allra Norðurlandaríkjanna, þess efn- is, að öll deilumál, sem upp kynni að koma milli þeirra annars vegar og Islands hins vegar skyldi jöfnuð á friðsam- legan hátt. — Síðan Alþingi var lagt niður á Þingvelli árið 1798 hefir aldrei verið liáður þar eiginlegur þingfundur þangað til nú í ár. — Myndin hjer að ofan er tekin um leið og verið var að samþykkja gerðardóms- samningana við Norðurlönd. Til hægri á myndinni sjest for- seti Sameinaðs þings, Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður en til vinstri sitja umboðsmenn hinna erlendu ríkja, sem undirskrif- uðu samningana. Sjerstök mynd af þeim birtist hjer fyrir neðan. Hjer birtist mynd af þeim, sem undirskrifuðu gerðardómssamn- ingana milli íslands og annara Norðurlandaríkja um Alþingishá- tíðina. Mennirnir eru þessir (talið frá vinstri til hægri): Th. Stauning, forsætisráðherra Dana, V. Hakkila, fyrv. ráðherra í Finnlandi, borgarstjóri, Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra, Rysst-Andersen, hermálaráðherra Noregs og 0. Ewerlöf, sendi- herra Svía í Kaupmannahöfn. Iljer birtist mynd af þeim Hit- ardalssystrum, er grein var um i síðasta tbl. „Fálkans", frú Hólmfríði Þorsteinsdóttur (til vinstri) og Filippíu Þorsteins- dóttur hjúkrunarkonu (til hægri). í 10. tbl. Fálkans þ. á. birtist grein eftir Sigurð Jónsson, skólastjóra, þar sem hann segir frá merkilegum íslenskum þríburum og lofar að útvega blaðinu mynd af þeim seinna. Mynd þessi er nú komin og fylgir hún hjer með. Svo merkilega vill til, að systurnar eiga ekki allar sama fæðingardag og meira að segja ekki sama fæð- ingarár. Hin elsta þeirra, Jóhanna, er fædd 31. des. 1918 en hinar tvær, Jónína Sigríður og Guðbjörg Kristjana, eru fæddar 1. jan. 1919. Foreldrar þeirra heita Guðmundur Magnússon Waage og Sigurlaug Jóhannesdóttir og eiga nú heima í Reykjavík

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.