Fálkinn - 02.08.1930, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
J
Mynd þessi er úr þorpi í Ungverjalandi og sýnir ungar stúlkur vera að koma úr kirkju. Ber myndin með sjer hve fjöl-
breyttir þjóðbúningar eru þar í landi, en hitt getur hún ekki sagt, eins og verl væri, hve mikið litaskraut er á þessum bún-
ingum. Þjóðirnar í sunnanverðri Mið-Evrópu eru afar skrautgjarnar og þykir einna mest í það varið að hafa sem sterk-
asta og mest áberandi liti í búningum sínum og sem flesta. um sniðið er minna hirt, enda mundu t. d. íslenskar stúlkur ó-
gjarnan vera eins gildar, eins og búningurinn gerir stúlkurnar hjer á myndinni. Þær eru þjettvaxnar að eðlisfari, en bún-
ingurinn er ekki látinn leyna þessu, heldur þvert á móti. Ungverjar eru annálaðir fyrir þjóðdansa sína og söngvísi og útlend-
ingum er það ógleymanlegt að sjá ungverskt alþýðufólk í sveitum koma saman á hátíðir og dansa og syngja.
Oft hefir verið sagt frá því í blöðunum, hve milcil varúð sje
við höfð í stórborgunum vestan hafs, þegar verið er að flytja
stórar peningasendingar úr einum bankanum í annan. Hjer á
myndinni er slíkt atvik sýnt. Er verið að flytja seðta frá Feder-
al Reservebankanum í iVew York (sem er aðal seðlabankinn)
iil eins af útbúum hans. Brynvarin bifreið, líkust því að hún
ætti að fara beint á vígvöllinn, stendur á strætinu fyrir utan
bankadyrnar og hefir umferðin um götuna verið stöðvuð báðu
Róður á svona bátum liðkast nú mjög á erlendum baðstöðum.
Fólkið vill lielst vera í baðfötunum allan daginn og hita sjer á að
róa, þegar það ekki syndir.
megin við hana, svo að enginn fær að komast um strætið. En
vopnaðir menn ganga fram og aftur milli bifreiðarinnar og
bankadyra og fylgja bankaþjónúnum, sem bera seðlabögglanci.