Fálkinn - 20.09.1930, Blaðsíða 4
4
F A L K I N N
Kappróðrarmótið.
llinn 7. þ. m. var kappróður haldinn við Effersey um hið vandaða
kappróðrarhorn sem Oliuverslun íslands gaf til verðlauna í fyrra.
Keptu þrir flokkar, tveir frá „Ármanri' og einn frá „K. R.“ á hin-
um tveimur nýju bátum „Ármanns“, er heita Grettir og Ármann
og eru hinir fullkomnustu. Leikar fóru svo að fyrri Ármannsflokk-
urinn rjeri skeiðið, 2000 metra, á 10 min 38,2 sek„ annar
Ármannsflokkurinn á 10 min. 49,0 sek. og K. R.-flokkur-
inn á 10 mín. 59,4 sek. Var róið vestan að í mark fram
undan sundskálanum. Róðrarmenn ( flokknum sem sigr-
aði voru þessir: Sigurgeir Albertsson (forræðari), Þor-
kell Sigurðsson, Þorsteinn Einarsson og Jóhann Þor-
láksson, en stýrimaður var Sigge Jónsson íshússtjóri,
sem er leiðbeinandi „Ármanns" i róðri. Stýrimaður K.
R.-flokksins var Theodor Siemsen kaupmaður. Forseti
t. S. í. afhenti að róðrinum loknum Sigurvegurunum
róðrarhornið og flutti rœðu.
Hjer á myndinni sjest, að ofan flokkurinn sem sigraði og að neðan kappróðrarbáturinn með sigurvegurunum.
Iljer birtisl
mynd af hjón-
unum Rann-
veigu Ágústu
Oddsdóttur og
Rósmundi
Jónssyni i
Stakkanesi við
ísafjörð. Hafa
þau eignast 20
börn, og er
það tíðinda-
vert á barna-
fœkkunaröld-
inni. Lifa 11
barna þeirra.
Hjónin eru
bæði við bestu
heilsu og eiga
bæði afmælisdag i þessum mánuði.
S&o 5Íí(í„Scí s íuocnar&|cöí
bringer
^i/cu norsfe ^BofljanDlcrJörctiinj}
_ i orrftoíújljí!
öoelanís cjomlc tiílcraíur
q. sin Ijplöcol
•cit tamc liílcrafur cr ofapí av \virf Jrenc'c|oíf
, cr var olollljcl
öcnne liKcralur cr íjver iolcnoingo ctc
cr ívislanðo crrc
Myndirnar hjer aö ofan eru af
ávarpi því, sem bóksalafjelagið
norska færði Islendingum á Al-
þingishátíðinni. Er það einkar
vandað. Má lesa texta þess á
myndinni en undir það hefir
skrifað stjórn bóksalaf jelagsins.
Kjöri hún Nygaard bólcaútgef-
anda, eiganda Aschehougsbóka-
verslunarinnar í Oslo til þess að
fara á Alþingishátíðina og af-
henda ávarpið.
SPÁKONAN OG MILJÓNIRNAR
Lögreglan í Nizza er um þessar
mundir að grafast fyrir einkennilegt
fjársvikamál. Hefir forrík kerling,
sem þar býr tilkynt, að hún hafi
verið prettuð um tvær miljónir
franka í sömu vikunni. Og aðferðin
er einkennileg.
Fyrir skömmu kom spákerling ein
í borgina. Nefndist hún madame
Mary. Hún spáði fyrir útlendum
hefðarfrúm og tók 500 franka fyrir
spána. Og vitanlega spáði hún að-
eins góðu. Ríka kerlingin, Anna Si-
monnot átti ekki sjö dagana sæla.
Hún var ekkja óg þjáðist mjög af
imyndunarveiki. Sneri hún sjer nú
til spákerlingarinnar til þess að
fá af henni ráð. Spákerlingin kvað
þrjár spár mundu nægja til þess að
komast fyrir af hverju krankleikur
frúarinnar stafaði og varð það úr,
að hún skyldi ráða þessa gátu.
Fyrsta spáin leiddi í ljós, að hinn
látni maður frúarinnar fann ekki
frið i gröf sinni. önnur spáin hvers-
vegna, og þriðja spáin sýndi hvern-
ig farið skyldi að því að bæta úr
þessu. Sál Simonnots heitins krafð-
ist þess, að hin eftirlifandi ekkja
Friðfinnur Guðjónsson leikari
verður sextugur á morgun.
hans skyldi brenna álitlega upphæð
af eigum sinum til þess að kaupa
honum frið. Sagði spákonan að tvær
miljónir franka mundu nægja. Frú
Simonnot gekk að þessu, og fór nú
bálför fyrri miljónarinnar fram með
mikilli viðhöfn. Spákerling ljet reisa
altari mikið i kjallaraholu í húsi
sinu; var niðamyrkur þar niðri og
tók spákerlingin við miljóninni fyrri
og viðhafði ýmsar særingar, því að
hún sagði, að verið gæti að frúin
gæti sloppið með eina miljón, ef
henni væri fórnað á rjettan hátt.
Siðan kveikti hún bál á altarinu og
brendi umslagið — ekki það sem
peningarnir voru i, heldur annað,
sem hún hafði haft með sjer sjálf.
— Tveimur dögum siðar kom frúin
með siðari miljónina. Hún fann
stóran mun á sjer eflir þessa tvo
daga, fyrri miljónin hafði áreiðan-
lega gert mikið gagn. Og nú færði
spákonan henni þau gleðitíðindi, að
liklega gæti hún komist hjá að
brenna þeirri seinni. Las hún nú
um stund særingar yfir umslaginu,
sem síðari upphæðin var í, náttúr-
lega í myrkri, og þegar því var lok-
ið tók hún fram umslagið dg voru
þar þá eintómir hvítir pappírsmið-
ar. Spákonan sagði nú frúnni, að eft-
ir átta daga myndu hvítu miðarnir
breytast i seðla, ef frúin væri með
rjettu hugarfari, en annars ekki.
Liðu svo átta dagar. Frúin þóttist
igjaq sutsgBisuin ppjqiuui gu ‘uin ssia
breyst i peninga aftur og varð fyr-
ir miklum vonbrigðum er hún opn-
aði umslagið og sá að þar voru
sömu pappírsmiðarnir og áður. —
Fór hana þá að gruna margt um að-
farir spákerlingarinnar og tjáði lög-
reglunni hvað gerst hafði. En þá
var spákonan öll á bak og burt.
Kr. Bjarnarson læknir, sem ný-
kominn er úr langri utanlands-
vist og setstur að hjer í bænum.
Hann tók læknapróf hjer við
Háskólann sumarið 1925 með I.
eink. eftir aðeins 4 ára nám og
gegndi síðan hjeraðslæknisstörf-
um í tæpt ár. Fór síðan utan og
hefir síðan stundað framhalds-
nám í París, aðallega í skurð-
lækningum hjá ágætum sjer-
fræðingum og tók próf við
læknaskólann þar. Hann mun
vera fyrsti íslenski lœknirinn
sem verulega hefir sótt læknis-
ment sína til Fralcklands, en
eins og kunugt er hafa Frakkar
átt marga brautryðjendur á
sviði læknisfræðinnar.
Stefán Gunnarsson skókaup-
maður verður fimtugur 26. þ. m.
Jóhannes Stefánsson verslunar-
stjóri á fsafirði verður sjötugur
23. þ. m.