Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1930, Page 7

Fálkinn - 26.07.1930, Page 7
F Á L K I N N 7 Páskagjöfin. Eftir Ólaf ísleifsson. ÞaS kom til mín ókunnur maður a páskadagsmorguninn með böggul í hendinni, og sagðist vera sendur með hann frá vini minum, sem bæði að heilsa m.jer og bæði mig að þiggja betta sem aðra páskagjöf. Jeg rjetti íram hendur mínar á móti gjöfinni með foryitnisblandinni tilfinningu. Þegar jeg hafði opnað böggulinn sá ieg að út úr honum flugu tvær mjallahvítar dúfur og jeg sá að þær voru báðar með brjef til min frá dulkendum vini mínum, sem jeg þekti mjög vel. Nú óx forvitni mín Pm allan helming, að fá að vita livað í brjefunum var. Jeg opnaði annað hrjefið'og fór að lesa það. Áður en jeg vissi af voru augu mín orðin full af tárum, sem lirundu niður um kinnar mjer. Hver skyldi nú hafa skrifað þetta brjef heyrði jeg að einhver sagði að baki mjer; jeg rjetti honum brjef- ið svo hann gæti lesið það. Þá sje jeg mjer til mestu undrunar, að mað- urinn fer að skellihlæja þegar hann hefir lesið nokkrar línur. Jeg fór að hugsa að mikið værum við ólíkir, að geta hlegið kæruleysishlátur að þvi, sem mjer verður að hrygðarefni. Jeg bið hann að fá mjer brjefið og sagði: „Veistu annars að hverju þú ert að hlægja? Hann svaraði því, að þegar sjer dytti hlátur í hug, þá ljeti hann. hlátur sinn hafa framrás, hvort hann ætti við eða ekki, því hann hefði aldrei grátið svo hann myndi til. Þetta þótt mjer mjög undarlegt, að finna þarna mann, sem aldrei hafði grátið og liklega altaf lilegið þegar aðrir grjetu. Jeg fór áð virða manninn fyrir mjer og sá þá að þetta var maður eins og fólk er flest. Skyldi þá fjöldinn vera svona til- finnngalaus, fór jeg að hugsa með mjer, að finna ekkert til með annara líðan. Innihald brjefsins frá vini mínum var því viðvíkjandi, að nú ætti að fara áð flytja hann á spítalann. Hann væri sárþjáður og læknar hefðu enga von um að hann gæti lifað. Samt mundu þeir gera hol- skurð á honum, sem væri víst meira til að svifta hann kvölum, en að beir teldu honum nokkra lifsvon. Að endingu bað hann mig að halda áfram að senda sjer hlýja hug- strauma, hvort sem hann lifði eða dæi. Hann sagðist altaf hafa veitt því eftirtekt, að þegar hann fengi bá frá mjer, að þá hefði hann fund- ið svo sælar friðarkendir fara um sig 0g þá væri sem sál hans lyft- ist í æðra veldi svo hann gæti horft á sinn eigin líkama sem hlutleys- 'ngja. Á slíkum augnablikum sagðist hann geta farið óra vegu út um alla geima og geta sjeð margt ný- stárlegt. Hann sagðist vera orðinn það kunnugur mörgum leiðum að hann yrði ekki áttaviltur af ókunn- ugleik þegar hann kæmi yfrum, eins °g svo marga henti. Jeg opnaði nú hitt brjefið og las bað. Þá sje jeg að brjef þetta er skrifað af nákomnum ættingja vin- ar mins, sem var allra manna kunn- Ugastur okkar hugmökum og trúnað- armaður okkar beggja. Hann t-jáir Pijer að vinur minn sje látinn og seinasta ósk hans hafi verið sú, að hiðja sig að láta mig vita um sein- "stu augnablikslíðan sína. Brjefið var nokkuð langt og kem jeg því ®kki með alt, heldur nokkur atriði úr þvi. Aldrei hafði jeg hugsað mjer að Það gæti verið lærdómsrikt og á- hrifamikið að standa við dánarbeð úeyjandi manns, en aldrei hefi jeg jafn mikið á jafn skömmum tima. Það er eins og sorgin geti opnað fyrir manni einhverja huliðs- heima, sem koma með nýtt og hreint útsýni og gefa nýjan styrk, að sjá gildi lífsins og fegurð þess. Aldrei finnur maður eins vel, hvers virði einn vinur getur verið manni, eins og þegar hann er fyrir fult og alt að skilja við þetta jarðneska lif. Þá er eins og alt hans liðna líf fylli hvern afkima í sálum vorum, svo að leiðslu blandin tilfinning knýr fram það fegursta og göfugasta, sem vjer vissum aldrei að við áttum til í eigu vorri. Sorgin er stundum eins og vorskúr, sem kallar fram nýjan og fagran vorgróður. Jeg óskaði að þú hefðir verið kominn til að vera hjá vini þínum seinustu stundirnar, sem hann lifði. Hann mintist mikið á þig, enda voru hugir ykkar nátengdari saman en þið líklega hafið gert ykkur grein fyrir. Einusinni sagði hann mjer frá því, er þið sátuð saman í brekk- unni fyrir vestan túnið á Fossvöll- um og horfðuð á sólroðin kvöldský- in og þegar sólin var að signa fjöll- in með kveðju kossinum. Þá hafði himininn roðnað, sem barn, er horf- ir á eftir móður sinni og bládjúpin dökknuðu af söknuði. Þá hefðu þið sagt, að gaman væri ef hægt væri að likjast svo kvöldsólinni að láta dreifhrif sin sjást, eftir að vera horf- inn bak við fjöllin. Þá hefðuð þið hka minst á vor- blæinn, sem hjalaði við unga rós sem barn í vöggu. Alt sem hann kysti fengi nýtt líf; hann gæti kyst tár af hvörmum hinna sorgmæddu og flutt þau með sjer og búið til úr þeim ljómandi perlur, sem glitr- uðu í geislum sólar við hin ystu höf. Hvað það væri gaman að eiga dálítið til af göfugöm tilfinningatár- um, sem vorblærinn vildi taka með sjer og breyta þeim i lýsandi perl- ur, sem lýstu og uppljómuðu ókunn- an veg. Allir verða.að mæta sjálfum sjer, annað hvort glóandi hugperlum, sem lýsa upp ófarnar brautir eða sem —--------Nei, jeg vil ekki fara með huga minn þangað, þvi jeg sje ljós- ið framundan mjer. Jeg vildi óska þess, að hugsanir mínar hefðu ver- ið hreinar, sem perlur himinsins, svo jeg þyrfti ekki að blygðast mín fyrir að mæta þeim aftur. Undarlegur er dauðinn og lengi held jeg að hann verði ráðgáta fyr- ir mjer, en það kann nú að vera af því, að jeg er enn ekki viðbú- inn að mæta honum eins og hann vinur okkar. Aðkoma dauðans birt- ist í mörgum myndum. Stundum talar hann í höstum og ómjúkum róm, líkt og stormhviða, sem öllu lauslegu og fúnu vill feykja um koll og blása burtu, svo það verði ekki fyrir neinum. Stundum er hann á- vítandi eða þá með tilfinningasnautt kæruleysisglott á vörum. En svo ber það við stundum, að hann rjettir hönd sína mjúklega þeim, sem hann kallar á og býður hann velkominn og leiðir hann inn í töfraglæsta sali með skínandi ljósum. Dauðinn er eins og marglitur vef- ur, sem altaf getur skift um liti; hann ýmist kemur eða fer, skilur eftir sig spor, sem sjást, snýr svo aftur og litast um, likt og hann sje að virða fyrir sjer herfang sitt. Það er eins og dauðinn sje sá eini, sem öllu getur ráðið með þetta lif. Þó ber það oft við að tefja má fyrir honum svo hann verður að hverfa frá um lengri eða skemri tíma, en altaf vitjar hann herfangs sins aftur. Dauðinn er eins og útvörður lifsins, sem aldrei lætur sleppa úr greip- um sjer, það sem hann á að taka. Hann er eins og sá, sem altaf gætir þess, sem honum er trúað fyrir. Nú var sem lífsmagn vinar okkar væri sem óðast að þverra. Þjáning- ar hans virtust horfnar, en einhver draumkend dularleiðsla sýndist nú hvíla yfir honum. Hann virtist nú kominn langt inn i einhverja dular- heima, jeg heyrði það á orðum hans sem hann sagði samhengislaus á stangli. Það er eins og lifið eigi oft erfitt með að skifta uhi bústað of? þvi erfiðara, sem það hefir náð meiri þroska. Undarlegt þótti mjer það, hvað líf vinar okkar virtist stundum útslokknað, en svo reis hann upp aðra stundina fullur af tendrandi lifsfjöri. Lífið á marga afkima þegar það er að kveðja þetta líf og heilsa upp á hið tilkomanda. Nú virtist sem vinur vor hefði blundað í svo sem tvær — þrjá mín- útur, en svo reis hann upp í rúm- inu með einhverjum ofurkrafti og sagði, lofaðu mjer að faðma þig og hvíla mig á væng þínum. En hvað lundurinn var fagur, sem þú varst að sýna mjer, eða hvað bljúgradd- aði vorkliður fuglanna var unaðs- legur.------Svona — svona — Nú get jeg lyft mjer sjálfur upp á væng kvöldroðans og hlustað á mjúkar raddir fagurfjaðra fugla í lundinum minum fagra. — —. ■— Svo kyssi jeg hin fyrstu gullbjörtu morgun- ský, og svo verða hugdraumar mín- ir að veruleik. Nú hnje hann máttvana i fang mitt og var látinn. Jeg lagði hann til i rúminu, þreifaði á lifæðinni og hlustaði á hjartað, en alt likam- legt lif var horfið. Nú finn jeg það glögt hve mikils virði það er að hafa átt elskulegan vin, sem altaf gaf fagurt dæmi með framkomu sinni og áhrifum, að hann lyfti manni altaf upp frá öllu því lága og auðvirðilega og upp i há- stól himinborinna liugsana, þangað sem hugsana ljósin lifa. Þinn einlægur vinur. N. N. Enda þótt brjef þetta lýsti mik- illi hluttekningu og sorg við burt- för vinar mins, varð jeg samt feg- inn að fleiri en jeg einn syrgðu hann. Skyldi það hafa verið Lola? í Vínarborg kom nýlega dálítið at- vik fyrir, sem vel mætti nota, sem efni í skopleik. í hinum fagra bæ við Dóná búa hjón nokkur nýgift. Maðurinn heitir Friðrik og er kaup- maður og kona hans lieitir Lóla. Frið- rik hefir miklinn störfum að gegna við verslun sína og getur lítið sint konu sinni. Eftir nokurra ára sam- búð fór honum að finnast kveldin leiðinleg heima fyrir — hann vildi ekki tala um verslun sína og hún vildi ekki tala um heimilisáhyggj- urnar og þar sem þau höfðu ekki nein æðri áhugamál, er vel skiljan- legt að kveldin yrðu þeim báðum löng. Loksins fann maðurinn upp á því snjallræði, til þess að stytta kvöldin að koma ekki heim fyr en um miðnætti. Seinnihluta dags einhverju sinni breytti hann þó út af vana sínum. Hann kom sem sje heim með að- göngumiða í leikhúsið og stakk upp á þvi að kona hans færi með hon- um um kveldið. Þó undarlegt ínegi virðast sýndist Lóla hvorki verða hissa nje ánægð yfir þessari huguls- semi manns sins. Hún varð þvert á móti liálf leið og sagði: — Jeg hefi svo voðalegan höfuð- verk, jeg má til með að fara að hátta. Maður hennar varð nú mjög tor- trygginn. Hann hafði lesið margar leynilögreglusögur um dagana og sótti þangað vísdóm sinn. Skildi kona hans virkilega vera honum ó- trú? Og Friðrik, sem var lieildsali og verslaði með prjónles og kven- tceyjur, fjekk sáran sting fyrir hjart- að. Hann fór inn í herbergi sitt, hlóð skammbyssu sina, fór út og ljet konu sína vera eina eftir. Gekk hann að svo búnu inn i dymma dyragætt skamt frá og beið þess sem verða vildi. Það var að vísu nokkuð kalt að standa þar um kyrt, en heilög vandlæting brann honum í brjósti og hann fann því ekki til kuldans. Að stundu liðinni var húshurðinni lokið upp og Lóla kom út, hún var var búin skinnfeldi, sem hann al- drei hafði sjeð áður. Og Lóla var það, á því var enginn vafi. Hann veitti henni eftirför. Notaði hann nú allar þær varúðarreglur, sem liann hafði lært í hinum meistara- legu sögum Conan Doyles og Lóla hafði ekki hugboð um neitt. Eftir stundarfjórðungs göngu sáu þau mann standa einan sjer á götu- horni. Lóla stökk upp um hálsinn á honum og kysti hann og siðan leiddust þau niður götuna. Rólegur, rólegur, tautaði Friðrik við sjálfan sig, nú er um að gera að hlaupa ekki á sig, og auk þess vantaði hann vitni. Hann gekk þessvegna að ó- kunnum manni, sem hann mætti. — Viljið þjer gera mjer greiða? Þarna hinum megin gengur konan mín ásamt ókunnum manni. Viljið J)jer setja vel á yður hvernig hún lítur út og hvernig loðkápan henn- ar er — og mæta seinna i rjettinum? Ókunni maðurin lofar því, fær Friðrik nafnseðil sinn og hverfur. Lóla og fylgdarmaður hennar fara inn á hótel og Friðrik stekkur á eftir þeim. En þegar hann kemur inn i fordyrið er Lóla týnd. Hann ræðst að manninum með skömmum og munnhöggvast þeir um stund. Frið- rik gelur l)ó ráðið við reiði sina, fer aftur út og nær sjer í bíl og keyrir heim eins fljótt og hann má. Þegar hann kemur heim liggur Lóla í rúminu og kvartar um höfuð- verkinn. Friðrik svarar henni ekki einu orði, því hann skilur ekki neitt i neinu. Hann heimtar skilnað. Lóla neitar ákveðið að gefa hann eftir. Segist hún ekki hafa komið út fyrir hús- dyr kveld ,það, sem um hafi verið að ræða. Og hafi hún altaf verið manni sinum trú. Vitnið var heldur ekki alveg viss um að J)að hefði verið Lóla, sem hann sá með ókunna manninum um kveldið. Dómarinn ljet málið falla niður. Skyldi það hafa verið Lóla? Það fáum við aldrei að vita með vissu. En siðan þetta vildi til, kemur Frið- rik heim á hverju kveldi og borð- ar miðdegisverðinn heima. Og þau Lóla og hann eru nú talin hamingju- SÖmustu hjónin i Vinarborg.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.