Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.09.1930, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Iljer er skáli i Cervantes-húsinu, sem reist hefir veriö til minningar um skáldiö. heim til Spánar. Hafði vistin i Alsír spilt mjög heilsu hans og lífsþreki. En eigi að síður hefst hann nú lianda og tekur til ó- spiltra málanna við skáldskap- inn, sem ávann lionum sess með- al frægustu höfunda heimsins. Sumt sem hann ljet frá sjer fara var enginn fyrirmyndar- slcáldskapur og eiginlega hefir ekkert af ritum hans náð frægð erlendis nema Don Quixote. En í Spáni les almenningur enn í dag ýms önnur rit hans. Hinum æfintýralega lífsferli Cervantes var engan veginn lokið með þrælkunarvistinni í Alsír. Hann gat alls ekki haft lífsupp- eldi af ritstörfum sínum og því sótti hann um embætti og varð að lokum konunglegur skatt- lieimtumaður í hjeraðinu La Manclia í Kastilíu. En þar gerði liann sig sekan í sjóðþurð og var settur af og fjekk aldrei em- bætti eftir það. Mættu honum nú margar raunir og átti hann í sífeldri baráttu við sult og ör- birgð uns hann loksins komst til Madrid árið 1608. Ríkur maður sem mat skáldskap hans mikils Þessi mynd er af einni vindmyllunni í La Mancha. Svona vindmyllur voru það, sem Cervantes Ijet Don Quixote berjast við. tók hann að sjer og sá honum fyrir öllum nauðsynjum það sem eftir var æfinnar og nú gat Cer- vantes loks unnið að hugðarefn- um sínum i friði. Þegar til Madrid kom hafði hann skrifað allmikinn hluta skáldsögunnar Don Quixote, söguna um riddarann aumkun- arverða og vopnsvein hans, Sancho Panza. Tilgangur sögu þessarar var sá, að skopast að riddarasögum miðaldanna og riddarakvæðum, en til þeirra hókinenta þekkja menn mikið hjer á landi, því að þær liafa verið endursagðar og færðar i letur á íslensku máli, margar hverjar. Og jafnframt kemst höf- undurinn ekki lijá þvi að skop- ast að aðalsmannaveldinu. Svo meistaralega hefir Cerventes tek- ist að ná tilgangi sínum að óliætt er að segja, að aldrei hafi verið samin betri skoplíking á nokk- urri tegund skáldskapar en þessi bók lians, enda vakti liún brátt athygli. Fyrri hluti bókarinnar kom út árið 1605 i Madríd og var bókin keypt meira en dæmi voru til um nokkra bók aðra á þeim tíma. En seinni hlutinn kom ekki á prent fyr en nokkr- um árum eftir dauða Cervantes. Don Quixote er áreiðanlega í flokki þeirra klassisku bókmenta sem lengst lifa. Nýjar og nýjar útgáfur koma sífelt af sögunni á öllurn menning armálum (nema íslensku, sem sag an hefir aldrei verið þýdd á, þó undarlegt megi virðast) og eru lesnar af kynslóð eftir kynslóð. — Nafnið Don Quixote er kom- ið inn í flest tungumál og táknar ofurmenn ið misskilda, hug- . sjónagarpinn . mikla sem skift- ir sjer jafnan af því sem ekki kemur honum við. Ofurmennið —- í eigin Ndtund en engra annara, Mennina sem berjast við vind- myllur. Cervantesgatan i Toboso. Araerískir ferðamenn eyða að jafn- aði 60 miljónum dollara árlega í Norðurálfu. Mestu eyða þeir að sögn í Paris. Konungur Bretlands hefir að stað- aldri 60 hesta á gjöf i hesthúsi sínu. Fyrir 150 árum smíðaöi Frakkinn Joseph Cugnot eimknúna hifreið, sem ók á tannhjólum. Við eina til- raunina með þetta fyrirtœki varð hann fyrir því óhappi að mölva gat á borgarmúrinn í Paris og lenti i fangelsi fyrir vikið, en vagninn var aldrei reyndur framar. Dýrasti bíll í heimi er sá, sem Maharahinn í Bharatpur ljet byggja handa sjer til veiðiferða nýlega. Hann kostaði allslaus (það er: hreyf- ill, grind og. hjól) • 130.000 krónur. -----------------x--- Bifreiðar Englandskonungs hafa nú fengið sjerstakt horn, setn gefur frá sjer fimm mismunandi hljóðmerki. Verða allir lögregluþjónar að þekkja þessi hljóðmerki,’ svo að þeir geti látið önur ökutæki rýma fyrir kon- ungsvögnunum i tæka tið. ----x---- í kvennfangelsi einu í Englandi hefir sú nýlunda verið tekin upp, að speglar eru látnir vera í hverjum klefa. Hefir þetta vakið.mikinn fögn- uð hjá föngunum. Það er ein af kon- unum á þingi Breta, sem hrundið hefir þessu nýmæli i framkvæmd. ----------------x---- Sagt er að hinn frægi yngingar- læknir, Steinach prófessor hafi nú búið til vökva einn, sem er unninn úr heila og mænu ýmsra dýra, og hafi þau áhrif, að allar taugahræringar mannsins verði 6—8 sinnum harðari en venjulega, án þess að krampi hljótist af. Hyggja menn að þetta sje óbrigðult meðal til þess að marg- falda afköst mannsins og muni jafn- framt vera örugt læknislyf við ýms- um tegundum geðveiki. ZARO AGA ELSTl MAÐUR EVRÓPU. Tyrkneski eyrarvinnumaðurinn Zaro Aga frá Stambul er 160 ára gamall. Nýlega er hann lagður upp i ferðalag til Ameríku, boðinn þang- að af bindindisfjelagi einu í New York en jafnframt ætla amerikönsk kvikmyndafjelög að nota sjer hann áður en hann hverfur heim aftur. Ef trúa má „kirkjubókum“ Tyrkja — en þær eru ef til vill glataðar og gloppóttar — er Zaro Aga fæddur 1770, hefir verið giftur fjórtán sinn- um og átt 65 börn. Hann er fæddur i bæ einum i Kákasus og var faðir hans hermaður og hestar og byssur voru fyrstu leikföng Zaro. Varð hann riddari ágætur og skytta með afbrigð- um og varði æsku sinni í hernaði. Þegar Zaro Aga var 35 ára gamall gekk hann í her Napóleons mikla og náði brátt undirforíngjastöðu. Talar Zaro með mikilli virðingu um Napó- leon, en segir að hann hafi alls ekki verið „almennur maður heldur son- ur Satans. En hann hafði mannlega galla og varð að gjalda þeirra“ segir Zaro gamli. Þegar her Napóleons varð að fara úr Egyptalandi fór Zaro til Korfu og var þar nokkur ár en fór þá til Kákasus og varð böð- ull og rækti það starf svo að öllum líkaði nema þeim sem drepnir voru. Um sama leyti giftist hann i fjórða skifti. Zaro man vel eftir frelsis- stríði Grikkja enda tók hann þátt í þvi. Eftir byltinguna i Grikklandi fór hann til Miklagarðs; stóð hann þá á sextugu. Varð hann þá eyrar- vinnumaður og brátt mikils metinn í hóp fjelaga sinna. Zaro var and- vigur fjölkvæni, en undir eins og hann misti eina konuna þá tók hann sjer aðra. Og þó hann væri gamall orðinn var kvenfólkið vitlaust eftir honum. Þegar Tyrkjum og Grikkjum lentí saman i ófriði 1897 fór hann þegar í stað í stríðið, þó hann hefði 127 ár að baki. Þegar hann var orðinn 145 ára fjekk Grikki einn hann til að fara til Parísar og sýna sig fyrir peninga. Hafði hann mikið upp úr því. Á þeim árum bar það við, að hann komst að því að kona hans var honum ótrú; krafðist hann þá skilnaðar og fjekk hann og giftist þegar í stað aftur. Þegar Mustafa Kemal hjelt innreið sína í Miklagarð fyrir nokkrum árum reið Zaro Aga í fylkingu hans; hafði Kemal gefið honum rauðan hest bráðfallegan og telur Zaro að sjer hafi aldrei verið meiri sómi sýndur, enda hafði hann fengið spánnýjan einkennisbúning undir þessa alhöfn og sýndu áhorf- endur honum litlu minni virðing- armerki en Kemal sjálfum. Ríkis- stjórnin gerði hann að umsjónar- manni garða nokkurra í Dolma Bak- sche. En eftir að Zaro hafði reik- að nokkra daga um garðana fleygði hann einkennisbúningi sínum og fór niður á bryggjuna, sem hann hafði lengst unnið á, og fór að skipa út vörum með fjelögum sínum. Og þar hefir hann verið síðan, alt þangað til nú að hann fór i Ameríkuför- ina. Zaro Aga hefir aldrei bragð- að áfengi og þessvegna bjóða bind- isfjelögin vestra honum heim. Hann er raddmaður mikill og er þess vænst að talmyndin, sem tekin verð- ur af þessum öldungi, verði ágæt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.